beach
« Liðið gegn West Ham í kvöld! | Aðalsíða | Mullins, García & Arselóna »

26. apríl, 2006
West Ham 1 - Liverpool 2

Ok, það liggur við að ég lýsi mig vanhæfan til að skrifa leikskýrslu um þennan leik. Á sama tíma og varalið Liverpool mætti West Ham í tilgangslausum leik var nefnilega hitt uppáhaldsliðið mitt Barcelona að spila við Milan í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Þess vegna var ég að flakka ansi mikið á milli stöðva. Og það endaði þannig að ég horfði umtalsvert meira á Barcelona leikinn.

En allavegana, Rafa ákvað að stilla upp hálfgerðu varaliði í leiknum

Dudek

Finnan - Carragher - Traoré - Warnock

Kromkamp - Sissoko - Hamann - Cissé

Fowler - Morientes

Þannig að þessi leikur segir varla mikið um bikarúrslitaleikinn. Af þessu byrjunarliði er í raun bara líklegt að 3 byrji úrslitaleikinn, það er Finnan, Sissoko og Carragher.

En allavegana, Liverpool byrjaði betur og eftir fínan undirbúning frá Momo Sissoko fékk Djibril Cisse boltann við vítateigshornið og hann þrumaði boltanum í nærhornið framhjá Walker, slöppum markmanni West Ham. Ef að Roy Carroll nær sér ekki fyrir úrslitaleikinn, þá er ljóst að Walker gæti verið veikur hlekkur á þessu West Ham liði.

En allavegana, ég missti af slatta það sem eftir var fyrri hálfleiks, en Liverpool var ívið sterkara lið.

Í byrjun seinni hálfleiks þá léku West Ham menn sig listilega í gegnum Liverpool vörnina, sem var alveg útá þekju og Reo-Cooker setti boltann framhjá Dudek í markinu. Staðan orðin 1-1.

En Djibril Cisse kláraði leikinn fyrir okkur. Hann fékk langa sendingu inn fyrir frá Robbie Fowler, stakk vörnina af og skoraði svo í gengum klofið á Walker í markinu. 2-1. Vegna spennu í Meistaradeildarleiknum missti ég svo af síðustu mínútunum.

Það, sem helst bar til tíðinda var að Luis Garcia var rekinn af velli. Ég sá atvikið aðeins í endursýningu og gat ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju Luis Garcia var rekinn útaf. Einsog ég sá þetta var brotið á Garcia, hann laminn í framan og fyrir það fékk hann rautt spjald, ásamt West Ham leikmanninum. Kannski að einhver skýri þetta betur út fyrir mér í ummælunum.

Maður leiksins: Af því, sem ég sá var Momo að leika virkilega vel. En Djibril Cisse skoraði tvö mörk í leiknum og fyrir það er hann maður leiksins.

En allavegana, þá er bara einn leikur eftir í deildinni og svo bikarúrslitaleikurinn. Varaliðið okkar vann West Ham og því ætti aðal-liðið að gera það líka, en þó veit maður aldrei hvernig hlutirnir fara í bikarnum.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 21:41 | 395 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (20)

http://www.talklfc.com/forums/index.php?showtopic=21570 já samkvæmt þessu bíður hans þriggja leikja bann!

Jónína sendi inn - 26.04.06 22:35 - (Ummæli #6)

Rafa ætlar að áfrýja rauða spjaldinu.

Sjá hér:

The referee understands the situation and he has said he will watch the video again.

'It isn't easy for the referee, but the most important thing for me is that it wasn't a serious incident and both players have apologised to the referee and each other.

Einar Örn sendi inn - 26.04.06 23:04 - (Ummæli #9)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·West Ham 1 - Liverpool 2
·LIVERPOOL 2 - chelsea 1!!!
·Blackburn 0 - L'pool 1
·Liverpool 1 - Bolton 0
·WBA 0 - L'pool 2

Síðustu Ummæli

Andri: Hvað fannst mönnum um markið hanns Morie ...[Skoða]
Magnús G: Ég er Liverpoolmaður númer 1 2 og 3 en.. ...[Skoða]
Örvar: Ég náði í þetta atvik á netinu og sá það ...[Skoða]
Arnar: Já Hannes maður er kannski of dómharður ...[Skoða]
Siggi: Já Benni minn svona er lífið, maður skil ...[Skoða]
Benni Jón: Ekki að ég vilji vera með leiðindi, en é ...[Skoða]
Hannes: Arnar, ekki dæma Kromkamp út frá því hve ...[Skoða]
Einar Örn: Ok, það er greinilegt að ég sá ekki atvi ...[Skoða]
Jón Magnús: Alveg sammála þessum rauðu spjöldum - Ga ...[Skoða]
Aggi: góður sigur og gott mál að Cissé skoraði ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Mullins, García & Arselóna
· West Ham 1 - Liverpool 2
· Liðið gegn West Ham í kvöld!
· West Ham á morgun!
· Milljónasti gesturinn
· Mogginn

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License