13. janúar, 2006
Jerzy Dudek var
bálreiður þegar hann las sögurnar um hann í blöðunum í dag en þar var
því haldið fram að hann væri brjálaður út í Rafa og vildi fara frá félaginu og það helst í gær. Þetta er allskostar ekki rétt en Dudek sagði nú í kvöld að hann bæri mikla virðingu fyrir Rafa en viðurkenndi að vilja spila meira.
Ég ber mikla virðingu fyir stjóranum. Ég var alls ekki sáttur við að lesa sögurnar um mig í blöðunum í dag. Ég sagði aldrei þessa hluti og er búinn að setjast niður með stjóranum og tilkynna honum það. Ég ber mikla virðingu fyrir Rafa Benítez og hef lært meira af honum á undanförnum 18 mánuðum en af öllum hinum stjórunum mínum. Maður móðgar ekki einhvern sem maður virðir. Það er bara bull að ég vilji ekki spila fyrir Liverpool lengur. Þetta er frábær klúbbur með stórkostlega stuðningsmenn, af hverju ætti ég ekki að vilja vera hér áfram? Eins og allir knattspyrnumenn vil ég spila reglulega. Ég er orðinn pirraður á stöðu minni en ég er atvinnumaður og mun halda áfram að leggja hart að mér og gera mitt besta fyrir Liverpool Football club.
Það er ekki annað hægt en að taka hattinn ofan fyrir þessu hjá Dudek. Maður skilur vel að hann vilji spila en þarna tekur hann af allan vafa að hann vilji fara og sýnir klúbbnum mikla hollustu. Ég held samt sem áður að hann verði lánaður nú í janúar og svo seldur í sumar en það verður jú bara að koma í ljós….