beach
« Fjórði penninn á Liverpool blogginu! | Aðalsíða | Theo Walcott til Arsenal skv. BBC (uppfært S'ton neita) »

13. janúar, 2006
Jerzy bálreiður út í Rafa

Jæja, nú virðist sem Jerzy Dudek, hetjan okkar frá því í Istanbúl í maí í fyrra, sé endanlega búinn að gera út um framtíð sína hjá Liverpool. Það var svo sem löngu orðið ljóst að hann ætti ekki mikla framtíð fyrir sér hjá liðinu, eftir sterka innkomu Pepe Reina í aðalliðinu og einnig eftir kaupin á Scott Carson fyrir ári síðan.

Nú er svo janúarmánuður upprunninn og ljóst að Jerzy Dudek er til sölu. Klúbburinn hefur hins vegar skellt þriggja milljón punda verðmiða á kappann, honum sjálfum til mikillar armæðu.

Um sl. helgi lét hann hins vegar miður skemmtileg orð í garð Rafa Benítez falla í viðtali við sjónvarpsmenn ytra, og fyrir vikið tel ég meira eða minna 0% líkur á því að hann muni nokkurn tímann klæðast Liverpool-treyjunni aftur. Auðvitað var Jerzy bara að viðra pirring sinn yfir þeirri stöðu sem hann er í núna, en hann hefur ekki leikið alvöru leik fyrir Liverpool síðan hann varði vítaspyrnu Schevchenko fyrir tæpum átta mánuðum síðan og nú er algjörlega óvíst hvort hann fái að fara frá liðinu í janúar, eins og hann hefur grátbeðið um að fá að gera. Rafa hefur sagt að þetta velti allt á því hvort að rétta tilboðið berist í Jerzy, þar sem hann hafi á sínum tíma kostað félagið mikinn pening og þeir séu ekki reiðubúnir að láta manninn fara frítt, og þótt sú afsökun dugi svo sem alveg þá er auðvelt að hafa samúð með Jerzy í þeirri stöðu sem hann er í núna. Pólland spilar á HM í sumar og honum er annt um sæti sitt þar, en verður örugglega ekki fyrsti kostur hjá landsliði sínu ef hann ekki spilar neinn einasta alvöru leik allan veturinn.

Hins vegar er spurning hvort hann hafi gengið of langt í gagnrýni sinni á Rafa með eftirfarandi orðum:

“Jafnvel þótt hann [Rafa Benítez] vilji nota mig í Liverpool-leik vil ég aldrei spila fyrir þetta félag aftur. Ég sé enga ástæðu til að ræða málin eitthvað frekar við Benítez. Það er tímasóun. Ég hef ákveðið að yfirgefa Liverpool, hvað sem það kostar, og ég mun ekki skipta um skoðun. Framkoma Benítez gerir mig bara enn pirraðri.”

Sem sagt, Jerzy er ósáttur.

Við Einar Örn höfum margoft í gegnum tíðina viðrað okkar skoðun á Jerzy (sjá leikskýrslu gegn Portsmouth í fyrra, ágætt dæmi) og sú skoðun stendur. Jerzy nánast vann úrslitaleik Deildarbikarsins vorið 2003 gegn manchester united fyrir okkur og hann var sennilega stærsta hetjan af þeim öllum í sigrinum í Meistaradeildinni sl. vor, og fyrir það munum við ævinlega minnast hans með bros á vör. En það breytir ekki því að Jerzy var ekki nógu traustur leikmaður yfir heilt tímabil til að manna marklínuna hjá okkur. Það er engin tilviljun að Liverpool-liðið - með nákvæmlega eins mannaðri vörn og á sl. tímabili - skuli þegar vera búnir að halda hátt í tuttugu sinnum hreinu marki í vetur. Eina breytingin á varnaruppstillingunni er markvörðurinn, en Pepe Reina hefur nánast farið á kostum í vetur.

Spurningin er bara: hvenær fer Jerzy? Verður honum að ósk sinni um að fá að fara núna strax í janúar, svo að hann geti tryggt sér stöðu í byrjunarliði Pólverja í sumar, eða þarf hann að bíða fram á sumarið eftir tilfærslu? Ég vona persónulega að hann fái bara að fara strax, því ef hann þarf að húka lengur á tréverkinu verður hann bara enn pirraðri, og því pirraðri sem hann verður því meira mun hann tala illa um klúbbinn og Rafa, og fyrir vikið mun hann bara gera aðdáendum liðsins (og sjálfs sín) erfiðara fyrir að ætla að minnast hans með hlýhug.

Stundum þurfa menn bara að fá að fara áður en það er of seint, og að mínu mati á það við um Jerzy. Ef það gæti nú bara einhver klúbbur drullast til að bjóða nokkrar millur í hann …

.: Kristján Atli uppfærði kl. 00:57 | 638 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (8)

Sky vitna svo í viðtal við hans við The Sun, þar sem hann segir enn verri hluti

"I didn't go to Luton last Saturday to make it clear that I'm not interested in being second-choice keeper," he explained.

"Why doesn't he behave like a decent person for once in his life and start treating me in a proper way, like I always have him?

Fyrir þessi komment hefur hann svert góðu minningarnar. Við erum búin að þola klúður hans alltof lengi og hann hefur ekkert efni á því að setja sig á svona háan hest þrátt fyrir að hann hafi leikið einsog hetja í síðasta leik sínum.

Bæ bæ!

Einar Örn sendi inn - 13.01.06 09:16 - (Ummæli #4)

Dudek er núna í viðtali við official síðuna, þar sem hann segir að hann hafi ekki sagt þessa hluti. Sjá hér:

"I was very unhappy to read the stories about me in today's newspapers. "I did not say those things and have sat down with the manager and told him that.

"I have a great deal of respect for Rafa Benitez and have learnt more from him in the past 18 months than from any other manager in my career. You do not insult somebody you respect.

"It's crazy when people claim I don't want to play for Liverpool anymore. This is a great club with fantastic supporters, so why would I not want to be involved?

Jammm

Einar Örn sendi inn - 13.01.06 15:10 - (Ummæli #7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Luton 3 - Liverpool 5
·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0

Síðustu Ummæli

L.Á.: Veistu ég skil Dudek mjög vel og ég held ...[Skoða]
Einar Örn: Dudek er núna í viðtali við official síð ...[Skoða]
Vargurinn: Það er rosalega slæmt dæmi að mínu mati ...[Skoða]
Doddi: Ég hugsa með hlýhug til Dudek því sannar ...[Skoða]
Einar Örn: Sky vitna svo í viðtal við hans við *The ...[Skoða]
Árni: Jerzy er frábær markvörður... hans helst ...[Skoða]
Kristján Atli: Telst hér með leiðrétt. Ég er alveg jafn ...[Skoða]
Arnar O: Vil benda á smávægilega villu í tilvitnu ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Tottenham á morgun!
· Theo Walcott til Arsenal skv. BBC (uppfært S'ton neita)
· Jerzy bálreiður út í Rafa
· Fjórði penninn á Liverpool blogginu!
· Agger í skýjunum
· Lið Ársins 2005 - þú getur valið!

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License