beach
« Garcia verður í banni | Aðalsíða | Liðið gegn Villa »

28. apríl, 2006
Baros mætir á Anfield á morgun.

CROUCH_Peter_20020427_GH_L.jpgJæja síðasti heimaleikur tímabilsins gegn David O´Leary og félögum er á morgun. Villa er sem stendur í 16. sæti með 39 stig á meðan við erum í 3. sæti með 76 stig (3 stigum á eftir manchester united sem á leik inni á okkur).

David O´Leary sagði einhversstaðar um daginn að þetta tímabil væri slys hjá Villa og er það kórrétt hjá honum því Villa liðið er vel mannað en hefur alls ekki náð sér á strik í vetur. Síðasta leik töpuðu þeir gegn Man City á heimavelli 0-1 og þar á undan gegn Wigan á útivelli 2-3. Okkur hefur hins vegar gengið vel og unnið síðustu 9 leiki í deild og bikar (síðasta tap gegn Arsenal 12. mars í deildinni á útivelli). Við unnum þá í fyrra á heimavelli 2-1 þann 15. maí og skoraði þá Cissé bæði mörkin okkar (annað úr víti).

Við höfum verið að spila vel undanfarið og Benitez hefur dreift álaginu ágætlega á leikmenn og gerði m.a. 8 breytingar milli síðustu tveggja leikja. Í síðasta leik unnum við West Ham örugglega á útivelli 2-1 og þar á undan sætur sigur á Chelsea í bikarnum :-) . Ef Chelsea vinnur manchester united á morgun og við klárum skyldusigur gegn Villa heima þá erum við jöfn á stigum og ennþá möguleiki á 2.sæti. Þetta er í raun eina hvatningin sem okkar menn hafa fyrir leikinn og svo náttúrulega að láta Milan Baros EKKI skora gegn okkur. Síðan er náttúrulega Peter Crouch að spila gegn sínum fyrrum félögum og vill örugglega ólmur setja mark sitt á leikinn.

Líklegt byrjunarlið hjá okkur:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

Gerrard - Momo - Xabi - Kewell

Cissé - Crouch

Varamenn: Dudek, Fowler, Agger, Kromkamp og Morientes.

Ég gef mér að Cissé haldi sæti sínu í liðinu eftir góða frammistöðu gegn West Ham en þó gæti Fowler spilað frammi með Crouch. Garcia er í banni og er því ekki með. Kewell, Gerrard, Reina, Hyypia, Xabi og Crouch voru allir hvíldir síðast og tel ég því líklegt að þeir spili á morgun.

Villa liðið er vel mannað með leikmenn eins og Milan Baros, Thomas Sorensen, Olof Mellberg, Wilfred Bouma, Martin Laursen, Patrik Berger, Kevin Phillips, Gareth Barry o.s.frv. Við þekkjum náttúrulega þá Baros og Berger vel en þeir komu báðir til félagsins fyrir þetta tímabil. Berger hefur spilað 9 leiki fyrir félagið en ekki náð að skora á meðan Baros hefur spilað 31 leik og skorað 12 mörk. Framkvæmdarstjóri liðsins, David O´Leary, gerði garðinn frægan með Arsenal á árum áður og Írlandi. Ég kunni ávallt vel við hann sem leikmann og í upphafi sem “manager”. Hann hóf þjálfaraferil sinn hjá Leeds árið 1998 og var þar þangað til sumarið 2002 þegar hann var rekinn. Hann tók síðan við Villa vorið 2003 og hefur verið þar síðan.

Gareth Barry segir þetta í dag:

“I read they are aiming for their highest ever points total, so it will be tough whichever way you look at it. But all the pressure will be off us. Nobody gives us a prayer and so we have nothing to lose.”

Líklegt lið hjá Villa:

Sorensen

Hughes - Mellberg - Ridgewell - Cahill

Milner - McCann - Barry - Samuel

Angel - Baros

Dómari leiksins er Mark Halsey.

Ég spái okkur 4-0 sigri og að 3 af mörkunum verða skoruð í fyrri hálfleik. Hverjir skora: Það verða þeir Crouch, Gerrard og Cissé í fyrri og Fowler í seinni.

.: Aggi uppfærði kl. 16:28 | 570 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Baros mætir á Anfield á morgun.
·West Ham 1 - Liverpool 2
·LIVERPOOL 2 - chelsea 1!!!
·Blackburn 0 - L'pool 1
·Liverpool 1 - Bolton 0

Síðustu Ummæli

eikifr: Don´t be modest! 8-0! Crouch með 4! V ...[Skoða]
Kristján Atli: Flott upphitun. Ég er bjartsýnn á sigur ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Liðið gegn Villa
· Baros mætir á Anfield á morgun.
· Garcia verður í banni
· Gonzales vill bara spila fyrir Liverpool
· Mullins, García & Arselóna
· West Ham 1 - Liverpool 2

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License