beach
« Hyypia meiddur. | Aðalsíða | Gæti Rafa farið í sumar? »

05. mars, 2006
Fullt af góðum fréttum

Jæja, það eru þrír dagar í hinn gríðarlega mikilvæga seinni leik gegn Benfica í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, og góðar fréttir eru akkúrat það sem læknirinn ráðlagði okkur í dag:

  • Sami Hyypiä er heill heilsu og mun því verða í fremstuöftustu víglínu gegn Benfica á miðvikudaginn. Það eru vissulega góðar fréttir, þar sem Daniel Agger má ekki spila í Meistaradeildinni og því hefðum við væntanlega þurft að nota Djimi Traoré í miðri vörninni án Hyypiä. Til þess kemur þó sem betur fer ekki.

  • Momo Sissoko ætlar að spila aftur á þessu tímabili. Hann er ákveðinn, strákurinn, og það er hughreystandi að lesa svona:

“”This has all come at such a bad time for me. I feel I have been playing some of my best football and really settling into the English way. But I’ve promised myself I will play again before the end of May. Maybe the FA Cup or Champions League Final will be the game when I return.”

Ég segi nú bara um Momo eins og um Bolo Zenden: ég skal bjóða þá velkomna með glöööðu geði í úrslitaleik, Meistaradeildarinnar í París um miðjan maí! :-)

  • Stevie G:”Við munum ekki gefast upp í Meistaradeildinni!” Fyrirliðinn okkar minnir alla sem að klúbbnum koma, starfsmenn sem og stuðningsmenn, á að við erum Evrópumeistarar og að leikmennirnir hafa ekki í hyggju að stíga niður af þeim stalli á næstunni. Ég held að Benfica-menn viti ekkert hvað þeir eru að fara að kalla yfir sig á miðvikudaginn, því okkar menn verða sennilega sjöfalt grimmari og ákafari í sigur á Anfield en þeir voru í Portúgal. Ég hlakka til!

  • Nando: “Evrópukvöldin á Anfield eru þau bestu sem ég hef upplifað!” Segir maður sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar með Real Madríd, og farið í úrslit hennar með Mónakó. Þannig að ef honum finnst Evrópukvöldin á Anfield svona spes segir það mikið um Liverpool og stuðningsmennina. Mjög mikið:

“The atmosphere in the Champions League is even better than at the World Cup and when we beat Chelsea at Anfield in the semi-final, it was unbelievable, the best I’ve ever experienced. I even phoned home and said to my father, ‘Dad, I’ve never seen anything like this’. He said, ‘But you played for Real Madrid!’ Of course, the atmosphere was good in Madrid on European nights but at Liverpool, it’s unique, the people really lift the players.

The Benfica coach, Ronald Koeman, was one of my idols as a child. He was a top-class footballer and now he is proving to be one of the best coaches in Europe. But his team is not one of the best in the world and we all believe we can beat them.”

Nákvæmlega. Morientes var sjokkeraður, José Mourinho var sjokkeraður, allt Chelsea-liðið, allt Juventus-liðið, allt Leverkusen-liðið, allt Olympiakos-liðið, allt Mónakó-liðið … allir voru sjokkeraðir. Ég endurtek: Benfica vita EKKERT hvað bíður þeirra

Ég verð að viðurkenna að ég var frekar fljótur að láta gremjuna vegna jafnteflisins í gær lönd og leið, og er það þessum leik gegn Benfica að þakka. Ég hef ennþá stórar áhyggjur af því hvaðan við eigum að fá þessi tvö mörk, en ég er samt einhvern veginn bara svo sannfærður um að við förum í gegnum þennan leik og inn í 8-liða úrslitin að það nálgast fullvissu. Morientes viðurkennir í viðtali sínu að hann hafi líka hugsað um markaþurrðina, en að hann sé samt bjartsýnn á sigur gegn Benfica.

Ég er líka bjartsýnn á sigur gegn þeim. Þrír dagar og nú teljum við niður … :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 15:59 | 591 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (17)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·L'pool 0 - Charlton 0
·Liverpool 1-0 Manchester City
·Benfica 1 - L'pool 0
·Liverpool 1 - Man U 0
·L'pool 1 - Arsenal 0

Síðustu Ummæli

Aron: Og ég bara spyr hafa menn ek ...[Skoða]
Stjáni: Hvernig væri að setja upp stuðningsmanna ...[Skoða]
Don Fragapane: ... og eitt hérna til að hafa eitthvað a ...[Skoða]
Don Fragapane: ... og eitt hérna til að hafa eitthvað a ...[Skoða]
Don Fragapane: Ég gæti gert betur ef þið teljið það mar ...[Skoða]
Gunnar: Þurfa menn ekkert að stunda vinnu eða hv ...[Skoða]
Aron: Geri aðrir betur </blockquot ...[Skoða]
Kristján Atli: Að gefnu tilefni skal það tekið fram að ...[Skoða]
Gummi H: Ok. Það er náttúrulega ekki hægt að kepp ...[Skoða]
Einar Örn: >Geri aðrir betur Ég skal reyna. Ég ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Gæti Rafa farið í sumar?
· Fullt af góðum fréttum
· Hyypia meiddur.
· L'pool 0 - Charlton 0
· Charlton á morgun!
· Gerrard sá besti.

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License