beach
« Kemur Adriano í sumar? | Aðalsíða | Fowler hefur skorað meira en Dalglish. »

01. apríl, 2006
WBA 0 - L'pool 2

Þetta var sérdeilis ágætt. Okkar menn skelltu sér í dag á The Hawthorns, heimavöll West Bromwich Albion og unnu þar verðskuldaðan 2-0 sigur, en fyrir vikið er þriðja sætið nánast í höfn.

Tottenham töpuðu fyrr í dag fyrir Newcastle og Arsenal unnu stórsigur á Aston Villa, þannig að nú þegar fimm umferðir eru eftir erum við með 67 stig, tólf stigum meira en Tottenham og fjórtán stigum meira en Arsenal! Arsenal eiga reyndar leik til góða og geta farið upp fyrir Tottenham í fjórða sætið, en yrðu þá samt ellefu stigum á eftir okkar mönnum, og við töpum því einfaldlega ekki niður á fimm umferðum.

Hins vegar þá unnu manchester united í dag baráttuútisigur gegn Bolton Wanderers og eru því enn fimm stigum á undan okkur og með leik til góða, þannig að mér sýnist við vera blikkfastir í þriðja sætinu fram á vorið nema eitthvað stórkostlegt gerist.

En allavega, víkjum aftur að leiknum í dag. Rafa stillti liðinu svona upp:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

Cissé - Sissoko - Alonso - Kewell

Crouch - Fowler

BEKKUR: Dudek, Warnock, Kromkamp, García, Morientes.

Leikurinn var varla byrjaður þegar, á sjöttu mínútu, Djibril Cissé elti frábæra stungusendingu Xabi Alonso innfyrir vörn heimamanna. Hann óð inní teiginn og gaf hann svo til hliðar, framhjá Rob Kuszczak í markinu og þar kom Robbie Fowler aðvífandi og setti boltann í netið. 1-0 fyrir Liverpool.

Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var Liverpool með yfirburði á vellinum. Okkar menn voru ekki að spila neinn þrusubolta en voru þó augljóslega nokkrum klössum ofar en West Bromwich-menn og ef ekki hefði verið fyrir nokkrar lélegar boltamóttökur og/eða sendingar hefðu Crouch og Cissé átt að geta verið búnir að bæta báðir við mörkum áður en annað markið loks kom.

Undir lok hálfleiksins fékk Pepe Reina boltann í hendurnar eftir máttlausa sókn heimamanna. Hann rúllaði honum á Xabi Alonso sem sótti hann alveg niður að vítateig, leit upp yfir völlinn og sendi svo stórkostlega 70-metra sendingu innfyrir vörn heimamanna, þar sem hraðlestin Djibril Cissé kom aðvífandi, tók boltann með sér og lék framhjá Kuszczak í markinu og skoraði svo í tómt netið. 2-0 var staðan í hálfleik og eftirleikurinn bara auðveldur!

Í seinni hálfleik var eins og okkar menn stigu aðeins af bensíngjöfinni og settu bílinn bara í hlutlausan gír; við vorum enn betra liðið á vellinum en hálfleikurinn fór mestmegnis í miðjumoð og stöku stungusendingu inná Cissé. Hann var nærri því búinn að bæta við sínu öðru marki og þriðja marki leiksins úr einni slíkri frá Jamie Carragher, en skaut beint í fangið á Kuszczak sem bjargaði.

Um miðbik hálfleiksins tók Rafa svo þá Fowler, Crouch og loks Cissé útaf fyrir þá García, Morientes og Kromkamp og var augljóslega að hugsa um að gefa mönnum smá hvíld. Crouch hafði unnið vel í leiknum en ekki átt neinn stjörnuleik samt, á meðan Fowler og Cissé voru búnir að skila þremur stigum í hús með góðum mörkum sínum.

