beach
« Dudek slær á sögusagnirnar | Aðalsíða | Tvær breytingar á byrjunarliðinu »

14. janúar, 2006
Martin Jol belgir sig út

  • jol-davids.jpg
  • Martin Jol með einum af fjölmörgum ungum leikmönnum, sem hann hefur fengið til Tottenham.
Þessi manchester united Man City leikur er svo leiðinlegur að ég ákvað bara að sitja með laptop-inn minn í kjöltunni á meðan ég horfi.

Úps, Man City komið í tvö núll. Allt að gerast. Núna þarf bara David James að standa sig!

Allavegana, rakst á sæmilega merkilegt viðtal við Martin Jol, en hann hefur verið duglegur að[tjá sig um leikinn við okkur í dag.

Hann byrjaði á því að segja að við ættum enga möguleika á að ná Chelsea og í dag bætir hann um betur með því að belgja sig út fyrir að hafa náð betri árangri en Rafa Benitez (!!)

“We’ve done better than Liverpool if you compare the progress at the two clubs,”

“Liverpool were still in the top four or five before Benitez arrived and we weren’t, so it’s a much different job.

Ok, svona smá preface, svo einsidan fái ekki flog í kommentunum: Við höfum án undantekningar talað vel um Martin Jol og upphitunin fyrir síðasta Tottenham leik var nánast ein lofræða um Martin Jol.

En er Martin Jol byrjaður að reykja krakk? Hvernig getur hann sagst hafa náð betri árangri en Liverpool? Ok, árangurinn í deildinni hefur verið svipaður, en við urðum EVRÓPUMEISTARAR. Var sá titill unninn í einhverjum öðrum heimi? Við höfum líka breyst frá því að vera í 4. sæti, 60 stigum á eftir manchester united og Arsenal í það að vera í 3. sæti á undan Arsenal og nánast á sama stigi og Man U. Allt á sama tíma og við unnum okkar riðil í Meistaradeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta Tottenham lið heldur sér ef það þarf að spila í Evrópukeppninni.


En allavegana, svo heldur hann áfram og segir um stefnu Rafa í leikmannamálum:

“They have signed older players, we have brought in a lot of young players and most of them have done well, along with two or three experienced players.”

“Older players”? Af þeim leikmönnum, sem Liverpool hefur borgað einhvern pening fyrir, þá man ég bara eftir Josemi, Morientes og Luis Garcia, sem voru eldri en 22 ára þegar þeir komu. Hvernig fær Jol þá það út að þeir hafi keypt “bara unga” með 2-3 eldri, en við kaupum “older players”?

En allavegana, þetta breytir svo sem ekki miklu fyrir leikinn í dag.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 13:11 | 391 Orð | Flokkur: Enski Boltinn
Ummæli (5)

Jæja, mig langar að svara þessu aðeins, og þar sem ég er svolítið ósáttur við pistilinn þá er mjög líklegt að þetta comment verði afskrifað sem flogakast, enda búið að leggja ágætis jarðveg fyrir þannig afgreiðslu.. :-)

Varðandi það að Liverpool geti ekki náð Chelsea.. Ég efast stórlega um að hann hafi hringt í fjölmiðlana og heimtað að fá að tjá sig um þetta. Hann hefur mjög líklega verið spurður og gefið þetta svar - svar sem ég held að allir hljóti að vera sammála um. Það er fráleitt að túlka það sem eitthvað skot á Liverpool, en eins og staðan er í dag þá er mjög mjög ólíklegt að einhverjir geri Chelsea skráveifu, nema þeir sjálfir.

Mér finnst þú bæði snúa út úr því sem Jol segir, auk þess að kokgleypa það sem Sky lesa úr þessu.

Hvað framfarirnar varðar þá las ég "We’ve done better than Liverpool if you compare the progress at the two clubs". Hann er sem sagt að tala um framfarirnar, ekki hverjir hafa unnið fleiri dollur eða neitt slíkt, það fer ekkert á milli mála. Áður en Benitez kom voru Liverpool yfirleitt í Evrópukeppni, hafa unnið slangur af titlum síðustu ár og oft spilað nokkuð vel. Mjög rótgróið topp 4 (CL) lið. Auðvitað hefur Benitez (amk að mínu mati) gert liðið talsvert betra en það var, og það er impressive að horfa á það spila sinn þétta bolta.

Hjá Tottenham er Jol búinn að rífa liðið heilmikið upp, við erum skyndilega komnir í góðan séns á UEFA sæti, og outside séns á CL (sem ég tel þó því miður ekki líklegt). Undanfarin ár hafa menn verið nokkuð sáttir við topp 10 finish, og að komast langt í bikarnum. Við erum ekki lengur þessi push-over sem við höfum verið, og þó við höfum dottið á skammarlegan hátt úr báðum bikarkeppnum núna, þá er mun meiri stöðugleiki í liðinu og barátta. Allt þetta á meðan meðalaldur liðsins hefur lækkað um nokkur ár á síðustu 2-3 árum. Framtíðin er því björt, eitthvað sem við Tottenham menn höfum ekki verið vanir undanfarin ár.

Ég ætla í sjálfu sér ekkert að fella dóm um það hvort framfarirnar hjá okkur hafi verið meiri en hjá ykkur, en Jol hefur alveg eitthvað til síns máls. Afsakið flogakastið í mér, en mér finnst bara frekar ósanngjarnt að láta að því liggja að Jol sé að reykja krakk.

Þetta með það að þið hafið verið að kaupa eldri leikmenn en við finnst mér svolítið skrítinn punktur, sé ekki alveg hvað Jol er að fara þar.

Það er eðlilegt að menn lesi svona fréttir með gleraugum síns liðs, og ég býst ekki við því að skoðanir mínar fái mikinn hljómgrunn. En það er hluti af sjarmanum við að fylgjast með boltanum.

En að lokum langar mig að benda á það að títtnefndur Martin Jol verður fimmtugur á mánudaginn, og hvet ég menn til að skála fyrir honum, þ.e.a.s. öllum nema Agga.

einsidan sendi inn - 14.01.06 22:48 - (Ummæli #3)

Allt í góðu mín megin :-)

einsidan sendi inn - 15.01.06 18:15 - (Ummæli #5)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 1-0 Tottenham
·Luton 3 - Liverpool 5
·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3

Síðustu Ummæli

einsidan: Allt í góðu mín megin :-) ...[Skoða]
Einar Örn: Já, ég veit að fyrra kommentið varðandi ...[Skoða]
einsidan: Jæja, mig langar að svara þessu aðeins, ...[Skoða]
Ólafur: Þessi Evra gat nú ekki mikið - Tapar ska ...[Skoða]
Aggi: Ég varla trúi því að Martin Jol hafi lát ...[Skoða]

Síðustu færslur

· 7 dagar
· Liverpool 1-0 Tottenham
· Tvær breytingar á byrjunarliðinu
· Martin Jol belgir sig út
· Dudek slær á sögusagnirnar
· Rafa segir Sissoko að slaka á.

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License