14. janúar, 2006

- Martin Jol með einum af fjölmörgum ungum leikmönnum, sem hann hefur fengið til Tottenham.
Þessi
manchester united
Man City leikur er svo leiðinlegur að ég ákvað bara að sitja með laptop-inn minn í kjöltunni á meðan ég horfi.
Úps, Man City komið í tvö núll. Allt að gerast. Núna þarf bara David James að standa sig!
Allavegana, rakst á sæmilega merkilegt viðtal við Martin Jol, en hann hefur verið duglegur að[tjá sig um leikinn við okkur í dag.
Hann byrjaði á því að segja að við ættum enga möguleika á að ná Chelsea og í dag bætir hann um betur með því að belgja sig út fyrir að hafa náð betri árangri en Rafa Benitez (!!)
“We’ve done better than Liverpool if you compare the progress at the two clubs,”
“Liverpool were still in the top four or five before Benitez arrived and we weren’t, so it’s a much different job.
Ok, svona smá preface, svo einsidan fái ekki flog í kommentunum: Við höfum án undantekningar talað vel um Martin Jol og upphitunin fyrir síðasta Tottenham leik var nánast ein lofræða um Martin Jol.
En er Martin Jol byrjaður að reykja krakk? Hvernig getur hann sagst hafa náð betri árangri en Liverpool? Ok, árangurinn í deildinni hefur verið svipaður, en við urðum EVRÓPUMEISTARAR. Var sá titill unninn í einhverjum öðrum heimi? Við höfum líka breyst frá því að vera í 4. sæti, 60 stigum á eftir manchester united
og Arsenal í það að vera í 3. sæti á undan Arsenal og nánast á sama stigi og Man U. Allt á sama tíma og við unnum okkar riðil í Meistaradeildinni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta Tottenham lið heldur sér ef það þarf að spila í Evrópukeppninni.
En allavegana, svo heldur hann áfram og segir um stefnu Rafa í leikmannamálum:
“They have signed older players, we have brought in a lot of young players and most of them have done well, along with two or three experienced players.”
“Older players”? Af þeim leikmönnum, sem Liverpool hefur borgað einhvern pening fyrir, þá man ég bara eftir Josemi, Morientes og Luis Garcia, sem voru eldri en 22 ára þegar þeir komu. Hvernig fær Jol þá það út að þeir hafi keypt “bara unga” með 2-3 eldri, en við kaupum “older players”?
En allavegana, þetta breytir svo sem ekki miklu fyrir leikinn í dag.