05. mars, 2006
Jæja, það eru þrír dagar í hinn gríðarlega mikilvæga seinni leik gegn Benfica í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, og góðar fréttir eru akkúrat það sem læknirinn ráðlagði okkur í dag:
Sami Hyypiä er heill heilsu og mun því verða í fremstuöftustu víglínu gegn Benfica á miðvikudaginn. Það eru vissulega góðar fréttir, þar sem Daniel Agger má ekki spila í Meistaradeildinni og því hefðum við væntanlega þurft að nota Djimi Traoré í miðri vörninni án Hyypiä. Til þess kemur þó sem betur fer ekki.
Momo Sissoko ætlar að spila aftur á þessu tímabili. Hann er ákveðinn, strákurinn, og það er hughreystandi að lesa svona:
“”This has all come at such a bad time for me. I feel I have been playing some of my best football and really settling into the English way. But I’ve promised myself I will play again before the end of May. Maybe the FA Cup or Champions League Final will be the game when I return.”
Ég segi nú bara um Momo eins og um Bolo Zenden: ég skal bjóða þá velkomna með glöööðu geði í úrslitaleik, Meistaradeildarinnar í París um miðjan maí!
Stevie G:”Við munum ekki gefast upp í Meistaradeildinni!” Fyrirliðinn okkar minnir alla sem að klúbbnum koma, starfsmenn sem og stuðningsmenn, á að við erum Evrópumeistarar og að leikmennirnir hafa ekki í hyggju að stíga niður af þeim stalli á næstunni. Ég held að Benfica-menn viti ekkert hvað þeir eru að fara að kalla yfir sig á miðvikudaginn, því okkar menn verða sennilega sjöfalt grimmari og ákafari í sigur á Anfield en þeir voru í Portúgal. Ég hlakka til!
Nando: “Evrópukvöldin á Anfield eru þau bestu sem ég hef upplifað!” Segir maður sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar með Real Madríd, og farið í úrslit hennar með Mónakó. Þannig að ef honum finnst Evrópukvöldin á Anfield svona spes segir það mikið um Liverpool og stuðningsmennina. Mjög mikið:
“The atmosphere in the Champions League is even better than at the World Cup and when we beat Chelsea at Anfield in the semi-final, it was unbelievable, the best I’ve ever experienced. I even phoned home and said to my father, ‘Dad, I’ve never seen anything like this’. He said, ‘But you played for Real Madrid!’ Of course, the atmosphere was good in Madrid on European nights but at Liverpool, it’s unique, the people really lift the players.
The Benfica coach, Ronald Koeman, was one of my idols as a child. He was a top-class footballer and now he is proving to be one of the best coaches in Europe. But his team is not one of the best in the world and we all believe we can beat them.”
Nákvæmlega. Morientes var sjokkeraður, José Mourinho var sjokkeraður, allt Chelsea-liðið, allt Juventus-liðið, allt Leverkusen-liðið, allt Olympiakos-liðið, allt Mónakó-liðið … allir voru sjokkeraðir. Ég endurtek: Benfica vita EKKERT hvað bíður þeirra …
Ég verð að viðurkenna að ég var frekar fljótur að láta gremjuna vegna jafnteflisins í gær lönd og leið, og er það þessum leik gegn Benfica að þakka. Ég hef ennþá stórar áhyggjur af því hvaðan við eigum að fá þessi tvö mörk, en ég er samt einhvern veginn bara svo sannfærður um að við förum í gegnum þennan leik og inn í 8-liða úrslitin að það nálgast fullvissu. Morientes viðurkennir í viðtali sínu að hann hafi líka hugsað um markaþurrðina, en að hann sé samt bjartsýnn á sigur gegn Benfica.
Ég er líka bjartsýnn á sigur gegn þeim. Þrír dagar og nú teljum við niður …