10. janúar, 2006
Liverpool hafa tilkynnt að þeir hafi ákveðið að bjóða Cristian Bolanos ekki samning. Þessi rúmlega tvítugi hægri kantmaður frá Deportivo Saprissa var búinn að vera til reynslu hjá félaginu í rúma viku, og miðað við það sem sagt var um hann fyrir helgi þá fannst manni eiginlega líklegt að hann fengi samning. En svo virðist ekki vera.
Þá hlýtur maður að spyrja sig: fyrst Rafa sleppir þarna séns á að fá hægri kantmann ódýrt, einhvern sem yrði fyrirtaks varaskeifa fyrir aðalliðið okkar, er þá ekki eðlilegt að ætla að hann sé með einhvern annan í sigtinu? Við færum ekki að sleppa Bolanos nema að vera t.d. langt komnir í samningsviðræðum við Simao, Pennant, eða Theo Walcott? Hmmm?