beach
« Liðið móti Man U | Aðalsíða | Nýr Carra ? »

18. febrúar, 2006
Liverpool 1 - Man U 0

_41348482_crouchy270.jpgHEFND

Mikið var þetta nú sætt. Fjórum vikum eftir að manchester united unnu óverðskuldaðan sigur á Liverpool í ensku deildinni og Gary Neville fagnaði einsog fáviti, þá tókst okkar mönnum að hefna sín á Anfield í dag með að slá manchester united útúr FA bikarnum.

manchester united eru þar með bæði dottnir útúr Meistaradeildinni og enska bikarnum og geta aðeins huggað sig í deildarbikarnum, sem aðdáendum manchester united leiddist nú ekki að gera lítið úr á árum áður.

Við erum því búnir að vinna bæði Arsenal og manchester united á Anfield á innan við viku. Það er FRÁBÆR árangur. Og Liverpool er komið í 8 liða úrslit enska bikarsins.

Allavegana, forsmatriðin: Rafa stillti svona upp:

Reina

Finnan - Hyypiä - Carragher - Riise

Gerrard - Sissoko - Hamann - Kewell

Morientes - Crouch

Þetta kom nú ekki mikið á óvart, þar sem að Alonso var meiddur. Didi kom þá inní liðið í hans stað og Crouchy kom í stað Fowler frammi.

Fyrri hálfleikurinn var nánst eign Liverpool. Við vorum betri á öllum sviðum leiksins. Þar skipti einna mestu máli að Momo Sissoko og Didi Hamann átu hreinlega þá Fletcher og Giggs á miðju Man U. Yfirburðirnir á miðjunni gerðu það að verkum að manchester united sköpuðu ekkert og Rooney og Van Nilsteroy fengu varla að sjá boltann.

Liverpool jók smáma saman pressuna. Van der Saar varði á ótrúlegan hátt frá Kewell og Liverpool skapaði sér nokkur ágæt færi. Á 19. mínútu fékk svo Liverpool hornspyrnu, sem var tekin stutt. Steve Finnan átti svo frábæra sendingu inná Peter Crouch, sem átti fullkominn skalla í stöngina inn, óverjandi fyrir Van der Saar.

Liverpool hélt svo áfram að dóminera út hálfleikinn og hefðu getað bætt við öðru marki. Liverpool átti m.a. að fá víti þegar að Ryan Giggs braut á Harry Kewell innan vítateigs, en dómarinn dæmdi að brotið hefði átt sér stað fyrir utan teig, sem var bölvuð vitleysa.

Í seinni hálfleik breytti Demento aðeins um taktík, Shrek fór inná miðjuna á meðan að Louis Saha spilaði frammi með Van Nilsteroy. Við þetta batnaði leikur manchester united aðeins og seinni hálfleikurinn var talsvert jafn.

Liverpool gáfu aðeins eftir á miðjunni og manchester united pressaði aðeins meira, en það skipti litlu máli, þar sem að liðið skapaði sér engin færi. Pepe Reina þurfti t.a.m. nær aldrei að taka virkilega á í markinu. En auðvitað var maður dálítið stressaður yfir því að manchester united myndi jafna, enda bætti dómarinn 8 mínútum við leikinn (vegna meiðsla Alan Smith, sem virtist meiðast mjög illa).

En Liverpool stóðst pressuna og miðverðirnir okkar réðu við allt, sem á þá kom. Liverpool átti í raun hættulegasta færið í seinni hálfleik þegar að Harry Kewell fékk boltann við markteig, en skaut í varnarman.


Maður leiksins: Sko, það eru nokkrir sem koma til greina. Momo og Didi voru frábærir inná miðjunni, Carragher og Hyypia voru virkilega sterkir í vörninni og Kewell var mjög ógnandi.

En ég verð að velja PETER CROUCH. Hann skoraði markið, sem tryggði okkur fyrsta sigur á manchester united í 85 ár. Það er með hreinum ólíkindum. Markið hans var frábært og Vidic og Brown áttu í stökustu erfiðleikum með að ráða við hann.

Það er fátt skemmtilegra en að vinna manchester united og því getur maður ekki verið annað en glaður. Erum núna komnir í 8 liða úrslit í bikarnum, 3 stigum frá öðru sæti í deildinni og eigum svo leik við Benfica í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn. Það er ekki mikið hægt að kvarta.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:30 | 580 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (28)

Þetta var það sem ég skrifaði inná síðuna rétt áður en Crouch skoraði:

Mér líst ekki á þessa sóknarmenn saman, ég vil hafa einhvern snöggan með helst Morientes, Cisse inn fyrir Crouch takk fyrir, mér finndist það vera skynsamlegra að koma þá með Crouch inn ef að við verðum ekki búnir að skora þegar að 20 mín eru eftir.

Og ég stend við það, í 1. lagi að þá er mikið meira spil í kringum Morientes, hann sér menn og þeirra hlaup betur heldur en Crouch og er með betri sendingar til að finna þá, þeir sem eru mér ósammála í þessu, ég hvet ykkur til að horfa á leikinn með þetta í huga ef þið fáið tækifæri til þess. Í 2. lagi það er einfaldlega meiri möguleiki á spila bæði upp kantana og miðjuna ef að Cisse væri með öðru hvorum þeirra er byrjuðu í dag, mitt val yrði Morientes og Cisse (Fowler eftir 2 vikur). Menn verða að gera sér grein fyrir að Morientes er búinn að fá talsvert minni spilatíma heldur en Crouch (veit einhver hvar hægt er að sjá tölfræði um það?) og þarf að leiðandi er hann ekki eins beittur fram á við í dag og hann gæti verið, hvort að hann sé svo leikmaður sem hæfir í enska boltann er svo annað mál, að mínu viti er hann þó klárlega betri og hæfileika ríkari en Crouch.

