beach
« Byrjunarliðið gegn Bolton | Aðalsíða | Lið helgarinnar »

09. apríl, 2006
Liverpool 1 - Bolton 0

_41541416_fowler270.jpgJæja, við náðum að klára erfitt Bolton lið á Anfield í dag.

Afmælisbarn dagsins, Robbie Fowler - sem varð 31 árs í dag, var hetja leiksins og skoraði eina markið í leiknum. Hann fór sennilega langt með að tryggja sér nýjan samning hjá liðinu fyrir næsta tímabil.

Við þurfum núna aðeins 5 stig úr síðustu fjórum leikjunum til að tryggja okkur þriðja sætið og erum núna tveim stigum á eftir manchester united í baráttunni um annað sætið, en manchester united á tvo leiki til góða.

Þegar ég skrifa þetta er liðið að fara að spila við Arsenal og vonandi að Arsenal nái að vinna þann leik, því manchester united á enn eftir að spila við Tottenham og Chelsea og gætu alveg misst þetta frá sér.

En allavegana, þetta var baráttuleikur og Liverpool byrjaði svona:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

Cisse - Gerrard - Alonso - Kewell

Fowler - Crouch


Ég vil nú helst skrifa mikið um fyrri hálfleikinn, þar sem hann var dapur hjá Liverpool. Bolton var komið til að sækja jafntefli, en þeir sóttu þó eitthvað fyrstu mínúturnar og Stelios hefði getað skorað, en Pepe varði vel frá honum úr dauðafæri.

Liverpool átti í basli og gerðu lítið skapandi. Þegar að komið var í uppbótartíma í fyrri hálfleik átti Steve Finnan þó háa sendingu inná teig, þar sem að Robbie Fowler flikkaði boltann á Peter Crouch, sem hélt boltanum vel, lét hann svo detta fyrir Robbie Fowler sem setti boltann með vinstri fætinum í hægra hornið, óverjandi fyrir Jussi í marki Bolton. Frábært mark.

Í seinni hálfleik gerði Rafa breytingar á liðinu og setti Luis Garcia á kantinn í staðinn fyrir Cisse. Það borgaði sig heldur betur og Garcia var sí-ógnandi í seinni hálfleik.l Fyrsta korterið var nánast einstefna að marki Bolton og Liverpool hefði auðveldlega getað bætt við mörkum. Gerrard færði sig framar á völlinn og setti í annan gír og mun meira kom útúr Kewell og Garcia á köntunum.

En Liverpool náði ekki að skora, þrátt fyrir mörg færi. Bolton ógnaði aldrei marki Liverpool að neinu ráði og því var sigurinn ekki í mikilli hættu.


Maður leiksins: Liverpool lék illa í fyrri hálfleik, en vel í þeim seinni. Að mínu mati var okkar besti maður Xabi Alonso. Hann hefur verið að leika algjörlega frábæra síðustu vikur og dagurinn í dag var engin undantekning. Hann tók í raun við hlutverki Momo, þar sem hann var að vinna bolta útum allt og svo var hann að ksila boltanum vel frá sér. Frábær leikur.

En semsagt, við þurfum bara 5 stig úr síðustu 4 leikjunum til að tryggja okkur þriðja sætið og vonandi að Arsenal setji pressu á manchester united á eftir, því annað sætið er enn fjarlægur möguleiki. Eftir viku er það Blackburn á Ewood Park og svo leikur gegn ónefndu liði í undanúrslitum enska bikarsins.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 15:58 | 470 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 1 - Bolton 0
·WBA 0 - L'pool 2
·Liverpool 3 - Everton 1
·Birmingham - Liverpool 0-7
·Newcastle 1-3 Liverpool

Síðustu Ummæli

Andri: Tek undir Kristján, Reina er rosalegur. ...[Skoða]
Kristján V: Góð 3 stig í hús, þetta eru nefninlega l ...[Skoða]
Hafliði: Bévítans ManUre voru að enda við að vinn ...[Skoða]
Kristján Atli: Til hamingju með daginn, Robbie! Ég veit ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Lið helgarinnar
· Liverpool 1 - Bolton 0
· Byrjunarliðið gegn Bolton
· Bolton á sunnudag!
· ?
· Molar og mylsna

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License