beach
« Byrjunarliðið gegn Chelsea! | Aðalsíða | West Ham komnir í úrslit »

22. apríl, 2006
LIVERPOOL 2 - chelsea 1!!!

LIVERPOOL Í ÚRSLIT ENSKA BIKARSINS!

facup_semifinal_celebration.jpg

Fokking jááá!!!

Okkar menn gerðu sér lítið fyrir í dag og skelltu Englandsmeisturum Chelsea í undanúrsliitum FA bikarkeppninnar á Old Trafford. Evrópumeistararnir unnu verðskuldaðan 2-1 sigur í stórskemmtilegum og hörkuspennandi leik!

Fyrir vikið erum við núna komnir í bikarúrslitin og munum mæta sigurvegaranum í viðureign morgundagsins milli West Ham og Middlesbrough á Millennium Stadium í Cardiff þann 13. maí næstkomandi, eða eftir þrjár vikur!

Og vitið þið hvað? ÞETTA VAR SVO SÆTT AÐ ÞAÐ ER VARLA HÆGT AÐ LÝSA ÞVÍ!

Fyrir leikinn voru flest allir sammála um það að þetta yrði jafn og spennandi leikur, en menn töldu þó samt að Chelsea-liðið væri líklegra … þið vitið, af því að þeir eru svo góðir í deildinni og slíkt. En ef þeir eru betra deildarliðið þá erum við pottþétt með betra bikarliðið, eins og hefur margoft sannast síðustu árin. Þannig að þetta hefði í rauninni ekki átt að koma neinum á óvart. :-)

Allavega, leikurinn gekk svona. Rafa kaus að byrja nákvæmlega með því byrjunarliði sem ég spáði:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

Gerrard - Sissoko - Alonso - Kewell
Luis García
Crouch

BEKKUR: Traoré, Hamann, Morientes, Cissé.

José Mourinho kaus hins vegar að skíta í brók með þeirri stórundarlegu ákvörðun að stilla ekki upp einum einasta sókndjarfa miðjumanni í byrjun leiks:

Cudicini

Ferreira - Gallas - Terry - Del Horno
Makelele
Geremi - Lampard - Essien

Drogba - Crespo

BEKKUR: Cech, Carvalho, Joe Cole, Duff, Robben.

Fyrstu tíu mínútur leiksins eða svo fóru í mikið taugastríð. Chelsea-mönnum gekk betur að láta boltann ganga manna á milli og það virtist sitja einhver skrekkur í okkar mönnum, en það jafnaði sig þó fljótt. Eftir um fimmtán mínútna leik fékk Didier Drogba dauðafæri en skaut framhjá. Hann var kolrangstæður en einhverra hluta vegna var ekkert dæmt, þannig að það var eins gott að hann skoraði ekki.

Við þetta færi var eins og okkar menn vöknuðu og þeir fóru að ógna Chelsea meira sóknarlega. Á 23. mínútu braut John Terry síðan á Luis García rétt fyrir utan teig og aukaspyrna var réttilega dæmd. Steven Gerrard og Sami Hyypiä stilltu sér upp til að taka það en öllum að óvörum skaut JOHN ARNE RIISE boltanum í gegnum varnarvegg Chelsea og í bláhornið. Eitt-núll!!!

Eftir þetta mark tóku okkar menn öll völd á vellinum. Harry Kewell tók að sér að pynta báða bakverði Chelsea og Alonso og Sissoko voru eins og kóngar í ríki sínu á miðjum vellinum. Þrátt fyrir að hafa fengið mörg góð færi náðu okkar menn þó ekki að bæta við og staðan í hálfleik var því eitt núll.

Í hálfleik setti Mourinho Arjen Robben inná fyrir Asier Del Horno í tilraun til að ná að jafna leikinn. Það gekk þó eitthvað illa hjá þeim, okkar menn voru enn sterkari aðilinn og svo á 53. mínútu nýtti LUIS GARCÍA sér klaufamistök í vörn Chelsea, gaf í innfyrir og skaut svo óverjandi skoti frá vítateigslínunni upp í markhornið. Tvö-núll fyrir Liverpool!!!

Eftir það gerðist hið fyrirsjáanlega. Okkar menn héldu sínum stöðum og fóru að einbeita sér að því að verjast vel og halda boltanum innan liðsins. Það var einna helst þegar Harry Kewell fékk boltann að eitthvað sniðugt gerðist, en það var líka ekkert sem benti til þess að Chelsea væru að fara að minnka muninn. Ef eitthvað er voru þeir Luis García og Peter Crouch nær því að bæta við þriðja markinu en við að fá á okkur mark.

Það gerðist þó samt á 70. mínútu og var hálfgert slys. Boltinn kom hár inní teig hjá okkar mönnum og John Arne Riise, í stað þess að hreinsa frá með hægri, ákvað að skalla boltann beint upp í loftið. Hann féll niður í miðjan teiginn þar sem Didier Drogba náði að skalla hann áður en Pepe Reina náði til hans og í markið fór hann. 2-1 var staðan og erfiðar lokamínútur framundan.

