beach
« Liðið gegn Chelsea | Aðalsíða | Úr leikskýrslu »

05. febrúar, 2006
Chelsea 2 - Liverpool 0

Úff hvað ég er pirraður eftir þennan leik gegn Chelsea… ég hata þá og þá sérstaklega því þeir eru klárlega með besta lið Englands um þessi misseri (og líklega eitthvað á undan því).

Jæja byrjum á basic-inu en það er byrjunarliðið okkar:

Reina

Finnan - Hyypiä - Carragher- Warnock

Gerrard - Sissoko- Alonso - Riise
Kewell
Crouch

Á bekknum: Dudek, Cisse, Luis Garcia, Morientes og Traore.

Við vorum betri þangað til við fengum markið á okkur og vorum búnir að fá nokkur hálffæri en síðan kemur hornspyrna og mark. _41297514_gallas203x152.jpg ANDSKOTANS HELV… Riise dekkaði ekki manninn sinn eða sitt svæði og þar læddist Gallas og skoraði með góðu skoti og gerði það reyndar ágætlega. Rétt áður en hornspyrnan kom þá hafði Gerrard greinilega sagt Riise að passa svæðið/Gallas en Norðmaðurinn rauðhærði var að eltast við vindmyllur í staðinn. 1-0 og við vitum að þegar Chelsea er komið yfir þá er oftast ekki aftur snúið. Chelsea skoraði annað mark í fyrri háfleik sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu.

Eitthvað virtist hálfleikurinn fara illa í okkur því við mættum algjörlega á hælunum í þeim síðari og vorum alls ekki með næstu 45 mínútur. Chelsea voru grimmari í návígin og unnu þau næstum undantekningarlaust. Crouch var hörmulegur frammi og var þetta oft á tíðum pínlegt að sjá hann berjast við Terry. Við sköpuðum okkur enginn færi og í raun ekki heldur hálffæri. Á 60. mín kom Garcia inná fyrir Riise. Síðan kom markið á 68. mín sem kláraði leikinn en þá kom sending innfyrir vörnina, Warnock gerði Crespo réttstæðan og hann smellhitti knöttinn í fjærhornið, óverjandi fyrir Reina. Warnock á þetta mark algjörlega þar sem Carra, Hyypia og Finnan hlupu allir út á réttum tíma. Fáeinum mínútum síðar skoraði Crespo glæsilegt mark en það var dæmt ranglega af vegna rangstöðu sem var ekki rangstæða. Á 82 mín var Reina rekinn út af fyrir að stugga eilítið við Robben. Eiður komst inn fyrir vörnina á hægri kantinum, Reina var í nettu skógarhlaupi og ákvað að tækla Eið sem og hann gerði vel. Tók boltann 100% og Eið lá sem lík eftir það. Línuvörðurinn veifað og dómarinn kallar Reina til sín. Á leiðinni til dómarans segir Robben greinilega eitthvað við Reina sem bregst illa við og setur lófann á hálsinn á Robben. Sá hollenski hendir sér þá í jörðina og allt verður crazy. Þetta endar með því að Reina fær beint rautt spjald og verður því væntanlega í banni í næstu 2 deildarleikjum. Dudek kom inná og Garcia var tekinn út af. Robben er fífl. Eftir þetta var leikurinn búinn (var það kannski reyndar fyrr) og beðið var eftir því einu að dómarinn myndi flauta þetta af.

Eftir leikinn stendur að við töpuðum í deildinni fyrir Chelsea í vetur samanlagt 6-1 og segir okkur að þeir eru betri en við í dag. Við erum með 1 stig af 9 mögulegum sem er alls ekki ásættanlegt. Ok við vorum betri allan leikinn gegn bæði manchester united og Birmingham en töpum öðrum og gerum jafntefli í hinum. Við verðum að fylgja eftir þeim yfirburðum sem við sýnum úti á velli í mörk. ÞAÐ ERUM VIÐ EKKI AÐ GERA.

