beach
« Lið vikunnar | Aðalsíða | Lið ársins hjá UEFA »

16. janúar, 2006
Finnan fær hólið sem hann á skilið.

Mikið hefur verið skrifa og rætt um Gerrard undanfarið og síðan Carragher í framhaldinu af því. En núna virðist almenningur byrjaður að taka eftir því hversu vel hann hefur spilað undanfarið ár og Rafa talar um hversu stöðugur Finnan sé nær ávallt.

“He will be seven, eight, nine or even ten out of ten every week. This is really important for the team. Some players find a good level for individual games, but don’t do the same every week. Finnan does it for a whole season”

Ég er afar sammála Rafa og almennt þeim Liverpool stuðningsmönnum sem ég tala við. Það eru fáir hægri bakverðir í deildinni sem eru jafngóðir og Finnan varnar- og sóknarlega. Keep up the good work!

.: Aggi uppfærði kl. 13:56 | 120 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (13)

Takk fyrir skemmtileg svör. Ég ætlaði mér alls ekki að skapa neikvæða umræðu. Það er rétt að liðinu gengur eins og í sögu og ekkert nema meiriháttar um það að segja. .

Ég vil taka það enn og aftur fram að ég hef ekkert út á Finnan að setja - finnst hann mjög góður leikmaður. Það er bara mín skoðun að ef ætti að styrkja liðið einhversstaðar þá væri það hægri bakvarðarstaðan.

Ég er reyndar afar lítið spenntur fyrir Riise. Mér finnst hann reyndar hafa staðið sig ágætlega í vinstri bakverðinum eftir að hann var færður þangað. Ég vil hins vegar ekki sjá hann á kantinum.

Ok - svo ég útskýri þetta með Finnan í bakverðinum og Riise á kantinum þá er ég ekki hrifinn af passívum leikmönnum. Hvergi á vellinum.

T.d. vil ég að kanntari hafi hæfileika til að sóla leikmenn, komast upp að endamörkum og senda fyrir. Riise reyndi þetta ekki einu sinni og það tók steinin úr að mínu mati þegar hann var kominn á móts við vítateig og sendi boltann aftur á Hyppia.

Bakvörður verður að mínu mati að vera góður sóknarlega. Lið eins og Liverpool þarf að hafa svoleiðis leikmann innanborðs. En þá þurfa menn að reyna, þora að taka áhættu. Mér fannst Finnan einfaldlega ekki reyna að koma upp kantinn. Þetta hefur þó lagast hjá honum í undanförnum leikjum.

Ég hef svo einnig þá skoðun að markmenn verði að hafa hæfileika til að koma út í teiginn og taka fyrirgjafir og sweepa fyrir hafsentana. Einnig finnst mér að hafsentar verði að geta spilað ofarlega og spilað boltanum vel frá sér.

Þetta er kannski munurinn á liðinu í stjóratíð Hullier og Benites. Mér fannst eins og Hullier tæki allt bit úr leikmönnum sínum. Hann refsaði mönnum fyrir hver mistök sem þeir gerðu þannig að menn hættu að reyna.

Rafa aftur á móti hefur náð að laða það besta fram úr hverjum einast leikmanni. Það eru allir á fullu, leikgleði alls staðar og sjálftraustið skín af leikmönnum.

Ég vil svo taka það fram að eins og skoðun mín á Riise og Crouch hefur breyst þá hefur skoðun mín á Finnan ekki breyst ennþá.

Svo skil ég ekki af hverju menn eru svona fastir í því að vilja hægri kanntara. Mér finnst staðan afar vel mönnuð. Gerrard og Garcia eru báðir „Heimsklassa“ leikmenn að mínu mati. Ég myndi frekar vilja senter. Er ég í alvöru eini maðurinn á þessu spjalli sem hef þá skoðun?

Svo hefði einnig verið gaman ef menn kæmu með þann mann sem þeim þykir veikasta hlekkinn í liðinu um þessar mundir í stað þess að gagnrýna þessa skoðun mína. Einar minntist t.d. á Riise.

