beach
« Þetta er hafið! | Aðalsíða | Arsenal á morgun! »

10. mars, 2006
Momo æfir, Carson lánaður & annað ...

Jæja, nokkrar fréttir af liðinu okkar í dag og tvær greinar sem er vert að líta á:

Momo Sissoko er byrjaður að æfa á Melwood á nýjan leik og Rafa segist jafnvel vonast til að hann geti spilað aftur áður en marsmánuður er úti. Það yrði frábært ef af því yrði. Í sömu frétt segist Rafa einnig vonast til að Sami Hyypiä komi inní liðið fyrir leikinn á sunnudag gegn Arsenal, en að John Arne Riise sé meiddur og verði frá í 2-3 vikur. Þannig að þeir ykkar sem hafið ofnæmi fyrir Traoré og/eða Warnock skuluð bólusetja ykkur fyrir leikinn á sunnudaginn.

Þá hefur markvörðurinn ungi, Scott Carson farið á láni til Sheffield Wednesday í einn mánuð. Þeir eru í vandræðum með meiðsli hjá markvörðum sínum og því gæti Carson fengið að spila 3-5 leiki fyrir þá á þessu tímabili, sem væri ekki slæmt.

Að lokum þá las ég tvær góðar greinar í dag sem mig langar til að mæla með:
Paul Tomkins: Champions League Exit - The Inquest. Tomkins er besti pistlahöfundurinn á netinu í dag og þessi grein, sem fjallar m.a. um framherjana, er greinargóð og vel ígrunduð.
Arsenal.com: Emanuel Adebayor vs. Peter Crouch. Greinin sjálf er ekkert spes, fjallar bara um það hvernig báðir leikmennirnir hafa gengið til liðs við liðin sín á undanförnum misserum, en þið verðið að skoða tölfræðina á botninum. Til dæmis, þá hefur Crouch skorað 4 mörk í 24 leikjum í deildinni fyrir Liverpool, en Adebayor hefur þegar skorað 2 mörk í 5 leikjum síðan hann gekk til liðs við Arsenal í janúar. Þá er Adebayor ekki með neinar stoðsendingar ennþá en það kom mér á óvart að sjá að Crouch er bara með tvær sér til tekna. Tvær stoðsendingar?!?!? Þessi tölfræði lítur ekki vel út fyrir Crouch, hann verður að bæta sig ef hann ætlar að vera framtíðarmaður í liði Liverpool.

Jæja, nóg í bili.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 17:02 | 315 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·L'pool 0 - Benfica 2
·L'pool 0 - Charlton 0
·Liverpool 1-0 Manchester City
·Benfica 1 - L'pool 0
·Liverpool 1 - Man U 0

Síðustu Ummæli

Hannes: Baros, ertu að grínast? ...[Skoða]
Baros: Ég held að við ættum að festa kaup á Lua ...[Skoða]
Siggi: OK, eg skil ekki af hverju liverpool tar ...[Skoða]
Óli J.: Mér þætti nú reyndar fróðlegt að sjá hve ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Arsenal á morgun!
· Momo æfir, Carson lánaður & annað ...
· Þetta er hafið!
· Rafa "heimtar" pening til leikmannakaupa!
· L'pool 0 - Benfica 2
· Byrjunarliðið er komið!

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License