Munurinn á Chelsea og Liverpool? Þei eru með frábæran markmann, fanta vörn, sterka miðju og sentera sem skora mörk. Liðið gerir fá mistök og nýtir mistök andstæðingana vel. Við hins vegar erum með góðan markmann, góða vörn, góða miðju og ömurlega sóknarmenn. Ég skil ekki hvers vegna Crouch spilar svona mikið hjá okkur, hann getur ekki neitt! Ég veit að Morientes hefur ekki getað mikið heldur en hann er með miklu meiri reynslu og hann spilar 0 mín. gegn manchester united og Chelsea. Hvað er í fjandanum er Warnock að gera inná hjá okkur? Hann er einfaldlega ekki nógu góður til að vera í Liverpool. Riise á kantinum? gott varnarlega en hræðilegt sóknarlega.

Mér fannst enginn góður í dag hjá okkur. Eftir fyrra markið misstu menn einhvern trúna á þetta og Chelsea var ávallt líklegra til að skora en við. Að velja mann leiksins er í rauninni ekki hægt því allir voru daprir en skástur var líklega Carragher. Takk og bless! Aggi


Lífið er ósanngjarnt, Chelsea er óþolandi og Robben er skíthæll. En svona er þetta bara. Dragið andann djúpt áður en þið kommentið.

Leikskýrsla frá Agga kemur eftir um hálftíma.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 17:58 | 712 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (54)

Var einhver sem tók eftir hvað annar línuvörðurinn var ömurlegur ??!!! Þegar hann dæmdi seinna mark Crespo af var það bara af því að hann hafði ekki dæmt rangstöðu í fyrra markinu! Hins vegar var Wiley mjög góður (nema kannski fyrir utan rauða spjaldið en það má deila um það) og hinn línuvörðurinn var FB!

Ok...Rafa er frábær stjóri og allt það en alls ekki undanskilinn gagnrýni og það verður að segjast eins og er að þessi ósigur skrifast á hann! Uppstillingin á liðinu var bara ekki alveg nógu sniðug! Finnst það bara einfaldlega vera glæpur að hafa Gerrard á kantinum !! García hefði átt að byrja inn á og Riise í bakverðinum og þú einfaldlega nærð ekki að skora á Chelsea með einn mann frammi !! Það bara gengur ekki...við sjáum líka að þau lið sem hafa unnið Chelsea hafa sótt á þá af einhverju viti, eins og Manjú gerðu! En það er sennilega nokkuð góð ástæða fyrir því að Rafa er stjórinn en ég ekki og ég sé ekki fram á annað en bjarta tíma undir hans stjórn!

Þessi leikur er bara búinn að sýna allt sem er að Liverpool, Vantar hægri kantmann og framherja sem klárar færi! Þetta er einfaldlega hlutir sem eru ekki til staðar! ...og svo myndi það ekkert skemma liðið að fá nýjan vinstri bakk en það er ekkert aðalmál!

Striker sem skorar 25+ á hverju tímbili er bara lífsnauðsyn! Öll önnur lið sem geta eitthvað í dag eru með svoleiðis mann! Manjú (Nistelrooy), Arsenal (Henry), Barcelona (Eto´o), Juve (Trezeguet og Zlatan), Milan (Schevchenko)...reyndar er Chelsea ekki með svoleiðis en það kemur ekki að sök þar sem að allir miðjumennirnir þeirra skora meira en 15 og allir eru frekar jafnir! Annars er Liverpool liðið í frábærum málum

Reina

Finnan Carra Hyypia/Agger Riise/Nýr

VANTAR!! Gerrard Alonso Kewell
García
VANTAR!!

Með góðum kaupum í sumar gætum við búið til lið sem gæti veitt Chelsea einhverja almennilega samkeppni!

Brúsi... sendi inn - 05.02.06 18:11 - (
Ummæli #3)

Hvað er í gangi? Ég er ekki sáttur við spilamennsku Cissé þessa dagana, en það eru þegar komnir tveir hér inn til að úthúða honum. Vilja menn í alvöru meina að þetta tap hafi verið honum að kenna? Manni sem kom inná þegar rúmt kortér var eftir og við 2-0 undir?