Rafa setti þá Traoré, Cissé og Morientes inná fyrir Kewell (meiðsli), Crouch og Luis García á meðan José henti Damien Duff og Joe Cole inná til að reyna að jafna metin. Þeim gekk samt erfiðlega að spila sig í gegnum vörn Liverpool og það var helst á 92. mínútu að Joe Cole fékk dauðafæri í teignum en skaut hátt yfir.

Það var bæði fögnuður og léttir sem braust út meðal stuðningsmanna Liverpool á 95. mínútu þegar dómari leiksins, Steve Bennett, flautaði loksins til leiksloka og þar með var ljóst að Steven Gerrard á góðan séns á að lyfta enn einum bikar sem fyrirliði Liverpool! The Rafalution continues! smile

MAÐUR LEIKSINS: Allt liðið eins og það lagði sig spilaði vel, allt frá Reina í markinu til varamannanna, en það var bar einn leikmaður sem bar höfuð og herðar yfir alla aðra á vellinum í dag. HARRY KEWELL lék í dag sennilega sinn besta leik fyrir Liverpool og meira og minna allt sem við sköpuðum fór í gegnum hann. Hann var svo dóminerandi í dag að hættulegustu sóknir okkar upp hægri kantinn komu þegar hann fór þangað yfir, ekki í gegnum Gerrard. Frábær leikur hjá þeim ástralska og ef við hömpum bikarnum eftir þrjár vikur verður hann ein af hetjum tímabilsins! Þvílík endurkoma hjá honum í vetur!!!

Jæja, njótið sigurvímunnar … :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 19:10 | 866 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (33)

Hér má finna highlight úr leiknum. Snilldin er síðustu fimm sekúndurnar þegar Mourinho er sýndur á vellinum "þakka" Lampard fyrir leikinn... Hann virðist ætla að klappa honum á kinnina, en rekur honum síðan dúndur löðrung... :-)

Kiddi sendi inn - 22.04.06 23:53 - (Ummæli #17)

Þetta var virkilega sætur sigur og fyllilega verðskuldaður hvað sem öllu væli frá Mourinho og stuðningsmönnum Chelsea líður. Reyndar gerir það sigurinn bara skemmtilegri að vælið úr herbúðum Chelsea er svona mikið. Móri hefur alltaf verið tapsár og að blanda ágætum dómara eða stöðunni í deildinni inn í málið er auðvitað bara hlægilegt. Síðan hvenær hefur staðan í deildinni skipt máli í leikjum FA Cup? Greinilegt að Móri á eitthvað eftir ólært hvað útsláttarkeppni varðar. Annars dæma ummæli hans sig sjálf og sömuleiðis framkoma hans gagnvart Benitez eftir leikinn.

Við nýttum færin okkar í dag, spiluðum vel í klukkutíma og unnum góðan sigur. Mér fannst við falla alltof langt til baka síðasta hálftímann og pressan var töluverð. Það var algjör óþarfi að gefa Chelsea öll ráð á vellinum síðasta korterið. En Chelsea skoraði bara einu sinni og síðast þegar ég vissi þá voru það mörkin sem ráða úrslitum í leikjum!

Við eigum eftir erfiðan úrslitaleik gegn West Ham / Middlesbrough og þurfum að spila almennilega til að vinna þann leik. Það má alls ekki fara inn í þann leik með eitthað vanmat. En reynsla þessa Liverpool liðs af úrslitaleikjum er mikil og ég er því ágætlega bjartsýnn.

En annað árið í röð hafa Liverpool menn slegið skugga á sigurgleði Chelsea manna í Úrvalsdeildinni. Ég veit ekki um ykkur hin en mér finnst það æðislegt :-)

Gummi H sendi inn - 23.04.06 00:33 - (Ummæli #19)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 3 - Aston Villa 1
·Baros mætir á Anfield á morgun.
·West Ham 1 - Liverpool 2
·LIVERPOOL 2 - chelsea 1!!!
·Blackburn 0 - L'pool 1

Síðustu Ummæli

GOTT LIÐ: :-) :sm ...[Skoða]
Davíð LFC FAN nr:1: ÞETTA VAR NÆSTBESTA TILFINNIG SEM ÉG HEF ...[Skoða]
Aggi: Klassa sigur og ekki verra að þetta var ...[Skoða]
Svavar: Yndislegt!!!! Til hamingju púllarar... ...[Skoða]
Clinton: Sælir og innilega til hamingju! Mikið v ...[Skoða]
Haukur H. Þórsson: Ætlaði ekki að vera með neinn hroka í ga ...[Skoða]
trausti: það er ansi gaman að lesa ummæli morinih ...[Skoða]
Siggi: Þessi er gull <img src="http://cac ...[Skoða]
OliFr: p.s. þið verðið nú að breyta um tímabel ...[Skoða]
OliFr: Glæsilegur sigur! Sammála þessu með Ciss ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Liverpool 3 - Aston Villa 1
· Liðið gegn Villa
· Baros mætir á Anfield á morgun.
· Garcia verður í banni
· Gonzales vill bara spila fyrir Liverpool
· Mullins, García & Arselóna

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License