Og strákar - í alvöru - erum við komnir með liðið sem vinnur enska meistaratitilinn? Besta liðið á englandi?

Kristján Atli - vinsamlega lestu greinina mína áður en þú svarar. Ég var að enda við að segja að skoðun mín á Finnan gæti breyst. Svo trúi ég bara ekki að þú skulir láta út úr þér setningu eins og "Rafa - sem veit þetta allt þúsund sinnum betur en við". ´Þetta minnir mig á spjall sem átti sér stað á Liverpool.is fyrir nokkrum árum síðan þegar maður var að gagnrýna Hullier. Það voru fullt af mönnum sem sögðu það sama um hann og þú núna um Rafa. Ekki það að ég hafi núna nokkuð út á störf Rafa að setja . Akkúrat ekkert.

Áfram Liverpool

Hössi sendi inn - 16.01.06 18:38 - (
Ummæli #9)

Ég er sáttur við þessi svör hjá þér Hössi. Skil alveg hvað þú ert að fara.

Mín skoðun á veiku hlekkjum þessa liðs er eitthvað á þessa leið:

  1. Breiddin í vörninni hefur verið veikur hlekkur. Okkur hefur vantað menn til leysa miðverðina af hólmi og sömuleiðis samkeppni við Finnan í hægri bakverðinum. Nú hefur Rafa keypt tvo menn sem eiga að leysa þetta vandamál. Hvort þeir munu gera það verður tíminn að leiða í ljós. Ég get með engu móti lagt mat á hæfileika þessara manna þar sem ég hef aldrei séð þá spila.

  2. Vinstri bakvarðarstaðan er kapítuli út af fyrir sig. Þar erum við með þrjá menn og ég tel engan þeirra vera nógu hæfan til að gegna þessari stöðu til lengri tíma litið. Riise kemst næst því en ég tel okkur geta gert betur. Ég held að Rafa muni líta í kringum sig í sumar að vinstri bakverði.

  3. Hægri kantur. Við þurfum teknískan, snöggan leikmann á kantinn sem kemur tuðrunni fyrir markið. Garcia er snillingur að mínu mati en hann er öðruvísi leikmaður en sá sem ég vil sjá bætast í hópinn. Vonandi kemur þessi maður núna í janúar glugganum.

  4. Sóknarmaður. Sammála þér Hössi. Ég held að það sé alveg pláss fyrir nýjan, öflugan framherja. Ég er þó alls ekkert ósáttur við þá menn sem við höfum og tel t.a.m. Morientes og Crouch hæfa til að leika fyrir Liverpool.

Við getum vissulega gert betur hvað leikmannahópinn varðar. En í dag tel ég mikilvægast að bæta hægri kantmanni við hópinn. Annað "má" bíða.

Gummi H sendi inn - 16.01.06 19:22 - (Ummæli #11)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 1-0 Tottenham
·Luton 3 - Liverpool 5
·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3

Síðustu Ummæli

Sigtryggur Karlsson: :-) Góð umræða og Hössi gerir grein f ...[Skoða]
SSteinn: Já, misjafnar eru skoðanir manna, svo mi ...[Skoða]
Gummi H: Ég er sáttur við þessi svör hjá þér Höss ...[Skoða]
Kristján Atli: Hössi, ég þakka skilmerkileg og málefnal ...[Skoða]
Hössi: Takk fyrir skemmtileg svör. Ég ætlaði mé ...[Skoða]
Gummi H: Mér sýnist á málflutningi Hössa að "heim ...[Skoða]
BigGun: Kominn tími til að hrósa loksins leikmön ...[Skoða]
Kristján Atli: Hössi, ég skil ekki hvernig þú nennir þe ...[Skoða]
Einar Örn: Hössi: >Ég er samt ennþá þeirrar skoðun ...[Skoða]
Hössi: Er svo eitthvað að frétta af leikmannamá ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Fimm dagar...
· Lið ársins hjá UEFA
· Finnan fær hólið sem hann á skilið.
· Lið vikunnar
· Könnun
· Hugmynd?

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License