Peter Crouch spilaði allan leikinn og var alveg stórkostlega ömurlegur í dag, en það virðist enginn vilja gagnrýna hann. Cissé spilar í kortér á kantinum og nær ekki að skora, og þetta er allt honum að kenna?

Ég lýsi hér með eftir heilastarfsemi! Hún virðist hafa horfið úr þessum ummælaþræði ...

Hvað leikinn varðar, þá grunaði mig þetta allan tímann. Þetta er bara Chelsea í hnotskurn. Við sækjum á þá í 95 mínútur en þeir gera bara einfaldlega engin mistök, eru alveg skotheldir aftur á við. Við gerum þrjú mistök (Riise yfirgefur svæðið sitt í hornspyrnu og Gallas fær boltann á því svæði og skorar, Warnock heldur ekki línunni einu sinni og þeir skora aftur, og svo heldur Hyypiä ekki línunni en Crespo er ranglega dæmdur rangstæður).

Munurinn á liðunum í dag er þessi:

Chelsea gera ekki mistök. Punktur. Ef við gerum ekki heldur mistök, þá fer leikurinn 0-0 (eins og hefur oft verið raunin undanfarið gegn þeim) en ef við gerum mistök vinna þeir. Einfalt.

Og ...

EF Chelsea myndu einhvern tímann gera mistök, þá refsum við ekki jafn vel. Crespo fékk tvo sénsa í dag og skoraði tvö mörk (annað dæmd af ranglega vegna rangstöðu og svo skoraði hann þriðja markið sem var réttilega dæmt af undir lok fyrri hálfleiks). Þeir skora ekki tvö mörk úr þremur færum, þeir skora tvö mörk úr tveimur færum. Við? Cissé, Crouch og Morientes myndu þurfa að minnsta kosti þrjú færi hver til að ná að skora eitt mark á milli sín.

Chelsea eru með lið sem getur fengið aðeins þrjú færi í leik og samt skorað þrjú mörk úr þeim. Við þurfum jafnan 15-20 færi til að ná að skora eitt mark. Það er bara munurinn á liðunum í dag.

Þetta kemur þó fleirum en framherjunum við. Hvað setti Gerrard mörk skot yfir markið í dag? Hversu oft voru Kewell og Alonso með boltann í góðu færi en skiluðu bara lélegu skoti og/eða töpuðum bolta? Nýtingin á liðinu í heild sinni er bara ekki nógu góð!

Bottom line: Chelsea-liðið einfaldlega gerir engin varnarmistök og skorar í nánast öðru hverju færi sem þeir fá, eða meira. Þetta bara getum við ekki barist við eins og staðan er í dag ...

Kristján Atli sendi inn - 05.02.06 19:01 - (Ummæli #13)

Þetta var það sem ég skrifaði í hálfleik:

Það er að koma hálfleikur og við ekki búnir að fá nein færi af viti, mér er alveg sama hvað þið segið og talið um að Crouch sé mikilvægur liðinu og sé að spila vel fyrir liðið´að þá er hann bara alltof hægur til að vera þarna frammi, að mínu viti að þá vantar meiri hraða og kraft (vöðva) með Kewell, inná með Cisse í hálfleik úr því að Fowler er ekki kominn í form.

Og eitt enn, hvað er þetta orðið með hornspyrnur og föst leikatriði, hvenær skorðuðum við eftir slíkar aðstæður, man það einhver?

Ég held satt best að segja að það hefði verið meiri ógn í Fowler hann hefði þó allavega reynt að láta til sín taka, það var nú bara pínlegt að horfa á beinagrindina ( má ekki segja beinagrind hérna?) vera að hlífa sér í návígjum. Það virðist vera alveg sama hvað Crouch á lélega leiki hann er alltaf í hópnum.

Kristján Atli segir:

Bottom line: Chelsea-liðið einfaldlega gerir engin varnarmistök og skorar í nánast öðru hverju færi sem þeir fá, eða meira. Þetta bara getum við ekki barist við eins og staðan er í dag ...