Undir lokin var Fernando Morientes svo nálægt því að bæta við þriðja markinu þegar hann potaði framhjá úr góðu færi eftir gott upphlaup Harry Kewell, sem var mjög góður í þessum leik. En inn vildi boltinn ekki og lokatölurnar urðu því 2-0 fyrir Liverpool, og eins og áður sagði held ég að þriðja sætið sé hér með í höfn!

MAÐUR LEIKSINS: Liðið var, eins og áður sagði, meira og minna í hlutlausum gír í dag. Eftir að við komumst yfir snemma leiks var þetta eiginlega aldrei í hættu og fyrir utan 7-0 sigurinn á Birmingham um daginn gæti þessi sigur í dag vel hafa verið sá auðveldasti á útivelli í vetur. Reina varði þrisvar vel frá Zoltan Gera í upphafi seinni hálfleiks, vörnin stóð fyrir sínu og þeir Cissé og Kewell voru ógnandi á vængjunum. Cissé og Fowler fá líka hrós fyrir að hafa skorað í þessum leik.

Ef ég ætti að velja einhverja þá myndi ég samt hiklaust útnefna Xabi Alonso og Momo Sissoko sem menn leiksins í dag. Þeir stóðu einfaldlega höfuð og herðar yfir aðra leikmenn á vellinum; Alonso stjórnaði spilinu eins og honum einum er lagið (hversu heppnir eru Spánverjar að eiga hann, Xavi Hérnandez hjá Barca OG Francesc Fabregas?) og átti tvær killer-stungusendingar sem leiddu til marka liðsins í dag. Honum við hlið var Momo svo eins og versta martröð WBA-manna, ég veit ekki hvað hann vann oft af þeim boltann en það er alveg ljóst að það er okkur ómetanlegt að vera búnir að fá “Mulligan” svona sterkan inn aftur, talsvert fyrr en ætlað var. Með þessa tvo leikmenn á miðjunni okkar er ekki að furða að liðið sé farið að sakna fjarveru Steven Gerrard minna nú en það hefur oft áður gert! :-)

Næsti leikur er svo á sunnudag eftir rúma viku, á Anfield gegn Bolton Wanderers. Það er leikur sem við verðum að vinna, við erum þegar komnir með níu stigum fleira en á öllu síðasta tímabili (58 stig í fyrra, erum í 67 stigum núna með fimm leiki til góða). Ef við vinnum alla þá leiki sem eftir eru (raunhæfur möguleiki) náum við upp í 82 stig en ég hugsa að markmiðið úr því sem komið er hljóti að vera að ná 75 stigum. Fyrir tímabilið talaði ég um að ég vildi sjá liðið komast í svona annað til þriðja sætið, örugglega inn í Meistaradeildarsæti og ná 70 stigum á heilu tímabili og það markmið er nú þegar í höfn, þannig að það dylst engum hversu mikil þróun hefur átt sér stað undir stjórn Rafael Benítez í vetur.

Jæja, enn eitt vikufríið framundan. Gaman að því.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 18:05 | 925 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (5)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·WBA 0 - L'pool 2
·Liverpool 3 - Everton 1
·Birmingham - Liverpool 0-7
·Newcastle 1-3 Liverpool
·L'pool 5 - Fulham 1

Síðustu Ummæli

Magginn!: Svo eiga nú spánverjar Arteta líka, ágæt ...[Skoða]
einsi kaldi: var fínn leikur 2-0 (eins og ég spáði) m ...[Skoða]
Aggi: Þetta var fínn sigur en leikurinn sjálfu ...[Skoða]
Hannes: Auðvitað ætti markmiðið núna að vera að ...[Skoða]
Andri Már Sigurðsson: Já frábær leikur... enn ég vona svo inni ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Fowler hefur skorað meira en Dalglish.
· WBA 0 - L'pool 2
· Kemur Adriano í sumar?
· Liverpool í Brussel
· WBA á The Hawthorns á morgun.
· Nytsamlegar upplýsingar um Liverpool.

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License