Kristján Atli - ég sagði að af ummælum þínum að dæma mætti ætla að þú hefðir lítið sem ekkert vit á fótbolta. Í þessum ummælum mínum er ekkert persónulegt skítkast á þig eða vit þitt almennt á knattspyrnu. Ef þú hefur tekið því sem slíku þá biðst ég afsökunar á því.
Þegar ég segi að ég sé ósammála öllu sem kemur fram í ummælum þínum þá á ég við innihaldi hverrar málsgreinar fyrir sig. Ég er vissulega ekki ósammála einstökum fullyrðingum eins og að Eiður sé frábær leikmaður eða að hann sé 28 ára.
Til að útskýra mína hlið á málunum þá vil ég taka fyrir hverja málsgrein fyrir sig í ummælum þínum nr. 10. Ég kann ekki að setja ramma utan um ummælin en fæ einhvern til að kenna mér það fyrir næsta tímabil. Vonandi skilst þetta þó þið þurfið að skrolla pínulítið á músinni.
1 mgr. Eiður yrði byrjunarliðsmaður í hvaða liði sem er í heiminum þegar hann er ómeiddur. Ég fullyrði að hann yrði byrjunarliðsmaður hjá Liverpool, manu og Arsenal hvenær sem er.
Ég sagði að tilkoma Ballack gæti orðið þess valdandi að Eiður þyrfti að yfirgefa Chelsea. Það þarf samt ekki að þýða það að Eiður sé lélegur leikmaður heldur bara það að hann þyrfti að víkja fyrir einum af bestu leikmönnum í heimi. Það má líkja þessu saman við ef Check kæmi til Liverpool. Reina væri samt sem áður frábær leikmaður sem kæmist í hvaða toppklúbb í heiminum þó hann yrði að víkja fyrir Check.
Ég sagði að Eiður hefði slegið út menn eins og Crespo, Mutu, Kezman og Philips. Er það ekki rétt hjá mér? Ég er bara handviss um að svo sé. Eiður hefur líka sagt svo sjálfur. Vissulega hefur Philips fengið að spreyta sig en það hefur ekki verið á kostnað Eiðs.
Eiður hefur ekki bara spilað á miðjunni eftir að Morinho tók við. Hann hefur líka spilað sem senter. Vissulega hefur hann spilað meira sem miðjumaður og þá stundum í holunni fyrir aftan einn senter (ég kalla það holu þegar einn eða tveir menn spila fyrir aftan senter en hafa ekki sérstöku varnarhlutverki að gegna). Ég tel að Eiður myndi slá alla senterana okkar út. Hann er miklu betri en þeir allir. Þetta tel ég mig geta fullyrt miðað við frammistöðu manna sl. 2 ár. Ég hélt að Morientes væri álíka góður og Eiður en það reyndist rangt hjá mér. Ég myndi ekki skipta á Fowler á Eið ef báðir væru í sínu besta formi en Fowler hefur því miður ekki verið í því um nokkurra ára skeið. Þetta er samt allt að koma hjá kallinum. Eiður hefur allt umfram Crouch og Cisse .... nema að Crouch er stór og Cisse er fljótur sem því miður er ekki nóg á hæsta leveli í fótbolta.
2 mgr. - jú hann kæmist í liðið hjá okkur. Pottþétt. Við þurfum ekki á snöggum framherja að ræða heldur GÓÐUM. Það er til fullt af frábærum leikmönnum sem hafa meira til bruns að bera heldur en einn hæfileika og þeir eru allir í þeim liðum sem við (ég alla vegana) viljum bera okkur saman við eins og Chelsea, Arsenal, R. Madrid, Barcelona, Juve og Milanliðin.
Mér finnst engin fásinna að borga 8 m. punda eða meira fyrir Eið. Hann er aðeins 28 ára og gæti verið lykilmaður hjá okkur næstu 5 árin.
3 mgr. - Við erum ekki að leyta að hægri kantmanni. Sú staða er vel mönnuð með Gerrard og Garcia. Okkur vantar senter. Það að Gerrard sé líka að leysa af þangað til góður maður finnst er líka ekki rétt. Gerrard er sjálfur búinn að segja að þetta sé besta staðan hans. Ég var annars búinn að fjalla um þetta í öðrum ummælum hér að ofan.
4 mgr. - ég er búinn að kommenta á þetta aðmérfinnstrugl um Crouch. Og ég trúi ekki ennþá að þér sé alvara að Adriano og Schevshenco myndu henta liðinu betur þegar Rafa spilar þessa taktík. Það var reyndar af þessum ummælum einum sem ég taldi þig hafa lítið vit á fótbolta. Þetta átti alls ekki að vera neitt skítkast í þinn garð. Síður en svo. Það er afar gaman að rökræða við þig og aðra spjallstjórnendur um fótbolta. Það er nú það sem gerir þessa síðu skemmtilega.
5 mgr. - Tottenham er liðið sem er í næsta sæti fyrir aftan okkur á töflunni. Það hann verði stór fiskur þar en lítilill hjá okkur tel ég ekki ganga upp. Jafnvel þó ég telji að Liverpool sé með miklu betra lið.
S.s. ég er ósammála öllu sem kemur fram í ummælum þínum nr. 10.
