beach
« Byrjunarliðið gegn Benfica: | Aðalsíða | Momo á spítala (uppfært: alvarleg meiðsli!) »

21. febrúar, 2006
Benfica 1 - L'pool 0

benfica_garcia.jpgÍ kvöld gerðu Evrópumeistarar Liverpool sér lítið fyrir og töpuðu á útivelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, gegn Benfica, með einu marki gegn engu. Fyrir vikið er ljóst að ætli okkar menn sér áframhaldandi þátttöku í þessari keppni er lítið annað en tveggja marka sigur sem kemur til greina á Anfield. Liverpool-klúbburinn er frægur fyrir frábær Evrópukvöld á Anfield-leikvanginum, og nú er alveg ljóst að það dugir ekkert minna en að endurskapa þá stemningu eftir tvær vikur sem ríkti á Anfield gegn Olympiakos og Chelsea á sl. leiktíð.

Allavega, Rafa hvíldi Steven Gerrard og Peter Crouch í kvöld og hóf leik með eftirfarandi lið:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

García - Alonso - Sissoko - Kewell

Fowler - Morientes

BEKKUR: Dudek, Warnock, Traoré, Hamann, Gerrard, Cissé, Crouch.

Það var varla liðin hálf mínúta þegar Luis García fékk gult spjald fyrir ljóta tæklingu, og hefði þess vegna getað fengið rautt að mínu mati. Momo Sissoko meiddist á 30. mínútu og varð að fara útaf fyrir Didi Hamann, og svo á síðasta hálftímanum komu þeir Steven Gerrard og Djibril Cissé inn fyrir Robbie Fowler og Fernando Morientes í leit að sigurmarkinu, en þess í stað varð aulaskapur og kæruleysi okkar manna til þess að Benfica náðu að skora á hinum endanum.

Það þarf í rauninni ekkert að segja frá gangi leiksins. Í heilar 96 mínútur var þetta leiðinlegur leikur, hvorugt liðið virtist geta skapað eitthvað af viti og það næsta sem bæði lið komust því að skora var þegar boltinn hrökk af bakinu á Fowler og framhjá markverði Benfica, en varnarmaður kom þar strax aðvífandi og hreinsaði frá í horn. Og þegar þetta er hættulegasta tækifærið í leik, þá er mikið sagt.

Þegar sex mínútur eða svo voru til leiksloka fengu Benfica-menn aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Miðjumaðurinn Petit lyfti boltanum yfir varnarvegginn og inní teiginn, þar sem miðvörðurinn Luisao kom aðvífandi og skallaði óáreittur í markið. Sami Hyypiä var með hann í góðri gæslu, og Steve Finnan stóð álengdar og horfði á, en þegar boltinn datt niður í teiginn þá virtist Hyypiä bara ekki hafa kraft í að ráðast á hann eins og Luisao gerði og því fór sem fór. Eitt - núll tap staðreynd í leik sem við stjórnuðum allan tímann, án þess þó að leika nokkurn tímann vel, en á endanum var það einbeitningin og kæruleysið sem urðu okkur að falli í þessum leik.

Ég nenni ekkert að fara yfir það hverjir voru menn leiksins, því mér fannst enginn leika neitt sérlega vel hjá okkur. Ég meina, þetta var engin frammistaða til að vera reiður yfir eða neitt, menn voru kannski ekki beint að leika illa, en samt lék enginn vel … ef þið skiljið hvað ég á við. Til dæmis, þá var vörnin að skila sínu þangað til þeir Finnan og Hyypiä ákváðu að gefa Luisao frían skalla á markteignum. Og Morientes og Fowler unnu vel allan leikinn og börðust, en það breytir því ekki að þeir ógnuðu marki Benfica ekkert. Alonso, Sissoko og síðar Hamann og Gerrard voru með öll völd á miðjunni en gerðu samt nær ekkert að viti með þau, á meðan García og Kewell á köntunum voru duglegir að komast í maður-á-mann stöðu en nýttu það nær aldrei.

Sem sagt, liðið var ekki að leika beinlínis illa … en það var sko langt því frá að leika vel. Og svo kórónuðu menn sinnuleysið í kvöld með því að fá á sig ódýrt mark undir lok leiksins.

Hvað tekur við? Jú, eftir tvær vikur mætast þessi lið aftur á Anfield og þá tel ég víst að Benfica-liðið muni pakka í vörn og treysta á að ná að halda hreinu og/eða nikka einu inn eftir skyndisókn. Það er slæmt að skora ekki á útivelli og tapa, því það er nógu erfitt að þurfa að skora tvö mörk á heimavelli til að komast áfram - en ef Benfica nær að skora á Anfield þurfum við að skora þrjú´. Og hvar við eigum að fá þrjú mörk í einum leik þessa dagana, með þessa framherja okkar alla saman, veit ég bara ekki.

Eitt - núll tap í kvöld. Ég nenni ekki að svekkja mig á þessu, ætla ekki að panikka yfir þessu því við höfum vissulega séð það verra (hóst- ISTANBÚL -hóst) en þetta verður samt mjög erfitt eftir tvær vikur.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 21:47 | 714 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (14)

Semsagt, á Anfield þá fáum við á okkur eitt mark í fyrri hálfleik og skorum svo þrjú í seinni hálfleik. Einsog í þessum leik. Við fórum ekki auðveldu leiðina að Evrópumeistaratitlinum í fyrra og það bjóst enginn við að þetta yrði auðvelt núna. Það er ekkert gaman nema það sé smá fjör í þessu. :-)

Einar Örn sendi inn - 21.02.06 22:27 - (Ummæli #5)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Benfica 1 - L'pool 0
·Liverpool 1 - Man U 0
·L'pool 1 - Arsenal 0
·Wigan 0 - Liverpool 1
·Charlton 2 - "Liverpool" 0

Síðustu Ummæli

Ingi: Einn svekktur ! Þetta var náttúrulega f ...[Skoða]
robbi: mér gæti skjátlast, en ég held að ummæli ...[Skoða]
Krizzi: Þetta var leiðinlegur leikur í meira lag ...[Skoða]
Einar Örn: >Ef við getum ekki lagt þá á heimavelli ...[Skoða]
Eiki Fr: Benfica hékk ekkert í vörn í þessum leik ...[Skoða]
villi sveins: blússandi sóknarleikurinn sem Rafa lofað ...[Skoða]
Hafliði: MOMO IN HOSPITAL AFTER SERIOUS EYE INJUR ...[Skoða]
Óli J.: Einar, ég er reyndar hjartanlega sammála ...[Skoða]
Eiki Fr: Það er skrýtið að tapa leik þar sem aðei ...[Skoða]
Einar Örn: Semsagt, á Anfield þá fáum við á okkur e ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Momo á spítala (uppfært: alvarleg meiðsli!)
· Benfica 1 - L'pool 0
· Byrjunarliðið gegn Benfica:
· Stevie um leikinn í kvöld
· Benfica annað kvöld!
· Birmingham í 8-liða úrslitum.

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License