Þeir þora kannski ekki öðru en að gera engin mistök því að portúgalinn lætur þá heyra það ef menn standa sig ekki, kannski er Rafa óþarflega "kurteis" við sína menn.

Hvað er líka með bekkinn í kvöld, hvar voru Kromkamp og Agger?

Á næstu 16 dögum eigum við 5 leiki, ég er tilbúinn að gefa Rafa séns þangað til eftir fyrri leikinn við Benfica en á þessum dögum vil ég ekki tapa leik og já sjá Robbie Fowler á bekknum í það minnsta því hann með sín auka kíló er margfalt betri en Crouch með sín 70.

Kv Stjáni

Stjáni sendi inn - 05.02.06 19:32 - (
Ummæli #15)

Ástæðan sú að Eiður Smári er Íslendingur að spila í meistaraliði ensku Úrvalsdeildarinnar, sem er sennilega sú stærsta í heiminum í dag hvað varðar athygli og áhorf.

Það er ástæðan, og ég sé nákvæmlega ekki neitt að því að menn hafi áhuga á honum sérstaklega þess vegna. Áður en Abramovich keypti Chelsea vildi ég svona í laumi alltaf sjá þeim ganga vel, vonaði að þeir myndu komast í Evrópusætin og hélt með þeim í Evrópukeppnum (og bikarkeppnunum gegn stóru liðunum) og slíkt. Og maður gladdist óneitanlega þegar Eiður skoraði mörk fyrir Chelsea.

Hins vegar, eftir að Abramovich, Kenyon og Mourinho komu til sögunnar og þetta lið varð að öllu því sem er að knattspyrnunni í dag, þá hef ég fengið svo mikið óbeit á því að ég er farinn að standa mig að því að halda með Arsenal og manchester united þegar þau keppa við Chelsea. Þá er sko mikið sagt!

Þannig að í dag myndi ég segja að ég hati Chelsea þrátt fyrir þá staðreynd að Eiður leiki fyrir þá, frekar en að segja að ég hati Eið fyrir að spila með Chelsea. Ég hef ekkert á móti Eiði og hef öskrað mig hásan honum til stuðnings ótal sinnum í landsleikjum (og leikið gegn honum einu sinni, þegar við vorum unglingar, en það er sársaukafull reynsla sem mig langar ekkert að rifja upp :-) ) og slíkt. Jú, hann fiskaði Alonso í bann með leikaraskap en þeir eru fleiri leikararnir en bara hann í boltanum.

Það getur hins vegar verið erfitt að vera sífellt spurður út í afrek Eiðs. Ég hef lent í því sama og Einar í kvöld, verið í matarboði þar sem við vorum tveir sem höfðum einhvern áhuga á leiknum, en hinir tíu eða svo í sófanum spurðu í sífellu, "er þetta Eiður með boltann?" og ég þurfti að svara "nei þetta er Damien Duff," eða eitthvað álíka ...

Kristján Atli sendi inn - 05.02.06 22:48 - (Ummæli #34)

Vil byrja á því að segja að ég styð hvorki Chelsea né Liverpool. Einfaldlega bara hér sem fótbolta nörd.

"Eiður Smári er algjör kelling og óþolandi dýfari. Munið í fyrra þegar hann veiddi gult spjald á Alonso og núna var eins og hann væri að fá hjartaáfall. Enda ekki skrítið þegar hlunkurinn getur ekki unnið tæklingu við markmann. Hefur sennilega verið að grenja yfir nýjum spilaskuldum. Ég mun aldrei fagna Eið Smára þegar hann spilar fyrir Ísland enda ekkert nema ofmetin fyllibytta."

Ég skil ekki af hverju svona komment eru ekki hreinsuð út. Þvílíkt kjaftæði. Ok, til að byrja með, ofmetin fyllibytta? Spilaskuldir? Annað af þessu er nú satt en hvað kemur þetta þessu atviki við? Ekki rassgat. Ég er ekki svo viss um að ef Robbie Fowler myndi fiska gult spjald á einhvern leikmann og allir myndu segja "ojj robbie fowler, keddling sem borðar bara hamborgara og er ekki í formi og sniffar bara endalínurnar og blabla" að Liverpool aðdáendur yrðu ánægðir.

