beach
« Staðan í deildinni | Aðalsíða | Liðið gegn Newcastle! »

18. mars, 2006
Gonzalez í beinni á SÝN!

Fyrir þá sem hafa áhuga þá er Mark ‘Speedy’ Gonzalez í byrjunarliði Real Sociedad, sem mæta Barcelona í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn núna kl. 19:00. Ég hvet alla áhuga sama um kappann til að horfa á þennan leik, mun kannski bæta aðeins við þessa færslu með umsögn um það hvernig hann stóð sig að leik loknum.

Já, og Mikel Alonso bróðir Xabi er einnig í liði Sociedad, þannig að við Púllararnir höfum nægar ástæður til að horfa á þennan leik. Ekki það að knattspyrnuunnendur þurfi ástæður til að horfa á Barca þessa dagana … :-)

Uppfært: Jæja, þessi leikur er að klárast og Barca eru að vinna 0-2 útisigur. Larsson og Eto’o skoruðu mörk þeirra, en Mark Gonzalez átti hættulegasta færi Sociedad í fyrri hálfleik, þegar hann lék á tvo menn glæsilega úti á kanti og skaut svo af 30-35 metrunum ótrúlega föstu skoti sem small í stönginni og svo í bakinu á Victor Valdez markverði, sem greip hann síðan. Börsungar voru heppnir að Speedy skoraði ekki þar.

Annars fór Speedy hægt af stað í þessum leik en vann sig fljótt inn í hann og var pottþétt mest ógnandi leikmaður Sociedad í fyrri hálfleiknum, ásamt kannski Nihat í framlínunni. Oleguer réði ekkert við hann úti á hægri vængnum og hann hefði hæglega getað skorað með langskoti sínu, auk þess sem hann átti nokkrar hættulegar fyrirgjafir.

Í síðari hálfleik týndist hann svo aðeins og var loks tekinn útaf á 68. mínútu, en þulurinn hafði orð á því að hann væri nú enn að spila sig í leikform eftir að hafa misst úr einhverja 8-9 mánuði á síðasta ári vegna meiðslanna sem hann hlaut hjá Albacete, auk þess sem hann gat ekkert spilað fyrir Liverpool.

Ég hlakka til að sjá þennan strák á Anfield, fá skásendingu frá Alonso og vera með boltann í nógu svæði við vítateigshornið, einn gegn bakverði andstæðinganna, eins og við sjáum Kewell svo oft gera. Þar ætti Gonzalez að vera stórhættulegur, maður gegn manni og líka þar sem hann er greinilega algjör sleggja.

Góður leikmaður hér á ferð og ef hann nær að aðlagast enskri knattspyrnu geri ég mér miklar vonir.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 18:59 | 354 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·L'pool 5 - Fulham 1
·Arsenal - Liverpool 2-1
·L'pool 0 - Benfica 2
·L'pool 0 - Charlton 0
·Liverpool 1-0 Manchester City

Síðustu Ummæli

Hannes: Takk Kristján Atli. Einmitt það sem ég h ...[Skoða]
eikifr: Ég hefði hatað hann til æviloka ef hann ...[Skoða]
eikifr: Ég hefði hatað hann til æviloka ef hann ...[Skoða]
árni úrsbekistanq: ég verð að segja að okkar maður sýndi ek ...[Skoða]
villi sveins: Ég var að pæla. Ef ég segi orðið chelsea ...[Skoða]
Kristján Atli: **VINSTRI**. En getur þó spilað báðu meg ...[Skoða]
Hannes: Ég hef aldrei náð því almennilega, hvort ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Liðið gegn Newcastle!
· Gonzalez í beinni á SÝN!
· Staðan í deildinni
· Newcastle á morgun!
· Rafa: Af hverju ætti ég að vilja fara?
· Torres

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License