19. janúar, 2006
Ef Sami spilar leikinn á sunnudaginn (sem hann gerir) þá er það 350 leikur hans fyrir félagið en hann kom til Liverpool árið 1999 frá Willem II fyrir heilar 2.5 millj. punda. Houllier rétti Hyypia formlega fyrirliðabandið þegar Redknapp fór í apríl 2002 til Tottenham en þá hafði hann oft verið fyrirliði áður þar sem Redknapp spilaði lítið síðustu árin vegna meðisla. Það var svo síðan í október 2002 að Houllier gerði Steven Gerrard að fyrirliða Liverpool og auðvitað var það sárt fyrir Hyypia og segir hann sjálfur m.a.:
“Of course I am not happy about it. But I feel relief now that I can get used to the idea that I am not captain anymore. I don’t feel myself as a worse player because I don’t have the armband anymore. There was nothing dramatic over changing the captaincy. I didn’t say anything because it was the manager’s decision and I respect that. I believe that captaincy will bring Gerrard to a new level…..”
Mér hefur ávallt þótt Hyypia snjall varnarmaður, hann getur spilað boltanum, er klókur, harður af sér og frábær skallamaður. Hann er klárlega ekki fljótasti varnarmaðurinn í sögu Liverpool en það hefur ótrúlega sjaldan háð honum, þess má geta að hann hefur aðeins hlotið 14 gul spjöld og einu sinni litið það rauða á öllum sínum ferli hjá Liverpool. Það er vel að verki staðið hjá leikmanni sem er oftast í miðjum bardaganum.
Tölfræði Hyypia:
Hyypia hefur spilað í dag 349 leiki fyrir Liverpool og skorað 24 mörk:
235 leikir og 17 mörk í Úrvalsdeildinni
48 leikir og 4 mörk í Meistaradeildinni
25 leikir og 2 mörk í UEFA bikarnum
19 leikir í Bikarkeppninni
16 leikir og 1 mark í Deildarbikarnum
2 um Góðgerðaskjöldin
2 í UEFA Super Cup
2 í HM félagsliða
Tekið úr grein Sami reaches 350 games for Liverpool