Ef við snúum okkur að tæklingunni þá var þetta klárt brot! Eiður er á undan Reina í boltann og fer með boltann út að hliðarlínu þar sem Reina fer með báðar lappir aftan í Eið og setur þungann síðan á hann. Þetta var klárlega brot og pottþétt gult spjald. Að mínu mati þess vegna rautt spjald. Ég er heldur alls ekki sammála því að Eiður Smári sé óheiðarlegur leikmaður. Og reyndu svo að koma með aðeins betur rök fyrir máli þínu annað en að kalla menn fyllibyttur og spilafíka og keddlingar.

Reina fer síðan með hendina í Robben og þó að Robben fleygi sér í jörðina eins og hann sé í Íraksstríðinu þá er það samt bara þannig í fótboltareglum að þú mátt ekki fara svona í andlitið á mönnum. Ég bendi á atvik í landsleik fyrir nokkrum árum þegar Lárus Orri rétt kom við kinnina á einhverjum Tékkanum held ég og fékk rautt.

Mér finnst Liverpool aðdáendur og líka Rafa taka hlægilega á þessu máli. Ég veit ekki alveg af hverju Rafa er svona upptekinn af þessu máli. Jú hann fer í bann sem er skiljanlega slæmt mál en það er ekki hægt að mótmæla þessu spjaldi. Tæklingin á Eið og svo slær hann til Robbens. Eins og ég segi, af hverju er Rafa svona upptekinn af þessu spjaldi? Þetta gerist á 80. mínútú í stöðunni 2-0 fyrir Chelsea. Voru Liverpool að fara setja heil 3 mörk með Rafa inná? Já einmitt.

Maggigunn sendi inn - 05.02.06 23:24 - (
Ummæli #35)

Maggigunn, ég er sammála þér með Eiðs Smára ummælin. Hann virðist alltaf vekja upp sterkar tilfinningar hjá sumum stuðningsönnum Liverpool og annarra liða á Íslandi.

Við tókum verstu kommentin hérna út, en við nennum ekki að vera í einhverjum allsherjar ritskoðunarham eftir svona erfiða tapleiki. Sum kommentin dæma sig í raun sjálf:

Eins og ég segi, af hverju er Rafa svona upptekinn af þessu spjaldi? Þetta gerist á 80. mínútú í stöðunni 2-0 fyrir Chelsea.

Ég myndi ekki gera of mikið úr þessu. Í viðtölum eftir leik, þá spyrja blaðamenn alltaf strax spurninga um umdeildustu atvikin og gefa þeim kommentum mest pláss. Þannig að fjölmiðlar eiga ekki lítinn hluta í þessu.

Varðandi brotið: Reina fer fyrst í boltann í brotinu á Eiði Smára. Ég skal vel viðurkenna að það má vera að það sé aukaspyrna og jafnvel gult vegna þess að hann tekur manninn með EFTIR að hann tekur boltann. En leikaraskapur einsog hjá Robben er verulega þreytandi og líka það að hann skuli vera að reyna að æsa Reina upp.

Ég hélt reyndar fyrir þetta að ekki nokkur skapaður hlutur gæti æst Pepe Reina, þar sem hann hefur virkað svo fáránlega rólegur hingað til. Ágætt að sjá að blóðið rennur í honum. :-)

En við þurfum ekki að velkjast í vafa um það að Rafa veit vel að rauða spjaldið breytti ekki leiknum, heldur bitlaus sóknarleikur. Það er bara tímaspursmál hvenær hann lagar það.

Einar Örn sendi inn - 06.02.06 00:21 - (Ummæli #39)

Eins og mér finnst nú Crouch vera almennt séð bara lélegur, þá finnst mér ég þurfa að verja hann núna. Ef menn muna eftir Arsenal leikjunum gegn Chelsea, þá er hægt að minnast á það að Thierry Henry var ekki mjög sýnilegur í þeim leikjum. Var Henry þá lélegur? Er Henry þá lélegur leikmaður? Nei alls ekki, miðja og vörn Chelsea bara eru svo vel æfðir og undirbúnir fyrir öll helstu plottin sem lið koma með, þannig að framherjar bestu liðana fá ekkert að koma sér almennilega inn í leikinn.