Einar Örn - takk fyrir málefnanlegt svar. Ég vísa bara í svar mitt til baka.
Sigursteinn - mig langar að byrja á þessu með Finnan. Ég hélt því fram á sínum tíma að mér þætti hann slakasti maðurinn í byrjunarliði Liverpool. Mér finnst það ennþá. Á hæla hans kemur svo Crouch. Riise var í þessu sæti einu sinni en mér finnst hann hafa staðið sig afar vel sem vinstri bakvörður. Það að hann er hættulegur sóknarlega vinnur honum inn marga punkta hjá mér.
Það að Finnan sé bakvörður í sterkasta liðinu er bara af þeirri ástæðu að ég tel að hann hafi aldrei haft alvöru samkeppni um stöðuna. Kromkamp er reyndar allur að koma til og gæti veitt honum samkeppni á næsta vetri.
Sem svar við töluliðunum þínum 1-5.
Jú Eiður hefur víst slegið alla þessa menn einhvern tímann út úr liðinum og hann hefur ekki bara spilað á miðjunni hjá Morinho. Reyndar fer í taugarnar á mér að þú skulir ekki lesa betur það sem ég skrifa. Ég fullyrti aldrei að Eiður hafi ekki spilað á miðjunni hjá Chelsea. Jú hann ýtti Mutu, Crespo og Kezman út úr liðinu. Hann hefur líka sagt það sjálfur að honum þætti það mikið afrek hjá sér að hafa verið tekinn fram yfir þessa heimsklassa leikmenn.
Eiður hefur ekki verið slakur í vetur. Hann veiktist um daginn sem varð þess valdandi að hann átti erfitt með að vinna sig í liðið aftur. Morinho er líka gjarn á að halda sig við sigurlið og breyta ekki ef vel gengur. Þá hefur það ekkert með getu Eiðs að segja að hann hafi verið tekinn nokkrum sinnum út af í hálfleik. Cole hefur líka verið tekinn út af í hálfleik og sömuleiðis Drogba og Crespo. Það hefur samt ekkert með getu þeirra að gera.
Ég vil líka benda á að Eiður var besti maður Chelsea í fyrri leiknum á móti Barcelona. Sú frammistaða sýndi að mínu mati af hverju maður eins og Ronaldinho vill hafa hann í úrvalsliði sínu.
Ég vil menn sem hafa sannað sig á hæsta leveli. Ég var mjög spenntur fyrir Nando en svo virðist sem lítil spilamennska allt árið í fyrra hafi farið illa með hann. Hann hefur að mínu mati aldrei náð sér á strik eftir það og ekki komist í nægilegt spil form. Reyndar efast ég núna um knattspyrnuhæfileika hans almennt ef Crouch nær að slá hann út úr liðinu. Baros sannaði sig aldrei á hæsta leveli nema þá þegar hann var leikmaður Liverpool. Ég er í dag mjög óánægður með að hann skildi vera seldur frá Liverpool og tel að það hafi verið mikil mistök.
Ég er væntanlega það gamall að ég man þá tíð þegar Liverpool var langbesta liðið í Englandi ef ekki allri Evrópu. Ég vil bera mig saman við lið eins og Real, Juve, Milan o.fl. Að sama skapi vill ég vera að keppa um þessi lið um leikmenn og titla. Öll ummæli þar sem menn sætta sig við minna er loser talk að mínu mati.
Þegar Crouc var tekinn út af þá var liðið sest aftur á völlinn af því að það var yfir og Chelsea var að sækja í sig veðrið. Í þeirri stöðu er Crouch gagnslaus. Það að fljótur maður skyldi vera settur inn á í staðinn var mjög skynsamleg ákvörðun. Það er alrangt að bitið hafi farið úr sóknarleiknum þegar hann var tekinn út af.
Crouch er ekki góður í að halda boltanum frammi. Gerrard er það. Garcia getur það og Kewell er frábær í því. Það má ekki rugla því saman að Crouch geti tekið einstaka þríhyrning við það að hann sé góður í að halda boltanum. Í því að halda boltanum fellst að þú þarft að sóla leikmenn. Crouch getur sólað menn þegar þeir eru að hlaupa í vörnina og Crouch er að rekja boltann í átt að vörninni OKKAR. Mér finnst reyndar öll umræðan um Crouch vera á svipuðum nótum og var um Heskey hérna um árið. Báðir fá credit fyrir að skalla boltann eitthvað út í loftið og ná einum og einum þríhyrningi. Meiri kröfur eru ekki gerðar til þeirra.
Mér er illa við leikmenn sem spila boltanum alltaf til baka eða koma með fallhlífarsendingar frá miðju í stað þess að reyna að spila sig upp völlinn. Þ.v. er mér illa við Finnan. Hann á það sammerkt með Crouch og Heskey að allir fá credit fyrir það að vera inn án þess að skipta sárasjaldan sköpum.
Bara svona fyrir þig Sigursteinn
þá langar mig að minnast á getuleysi þeirra félaga Moores og Parry. Þessa menn þurfum við að losna við svo að Liverpool eigi aftur sén á titlinum.
Þetta er mín skoðun á málunum. Vonandi verður hún ekki tekin sem skítkast eða leiðindi út í nokkurn mann.
Áfram Liverpool!