05. febrúar, 2006
Úff hvað ég er pirraður eftir þennan leik gegn Chelsea… ég hata þá og þá sérstaklega því þeir eru klárlega með besta lið Englands um þessi misseri (og líklega eitthvað á undan því).
Jæja byrjum á basic-inu en það er byrjunarliðið okkar:
Reina
Finnan - Hyypiä - Carragher- Warnock
Gerrard - Sissoko- Alonso - Riise
Kewell
Crouch
Á bekknum: Dudek, Cisse, Luis Garcia, Morientes og Traore.
Við vorum betri þangað til við fengum markið á okkur og vorum búnir að fá nokkur hálffæri en síðan kemur hornspyrna og mark.
ANDSKOTANS HELV… Riise dekkaði ekki manninn sinn eða sitt svæði og þar læddist Gallas og skoraði með góðu skoti og gerði það reyndar ágætlega. Rétt áður en hornspyrnan kom þá hafði Gerrard greinilega sagt Riise að passa svæðið/Gallas en Norðmaðurinn rauðhærði var að eltast við vindmyllur í staðinn. 1-0 og við vitum að þegar Chelsea er komið yfir þá er oftast ekki aftur snúið. Chelsea skoraði annað mark í fyrri háfleik sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.
Eitthvað virtist hálfleikurinn fara illa í okkur því við mættum algjörlega á hælunum í þeim síðari og vorum alls ekki með næstu 45 mínútur. Chelsea voru grimmari í návígin og unnu þau næstum undantekningarlaust. Crouch var hörmulegur frammi og var þetta oft á tíðum pínlegt að sjá hann berjast við Terry. Við sköpuðum okkur enginn færi og í raun ekki heldur hálffæri. Á 60. mín kom Garcia inná fyrir Riise. Síðan kom markið á 68. mín sem kláraði leikinn en þá kom sending innfyrir vörnina, Warnock gerði Crespo réttstæðan og hann smellhitti knöttinn í fjærhornið, óverjandi fyrir Reina. Warnock á þetta mark algjörlega þar sem Carra, Hyypia og Finnan hlupu allir út á réttum tíma. Fáeinum mínútum síðar skoraði Crespo glæsilegt mark en það var dæmt ranglega af vegna rangstöðu sem var ekki rangstæða. Á 82 mín var Reina rekinn út af fyrir að stugga eilítið við Robben. Eiður komst inn fyrir vörnina á hægri kantinum, Reina var í nettu skógarhlaupi og ákvað að tækla Eið sem og hann gerði vel. Tók boltann 100% og Eið lá sem lík eftir það. Línuvörðurinn veifað og dómarinn kallar Reina til sín. Á leiðinni til dómarans segir Robben greinilega eitthvað við Reina sem bregst illa við og setur lófann á hálsinn á Robben. Sá hollenski hendir sér þá í jörðina og allt verður crazy. Þetta endar með því að Reina fær beint rautt spjald og verður því væntanlega í banni í næstu 2 deildarleikjum. Dudek kom inná og Garcia var tekinn út af. Robben er fífl. Eftir þetta var leikurinn búinn (var það kannski reyndar fyrr) og beðið var eftir því einu að dómarinn myndi flauta þetta af.
Eftir leikinn stendur að við töpuðum í deildinni fyrir Chelsea í vetur samanlagt 6-1 og segir okkur að þeir eru betri en við í dag. Við erum með 1 stig af 9 mögulegum sem er alls ekki ásættanlegt. Ok við vorum betri allan leikinn gegn bæði manchester united
og Birmingham en töpum öðrum og gerum jafntefli í hinum. Við verðum að fylgja eftir þeim yfirburðum sem við sýnum úti á velli í mörk. ÞAÐ ERUM VIÐ EKKI AÐ GERA.
Munurinn á Chelsea og Liverpool? Þei eru með frábæran markmann, fanta vörn, sterka miðju og sentera sem skora mörk. Liðið gerir fá mistök og nýtir mistök andstæðingana vel. Við hins vegar erum með góðan markmann, góða vörn, góða miðju og ömurlega sóknarmenn. Ég skil ekki hvers vegna Crouch spilar svona mikið hjá okkur, hann getur ekki neitt! Ég veit að Morientes hefur ekki getað mikið heldur en hann er með miklu meiri reynslu og hann spilar 0 mín. gegn manchester united
og Chelsea. Hvað er í fjandanum er Warnock að gera inná hjá okkur? Hann er einfaldlega ekki nógu góður til að vera í Liverpool. Riise á kantinum? gott varnarlega en hræðilegt sóknarlega.
Mér fannst enginn góður í dag hjá okkur. Eftir fyrra markið misstu menn einhvern trúna á þetta og Chelsea var ávallt líklegra til að skora en við. Að velja mann leiksins er í rauninni ekki hægt því allir voru daprir en skástur var líklega Carragher. Takk og bless!
Aggi
Lífið er ósanngjarnt, Chelsea er óþolandi og Robben er skíthæll. En svona er þetta bara. Dragið andann djúpt áður en þið kommentið.
Leikskýrsla frá Agga kemur eftir um hálftíma.