beach
« Le Tallec, Traore og Mellor að fara? | Aðalsíða | Luton Town á morgun! »

06. janúar, 2006
Jan Kromkamp hlakkar til að kljást við Rooney.

Í viðtali við The Independent Online segist Kromkamp m.a. hlakka til þess að mæta Rooney og að hann hafi fulla trú á því að hann geti staðið sig vel hjá Liverpool.

“Rooney’s a very good player but I didn’t encounter any particular problems on the night. That makes me feel I can do a job for Liverpool in the Premiership.”

Rafa segir sjálfur m.a. um Jan:

“Jan’s coming here to play as much as possible. If he puts Finnan under pressure then that can only be good for the club. We need competition in all areas.”

Ég hef aldrei sé drenginn spila en hann getur ekki verið verri en Josemi. Vonandi að maður sjái hann gegn Luton á laugardaginn.

.: Aggi uppfærði kl. 08:00 | 119 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (25)

Ég hef akkúrat ekkert á móti Steve Finnan. Mér finnst hann bara alls ekki nógu góður fyrir Liverpool. Skorar ekkert leggur lítið sem ekkert upp. Slakur sóknarlega, sólar aldrei, slakur skallamaður. Ég samt ekki að segja að hann sé vondur leikmaður - bara ekki nógu góður fyrir Liverpool. Vil líka benda á að hann er varamaður fyrir Carr í Írska landsliðinu - og það þegar hann á að vera að spila óaðfinnanlega fyrir Liverpool. Vil líka benda á að hann er sá eini í liðinu sem hefur ekki haft neina samkeppni um stöðuna sína. Josemi var því miður aldrei nein samkeppni.

Annað - og ég hef að mig minnir rætt þetta áður - Parry hefur að mínu mati alls ekki staðið sig sem skyldi fyrir Liverpool. Mig minnir að hann hafi byrjað hjá Liverpool 1991 eða 1992. Á þessum 13-14 árum fórum við úr því að vera besta lið Englands yfir í eitthvað annað. Allir aðrir framkvæmdastjórar hjá hvaða fyrirtæki í heiminum hefðu verið látnir taka pokann sinn. Ég fullyrði það. Af hverju haldið þið að Chelsea, Man Utd o.fl. kaupi þessa menn dýrum dómi? Vegna þess að þeir skipta máli. Gegna lykilhlutverki í að semja við leikmenn, semja um kaupverð, sannfæra menn um að koma til liðsins o.sv.frv.

Við skulum svo ekki missa okkur yfir því að Rafa hafi komið til liðsins og sé að gera frábæra hluti. Að mínu mati var það Parry sem klikkaði í sumar ekki Rafa. Vonandi klikkar Parry ekki aftur núna.

SSteinn - af hverju hef ég það svona sterkt á tilfiningunni að þú hafir varið þennan Parry í gegnum súrt og sætt í gegnum tíðina. Sérstaklega þegar Hullier ruglið var í mestum gangi. Ég er þó ekki viss. Þú leiðréttir mig ef ég er að fara með rangt mál.

Jensen - ég vil taka fram að ég var ekki einn af þeim sem var að gagnrýna Josemi. Fannst hann alltaf eiga meira inni en hann var að sýna. Svo bara átti hann ekkert inni - því miður.

Einar - ég væri til í að hafa allar þrjá hægri bakverðina í Chelsea í Liver. í stað Finnan og einnig bakverðina í man utd og Arsenal. Ég vil samt taka það fram að mér er meinilla við alla þessa menn - ég tel þá bara betri en Finnan.

Að lokum - liðið er að spila frábæran bolta um þessar mundir. Allir með blússandi sjálfstraust o.sv.frv. Það má samt enn styrkja liðið. Vonandi gerir Kronkamp það og Agger líka. En ... erum við ekki að bíða eftir stóru kaupunum. Stóra nafninu. Er ekki aðalástæðan fyrir stórum nöfnum sú að leikmennirnir hafa eitthvað til brunns að bera. Séu góðir knattspyrnumenn. Jú það er rétt að Rafa er að leita að réttu mönnunum fyrir liðið. Að mínu mati gætu Nesta og Ronaldo vel verið það - tel það reyndar pottþétt.

Áfram Liverpool!