Síðan segir Stjáni að Kromkamp og Agger hefðu átt að vera á bekknum. Ein spurning: Hverju hefðu þeir getað bætt við í leikinn?

Og Hössi... það var ekki Steve Finnan sem átti að fara af línunni, því það var alls ekki nægur tími til þess, heldur John Arne Riise (minnir mig) sem var ekki að dekka svæðið sitt. Allir hlupu út þegar þeir sáu að boltann var að fara utarlega í teiginn (örugglega æft hjá Chelsea þar sem þeir vita að Liverpool spilar svæðisvörn í föstum leikatriðum), og þegar skallinn kemur inn þá er einmitt einhver eins og William Gallas sem laumar sér inn og skorar.

Og vissulega sagði einhver hér að ofan að þeir hefðu verið að spila 4-4-2 með góðum árangri... en gegn hvaða liðum var það? West Brom, Portsmouth, Birmingham... og jú gegn Man Utd, en þá töpuðu þeir líka.

Og Benitez varð einfaldlega að hafa 3 miðjumenn ef hann ætlaði að eiga einhvern séns (central midfielders þ.e.a.s.) því annars hefði Chelsea gjörsamlega eignað sér miðjuna algjörlega (ekki það að Liverpool hafi átt mikið af henni í leiknum í dag).

Annars er ég líka sammála því sem Jose Mourinho sagði:

"I am not interested in what Benitez has said" "I have just finished a big game, a game that we won and played very well. A game that we should have won three or four to zero."
Pétur sendi inn - 06.02.06 02:00 - (
Ummæli #40)

Pétur og Hannes - aldrei bjóst ég nú við því að ég ætti eftir að verja Riise hjér á blogginu. Ég bara verð - því það að markið hafi verið Risse að kenna er fáránlegt.

Allir leikmenn Liverpool sem voru að dekka menn hlupu út í þennan bolta. Það hlupu allir leikmennirnir af svæðinu sínu en enginn vann boltann. Sá sem vann boltann hjá Chelsea hoppaði ekki einu sinni upp til að skalla inn í teig. Ef við erum að dekka svæði eiga menn þá ekki að dekka sín svæði þangað til hættan er liðin hjá?

Auðvitað átti Finnan að fara í Gallas. Hann var algerlega gagnslaus þarna á línunni úr því sem komið var.

Ég reyndar held að þegar boltinn kemur svona utarlega í teiginn eigi allir að hlaupa út úr teignum og spila rangstöðutaktík. Það var akkúrat það sem gerðist seinna í leiknum en þá hlupu þeir sem voru á stöngunum líka út. Ég held að Finnan og ??? hafi einfaldlega gleymt sér þegar Gallas skoraði.

Svo er mikið áhyggjuefni hvers lélegt liðið er í föstum leikatriðum. Helstu skallamennirnir okkar þeir Hyypia, Carrager og Crouch eru langt frá því að vera ógnandi í horn og aukaspyrnum. Satt best að segja kemur ekkert út úr þessu hjá okkur.

Þá eru líka lang flest mörkin sem við fáum á okkur úr föstum leikatriðum.

Svo finnst mér mjög harkalegt að kenna Warnock um seinna markið. Crespo gerði þetta bara rosalega vel. Warnock var hálfu skrefi frá því að gera hann rangstæðan. Kannski hefði bara verið betra að dekka Crespo í staðinn fyrir að reyna að gera hann rangstæðan. Ég tel að það séu allt of miklar kröfur gerðar til manna ef línan á að vera algjörlega fullkomin allan leikinn.

Svo legg ég til að við fáum Babbel aftur. Svakalega var hann góður. Góður varnarmaður, góður sóknarmaður og skoraði einnig mikilvæg mörk fyrir liðið. Það verður ekki sagt um hann að hann hafi verið flatur meðalleikmaður þegar hann var upp á sitt besta.