En sigur í dag á miðjubrotnu liði manu og ekkert nema gott um það að segja, vörnin var góð og er greinilega öruggari með Reina á bak við sig, miðjan er að verða ein sú besta í Evrópu í dag og þar með í heiminum, það er bara sóknin sem þarf að skerpa á og þá er þetta komið (+ hægi kant og vinstri bak), bjartir tímar framundan á komandi dögum og vikum og mánuðum og árum og áratugum :-)

Annað mál, hvað er þetta með 365 miðla? Þetta er nú orðið svo mikið kjaftæði með þessa pakka hjá þeim, ég var með sýn extra hjá þeim fyrir áramótin þar sem ég er með sýn en núna verð ég að kaupa sportpakkann til að sjá extrað, hvað halda þessir menn eiginlega að maður láti taka sig ósmurt í r........ lengi og svo ætlast þeir til að við borgum 8000 og svo 800 mánaðarlega fyrir nýja afruglarann, ég held að þeir ættu að blögga sig í hann fyrst því þeir eru komnir í algjört rugl,

lifið heil kv Stjáni

Stjáni sendi inn - 18.02.06 15:27 - (
Ummæli #3)

Til hamingju með daginn, Púllarar nær og fjær!

Og Gary fuckin' Neville ... ég vona að þú njótir dagsins í dag sérstaklega mikið. Þú átt jú einu sinni afmæli í dag! :-)

Þetta var frábær sigur, ég sat við hliðina á góðvini mínum sem er harður stuðningsmaður ManUSA og að leik loknum gat hann ekki annað en tekið undir með mér að þetta var sanngjarnt í alla staði.

Þeir punktar sem stóðu upp úr fyrir mér:

--> Harry Kewell. Burtséð frá því hvað hann lék vel í dag, þá ætti einhver að sæma þennan dreng orðu fyrir að hafa hrellt Gary Neville svona mikið í dag. Byrjaði leikinn á að láta Neville finna fyrir sér úti við hliðarlínu (slapp með spjald þar, en það var þess virði að taka áhættuna) og kvaldi hann allan leikinn. Það var ekki laust við að maður sæi bros á honum þegar hann svo loks fékk spjaldið. :-)

--> Ryan Giggs og Kieran Richardson gegn Momo Sissoko og Dietmar Hamann? Eruð þið ekki að grínast í mér? Og bjuggust menn við að vinna útileik á Anfield með svona ójöfnuð á miðjunni? :-)

--> Kewell hefði átt að skora tvö í dag, með skalla í fyrri og skoti í seinni. Ef Gerrard, García eða Cissé hefðu fengið færið sem Sissoko fékk í seinni hálfleiknum hefðu þeir nær örugglega skorað. Ef Howard Webb hefði verið með gleraugu hefðum við fengið verðskuldað víti í fyrri hálfleik. Niðurstaða: Team USA voru heppnir að tapa aðeins 1-0 í dag!

--> Alan Smith. Þessi meiðsli hans voru hræðileg, það var mjög slæmt að sjá þetta og ég óska honum góðs bata. Eftir að hafa séð okkar eigin mann, Cissé, verða fyrir þessu fyrir stuttu síðan þá vitum við vel hversu hræðilegur atburður þetta er fyrir fótboltamann eins og Smith, sem var að ná sér góðum af erfiðum meiðslum fyrir stuttu síðan. Eins mikið og ég hata United, þá get ég ekki glaðst yfir svona harmleik, sérstaklega þar sem við þurfum ekki að spila við þá aftur í vetur.

Þegar öllu var á botninn hvolft var þetta sanngjarn og verðskuldaður sigur. Rafa Benítez hefur gert það sem engum tókst sl. tæp 90 árin ... að vinna manchester united í FA Bikarkeppninni. Enn heldur Rafa áfram að stimpla sig inn í sögubækurnar, og enn sýna okkar menn heiminum hversu langt þeir eru komnir.

Næst: BENFICA á þriðjudag ... mikið hlakkar mig til! :-)

Kristján Atli sendi inn - 18.02.06 15:36 - (Ummæli #4)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 1 - Man U 0
·L'pool 1 - Arsenal 0
·Wigan 0 - Liverpool 1
·Charlton 2 - "Liverpool" 0
·Chelsea 2 - Liverpool 0

Síðustu Ummæli

Stjáni: Svo var þetta mark sem Peter Crouch gerð ...[Skoða]
trausti: ég held að varnarmönnum united finnist C ...[Skoða]
Eiki Fr: Mér finnst þetta tal um að við höfum ekk ...[Skoða]
Bragi Bergmann: Maður leiksins án nokkurs vafa var Momo ...[Skoða]
Einar Örn: Peter Crouch skoraði markið, sem tryggði ...[Skoða]
L.Á.: Crouch var langt frá því að vera maður l ...[Skoða]
Einar Örn: Það er ekki nóg með það að miðjan okkar ...[Skoða]
Sigtryggur Karlsson: :-) :-) :-) Það þarf ekkert ...[Skoða]
Kristján Atli: Björn Friðgeir - þú ert maður að meiru a ...[Skoða]
Björn Friðgeir: Sem United stuðningsmanni finnst mér rét ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Nýr Carra ?
· Liverpool 1 - Man U 0
· Liðið móti Man U
· Xabi meiddur, Crouch með
· FA bikarinn á Anfield á morgun!
· Gjaldtaka Sýnar

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License