beach
« Lið Ársins 2005 - þú getur valið! | Aðalsíða | Fjórði penninn á Liverpool blogginu! »

12. janúar, 2006
Agger í skýjunum

Nýjasti liðsmaður okkar, Daniel Agger var að vonum í skýjunum þegar opinbera heimasíðan tók fyrsta viðtalið við hann í dag. Eins og við greindum frá í morgun stóðst Agger læknisskoðun og skrifaði í kjölfarið undir samninginn sem er til fjögra og hálfs ár og er langþráðri leit okkar að miðverði þvi loksins lokið.

“Þetta er fullkomið. Að koma til eins af stærstu liðum í heimi er ótrúlegt fyrir mig. Liverpool var alltaf liðið sem ég vildi fara til. Þetta er frábær klúbbur og það tók alls ekki langan tíma að sannfæra mig um að koma hingað” sagði Agger sem talar einstaklega góða ensku og er strax búinn að koma sér vel fyrir.

“Mér gengur vel að koma mér fyrir. Æfingasvæðið er frábært, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ég er ekki búinn að koma á Anfield en ég veit allt um andrúmsloftið þar og Kop stúkuna. Þetta er allt mjög spennandi. Ég hlakka til að byrja ferilinn minn hérna og get ekki beðið eftir því að spila.”

Agger verður því að berjast við Carra og Sami um byrjunarliðsstöðuna og sé ég fyrir mér að frændi hans frá Finnlandi muni kenna honum einn eá tvo hluti áður en Agger byrjar alla leiki með Carra í hjarta varnarinnar.

”Ég hitti þá í morgun og þeir virðast vera mjög fínir náungar. Ég ber mikla virðingu fyrir Jamie og Sami, þeir eru frábærir leikmenn en ég er tilbúinn til að berjast fyrir sæti mínu í liðinu. Ég get auðvitað enn bætt mig sem leikmaður og ég vonast til að læra af þessum mönnum sem eru hérna hjá Liverpool.”

Agger hefur ekkert spilað í þrjá mánuði og er því líklegt að hann muni taka sér smá tíma í að komast í fullt form. Rafa var ánægður með að fá Agger til sín:

“Hann var alltaf okkar fyrsti valkostur sem miðvörður” sagði Rafa og bætti við: “Fyrir utan það hversu góður leikmaður hann er var ein af aðalástæðunum sú að maður fann það hversu mikið hann vildi koma til félagsins. Það var mér mjög mikilvægt.”

Nú er bara að hlakka til að sjá Agger í fyrsta sinn. Eins og ég sagði þá er hann ekki í sínu besta formi þar sem hann hefur verið meiddur en vonandi spilar hann sinn fyrsta leik sem allra fyrst.

Hér eru svo tíu staðreyndir um Daniel Agger:

  • Daniel Agger fæddist í Danmörku þann 12. nóvember árið 1984.
  • Daniel er fimmti Daninn til að spila fyrir Liverpool og fetar í fótspor Jan Molby, Torben Piechnik, Michael Stensgaard og Jorgen Nielsen.
  • Agger er danskur landslisðmaður og sýndi góða takta þegar hann hélt Michael Owen og Wayne Rooney alveg niðri í 4-1 sigri Danmerkur á Englandi í ágúst árið 2005.
  • Hann hefur spilað fjóra landsleiki og skorað í þeim eitt mark.
  • Agger spilaði sinn fyrsta landsleik 2. júní 2005 gegn Finnum og lék þá gegn Jari Litmanen fyrrum leikmanni Liverpool en Sami Hyypia spilaði einnig í leiknum.
  • Hann byrjaði feril sinn í Danmörku með Rosenhoj áður en hann gekk til liðs við Bröndby.
  • Agger spilaði sinn fyrsta leik fyrir Bröndy 19 ára gamall í deildarleik gegn OB Odense.
  • Hans besta staða er í miðverðinum, en Agger er með góðan vinstri fót og getur líka spilað í vinstri bakverði.
  • Jan Mölby sagði þetta eitt sinn um landa sinn Agger: “Hann er mjög góður leikmaður. Hann hefur spilað í fremstu röð í Danmörku í eitt ár. Hann hefur frábæra hæfileika og ég er mjög hrifinn af honum. Hann er mjög yfirvegaður, örvfættur, sterkur í loftinu og les leikinn einstaklega vel.
  • Daniel Agger var valinn efnilegasti íþróttamaður Danmerkur fyrir allar íþóttir fyrir árið 2005
Velkominn Daniel!

.: Hjalti uppfærði kl. 15:47 | 602 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Luton 3 - Liverpool 5
·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0

Síðustu Ummæli

Guðrún: LIVERPOOL eru bestir :-) ...[Skoða]
Elías Már: Agger er reyndar aðeins þriðji le ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Jerzy bálreiður út í Rafa
· Fjórði penninn á Liverpool blogginu!
· Agger í skýjunum
· Lið Ársins 2005 - þú getur valið!
· Agger kominn (STAÐFEST - Official) - (uppfært)
· Daniel Agger á leið til Liverpool - Staðfest! (Uppfært)

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License