Svo vil ég benda á ummæli Benites um daginn þegar hann sagði að peningar ynnu ekki leiki og að hann hefði gert góða hluti hjá Valencia án peninga.

Ég var að velta því fyrir mér hvort þetta væri kaldhæðni hjá kallinum þar sem hann drullaði yfir stjórnarmenn Valencia fyrir að láta sig ekki hafa peninga til leikmannakaupa. Sagðist hafa fengið lampa þegar hann bað um sófa. Er kallgreyið að lenda í sama pakkanum? Maður spyr sig?????????????????????

Hössi sendi inn - 06.02.06 10:26 - (
Ummæli #45)

Einar ég er ekki sammála þér með Eið:

"Eiður Smári gerði svosem ekkert svo vitlaust. Hann beitir höndinni aðeins fyrir sig, en það hafði engin afgerandi áhrif"

Fyrir mér hafði þetta mjög afgerandi áhrif því þannig náði Eiður að leggja boltann fyrir sig án þess að dæmd væri aukaspyrna. Við vitum síðan allir hvað gerðist í framhaldinu. (þ.e eina alvöru tækling Liverpool í ÖLLUM LEIKNUM, og það af markverði okkar.)

Rafa gerði tvö mistök í leiknum í gær, fyrir það fyrsta þá átti Garcia að fara á hægri kantinn og Gerrard inn á miðjuna fyrir aftan Crouch. Og í öðru lagi þá átti að skipta Alonso útaf ekki Sissiko. Sá engin nema ég að Alonso var búinn á því og hljóp um völlinn eins og 200 kg maður. Það er gott að vera vitur eftirá.

Það gleður mig óneytanlega að Einar og Kristján eru að sjá ljósið, hingað til hafa þeir varið framherja okkar með kjafti og klóm. Jákvæð framför.

Við verðum að kaupa tvo heimsklassa framherja í sumar, persónulega væri ég til í að sjá Owen og Dirk Kjuit. En til að ná í slíka leikmenn þá verður LFC að vera tilbúið að borga meira en 5-10 millj punda fyrir leikmann. Fyrst við erum að tala um leikmannakaup þá vantar líka vinstri bakvörð og hægri kantmann til að fullkomna liðið.

Pössum okkur nú á því að detta samt ekki í eitthvað þunglyndi, því það er nú enginn heimsendir að tapa fyrir þessu $ liði. Þeir eru með best mannaða liðið í boltanum í dag.

Nú er mál að rífa liðið upp og klára næstu 3 leiki og koma sér þannig aftur á skrið.

Áfram LFC

Kveðja Krizzi

Krizzi sendi inn - 06.02.06 11:23 - (
Ummæli #47)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Chelsea 2 - Liverpool 0
·L'pool 1 - Birmingham 1
·Pompey 1 - L'pool 2
·MUFC 1 - LFC 0
·Liverpool 1-0 Tottenham

Síðustu Ummæli

Don Fragapane: ... og þá verð ég bara að bæta við smá e ...[Skoða]
Einar Örn: Jú, ég held alveg örugglega að þetta sé ...[Skoða]
Hafliði: Nenni ekki að tjá mig um neitt, vildi ba ...[Skoða]
Hössi: Einar - hehe - ok ég er hættur að juðast ...[Skoða]
Hannes: Einar: Ég er alveg til í að hrósa ykkur ...[Skoða]
Maggigunn: "Kristján: Það var líka FYRIR þann tíma ...[Skoða]
Einar Örn: >Það gleður mig óneytanlega að Einar og ...[Skoða]
Krizzi: Einar ég er ekki sammála þér með Eið: ...[Skoða]
Einar Örn: Það kemur skemmtilega á óvart að Hössi v ...[Skoða]
Hössi: Pétur og Hannes - aldrei bjóst ég nú við ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Gerrard ekki með gegn Charlton.
· Svæðisvörn
· Framherji og Vinstri Bakvörður
· Liverpool áfrýjar ekki rauða spjaldinu á Reina.
· Úr leikskýrslu
· Chelsea 2 - Liverpool 0

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License