Takk fyrir skemmtileg svör. Ég ætlaði mér alls ekki að skapa neikvæða umræðu. Það er rétt að liðinu gengur eins og í sögu og ekkert nema meiriháttar um það að segja. .
Ég vil taka það enn og aftur fram að ég hef ekkert út á Finnan að setja - finnst hann mjög góður leikmaður. Það er bara mín skoðun að ef ætti að styrkja liðið einhversstaðar þá væri það hægri bakvarðarstaðan.
Ég er reyndar afar lítið spenntur fyrir Riise. Mér finnst hann reyndar hafa staðið sig ágætlega í vinstri bakverðinum eftir að hann var færður þangað. Ég vil hins vegar ekki sjá hann á kantinum.
Ok - svo ég útskýri þetta með Finnan í bakverðinum og Riise á kantinum þá er ég ekki hrifinn af passívum leikmönnum. Hvergi á vellinum.
T.d. vil ég að kanntari hafi hæfileika til að sóla leikmenn, komast upp að endamörkum og senda fyrir. Riise reyndi þetta ekki einu sinni og það tók steinin úr að mínu mati þegar hann var kominn á móts við vítateig og sendi boltann aftur á Hyppia.
Bakvörður verður að mínu mati að vera góður sóknarlega. Lið eins og Liverpool þarf að hafa svoleiðis leikmann innanborðs. En þá þurfa menn að reyna, þora að taka áhættu. Mér fannst Finnan einfaldlega ekki reyna að koma upp kantinn. Þetta hefur þó lagast hjá honum í undanförnum leikjum.
Ég hef svo einnig þá skoðun að markmenn verði að hafa hæfileika til að koma út í teiginn og taka fyrirgjafir og sweepa fyrir hafsentana. Einnig finnst mér að hafsentar verði að geta spilað ofarlega og spilað boltanum vel frá sér.
Þetta er kannski munurinn á liðinu í stjóratíð Hullier og Benites. Mér fannst eins og Hullier tæki allt bit úr leikmönnum sínum. Hann refsaði mönnum fyrir hver mistök sem þeir gerðu þannig að menn hættu að reyna.
Rafa aftur á móti hefur náð að laða það besta fram úr hverjum einast leikmanni. Það eru allir á fullu, leikgleði alls staðar og sjálftraustið skín af leikmönnum.
Ég vil svo taka það fram að eins og skoðun mín á Riise og Crouch hefur breyst þá hefur skoðun mín á Finnan ekki breyst ennþá.
Svo skil ég ekki af hverju menn eru svona fastir í því að vilja hægri kanntara. Mér finnst staðan afar vel mönnuð. Gerrard og Garcia eru báðir „Heimsklassa“ leikmenn að mínu mati. Ég myndi frekar vilja senter. Er ég í alvöru eini maðurinn á þessu spjalli sem hef þá skoðun?
Svo hefði einnig verið gaman ef menn kæmu með þann mann sem þeim þykir veikasta hlekkinn í liðinu um þessar mundir í stað þess að gagnrýna þessa skoðun mína. Einar minntist t.d. á Riise.
Og strákar - í alvöru - erum við komnir með liðið sem vinnur enska meistaratitilinn? Besta liðið á englandi?
Kristján Atli - vinsamlega lestu greinina mína áður en þú svarar. Ég var að enda við að segja að skoðun mín á Finnan gæti breyst. Svo trúi ég bara ekki að þú skulir láta út úr þér setningu eins og "Rafa - sem veit þetta allt þúsund sinnum betur en við". ´Þetta minnir mig á spjall sem átti sér stað á Liverpool.is fyrir nokkrum árum síðan þegar maður var að gagnrýna Hullier. Það voru fullt af mönnum sem sögðu það sama um hann og þú núna um Rafa. Ekki það að ég hafi núna nokkuð út á störf Rafa að setja . Akkúrat ekkert.
Áfram Liverpool