Hössi sendi inn - 06.01.06 16:27 - (
Ummæli #13)

Það er alveg merkilegt að menn nenni að þræta um svonalagað þegar liðinu gengur vel. Mér finnst líka hálf skrítið að sjá hvað menn bregðast illa við þegar einhver gagnrýnir eitthvað við rekstur liðsins. Ég hefði nú haldið að menn mættu alveg efast um hitt og þetta og vil benda á að það er ekkert sjálfgefið að öllum finnist þessi eða hinn leikmaður jafn góður. Það er eitt að rífast eða metast við stuðningsmenn annarra liða, ef menn hafa gaman af því. En að gera lítið úr skoðunum manna vegna þess að þeir eru ekki með ártöl, eða álíka tittlingaskít, á hreinu er bara barnalegt. Ef menn halda með sama liðinu, þá ættu þeir að geta rætt málin á tiltölulega siðuðum nótum. SSteinn t.d. mætti stundum taka sér umsjónarmenn þessarar síðu til fyrirmyndar, en þeir eru yfirleitt (ef ekki alltaf) kurteisir í svörum sínum, hvort sem þeir eru sammála eða ekki.

Eina ástæðan fyrir því að ég segi þetta er vegna þess að ég hef haldið með þessu liði síðan ég var krakki og að mér finnst þessi síða frábær, en leiðist þegar menn færa sig niður á gras.is levelið. Þó ég sé sjálfur ekki með ártöl, tölfræðiupplýsingar eða álíka pervertisma á hreinu þá finnst mér ég eiga rétt á að tjá mína skoðun ef einhver slík er til staðar. Sama finnst mér að ætti að gilda um aðra.

Þetta er bara spurning um að bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, það er alveg merkilega auðvelt ef maður leyfir sér það.

toggipop sendi inn - 07.01.06 09:42 - (
Ummæli #19)

(Þessi þráður er nú að verða frekar gamall en þar sem ég var að koma að tölvunni bara verð ég að segja nokkur orð.)

Mikið væri nú gaman ef menn myndu svara manni á málefnanlegan hátt. Reyndar var það gert hér á spjallinu nema með einni undantekningu. Mikið vona ég að þessi spjallsíða haldi sínu striki en menn sem skrifa annarsstaðar haldi sig þar.

Þetta með Finnan er ekkert persónulegt. Bara mín skoðun. Mér finnst hann slakasti maðurinn í byrjunarliðinu á annars frábæru Liverpool liði. Mikið hefði nú verið gaman að einhver hefði komið með annað nafn sem þeim finnst slakari o.sv.frv.

Varðandi Parry þá tel ég mig hafa fullan rétt á að tjá mig um hann og aðra stjórnendur liðsins. Þó ég viti ekki nafnið á boltastrákunum og sturtuvörðunum þá hef ég skoðun á stjórnun og rekstri félagsins. Eigandi félagsins, David Moores, tók við félaginu einhvern tímann upp úr 1990. Síðan þá fór að halla undan fæti.

Rick Parry kom til Liverpool 1998. Þegar Rafa Benites tók við liðinu var liðið rjúkandi rúst. Liðið í bullandi mínus. Akademían nánast tóm og við búnir að stórtapa á leikmannakaupum o.sv.frv. Ég kenni Hullier ekki alfarið um þetta heldur einnig þeim mönnum sem sjá um að ráða og reka framkvæmdastjórann.

Rafa nær að búa til Evrópumeistara upp úr engu. Í kjölfarið biður hann um menn. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að Parry sæi um að semja við menn o.sv.frv. Það gerðist lítið sem ekkert í sumar og menn voru mjög óánægðir með gang mála. Hvern í andsk. á að gagnrýna fyrir það annan en Parry.

SSteinn - vertu nú maður í þér og leiðréttu rangfærslur ef þú telur þig vita betur í stað þess að koma með upphrópanir og yfirlýsingar.

Áfram Liverpool!

Hössi sendi inn - 09.01.06 10:15 - (
Ummæli #22)

Geisp!

Einar Örn sendi inn - 09.01.06 14:29 - (Ummæli #25)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Luton 3 - Liverpool 5
·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0

Síðustu Ummæli

Einar Örn: Geisp! ...[Skoða]
Hössi: Ég tel Finnan veikasta hlekkinn í sterku ...[Skoða]
SSteinn: Að svara á málefnalegan hátt? Hvernig v ...[Skoða]
Hössi: (Þessi þráður er nú að verða frekar gama ...[Skoða]
Mummi: Ég ætla nú að taka undir orð SSteins hér ...[Skoða]
Ingi: Mikið djöfull er ég sammála þér toggipop ...[Skoða]
toggipop: Það er alveg merkilegt að menn nenni að ...[Skoða]
SSteinn: Og enn bætist í sarpinn í ruglhornið :l ...[Skoða]
agli: ok, Andri...þetta er alveg punktur hjá ...[Skoða]
DaðiS: Hey ég hef hugmynd, kaupum Zidane og Ron ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Portsmouth í bikarnum
· Veðmál
· Gestapistill: Liverpool síðan að Rafa tók við
· Simao kveður á morgun
· Luton 3 - Liverpool 5
· Liðið gegn Luton komið!

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License