beach
« Agger búinn að semja samkvæmt DR Sport (uppfært) | Aðalsíða | Le Tallec, Traore og Mellor að fara? »

06. janúar, 2006
Jan Kromkamp

kromkampliverpoolunveil.jpgEinhvern veginn hafa þessar fréttir af skiptunum á Josemi og Jan Kromkamp verið hálf súrealískar. Ég var að velta því fyrir mér síðasta fimmtudag hvort við myndum fá eitthvað fyrir Josemi fyrir utan kannski stóran poka af notuðum fótboltum og þá allt í einu birtist frétt þess efnis að við fengjum landsliðsbakvörð Hollands, Jan Kromkamp, í staðinn. Og ekki nóg með það, heldur höfðu Holldands-aðdáendurnir ég og Kristján aldrei heyrt um hann.

Svo fóru fréttirnar að skýrast með vikunni. Fljótlega kom í ljós að við höfðum actually skipt á sléttu á Josemi og Kromkamp og það sem meira er að Kromkamp hefði komið til Villareal fyrir 7 milljónir punda síðasta sumar.

Svo ég endurtaki þetta, svo menn átti sig á þessu:

Rafael Benitez var að skipta á Josemi og landsliðsbakverði Hollands, sem kostaði 7 milljónir punda fyrir 5 mánuðum.

Ég segi bara: Hvað næst? Og væri ekki ráð að fara að tillögu nokkra aðila á YNWA, sem lögðu til að við myndum senda forseta Villareal blóm sem þakklætisvott fyrir Kromkamp.


En það verður athyglisvert að sjá hvar Kromkamp mun passa inní þetta Liverpool lið. Við erum sennilega flest sammála um að vinstri bakvarðarstaðan sé veikari hjá Liverpool en sú hægra megin. Reyndar hefur vinstri-bakvarðarstaðan meiri breidd, þar sem Traore, Warnock og Riise geta allir spilað, en hægra megin gat í raun aðeins Steve Finnan spilað hana virkilega vel.

Síðast þegar að Steve Finnan fékk samkeppni um sæti sitt í liðinu þegar að Josemi kom til liðsins, þá byrjaði hann að blómstra sem leikmaður og ég leyfi mér að fullyrða að líkt og fyrir 4 árum þegar hann var kosinn besti hægri bakvörður í ensku Úrvalsdeildinni, þá sé Steve Finnan orðinn einn allra besti ef ekki besti hægri bakvörðurinn í ensku deildinni..

Ef einhver byði mér að skipta á Steve Finnan og Gary Neville, Lauren, Paulo Ferreira eða einhverjum öðrum, þá myndi ég segja nei. Kannski að Liverpool dýrkun mín sé að strá salti í augun á mér, en þetta er einfaldlega mín skoðun í dag.

Því er spurningin hvar Kromkamp komi inní dæmið, því hann er klárlega ekki leikmaður, sem kærir sig um að sitja á bekknum. Mun hann kannski spila meira á hægri kantinum, eða mun Steve Finnan fá meiri hvíld á þessu ári. Það verður fróðlegt að sjá. Kannski að Kromkamp bjóði uppá betri vídd í sóknarleiknum.


Kromkamp hefur náttúrulega strax aflað sér vinsælda hjá Liverpool stuðningsmönnum, þar sem að fyrrverandi liðið hans, Villareal sló út bæði Everton og manchester united úr Meistaradeildinni. :-)

Annars, var Kromkamp með blaðamannafund í dag og er hægt að sjá viðtal við hann á LFC.tv. Einsog allir Hollendingar, sem ég hef kynnst, þá talar hann nær fullkomna ensku (og með sömu töktum og allir Hollendingar tala með). Hann virkar einsog lítill strákur, sem er að hitta hetjurnar sínar, því hann talar mikið um hve æðislegt allt í kringum Liverpool sé. Hann ræðir líka um að hann geri sér grein fyrir að hann labbi ekki inní lið Evrópumeistaranna.

Á opinberu síðunni er einnig viðtal við Rafa, sem talar um að Kromkamp sé mjög hungraður og sókndjarfur bakvörður

Það verður spennandi að sjá hvort að Kromkamp muni spila með gegn Luton á laugardaginn. Aðspurður um Luton leikinn sagði hann:

“I don’t know much about Luton. But I do know they have an airport!”

Skál! Ég flaug einmitt frá Luton til Istanbúl, þannig að Luton verður ávallt tengt góðum minningum í mínum huga. :-)

En það er vonandi að nýji tvisturinn okkar muni standa sig hjá Liverpool.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 00:23 | 582 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (8)

vinstri eða hægri bakvörður ?

gaui sendi inn - 07.01.06 00:29 - (Ummæli #8)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0
·Sao Paulo heimsmeistarar! (uppfært)

Síðustu Ummæli

gaui: vinstri eða hægri bakvörður ? ...[Skoða]
Stebbi: Ég verð að viðurkenna að ég man ekki hve ...[Skoða]
Einar Örn: Hvernig var það atvik? Var það óvart, e ...[Skoða]
Stebbi: Þeim sem ekki vita er rétt að benda á að ...[Skoða]
Mummi: Hérna er frétt síðan í ágúst um dílinn t ...[Skoða]
Einar Örn: Mummi, skrýtið - við vorum akkúrat að ræ ...[Skoða]
Mummi: Rétt skal vera rétt, þetta voru 7 milljó ...[Skoða]
Andri: Hann sagði það líka í viðtali að hann væ ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Hver spilar varnarbolta?
· Luton Town á morgun!
· Jan Kromkamp hlakkar til að kljást við Rooney.
· Le Tallec, Traore og Mellor að fara?
· Jan Kromkamp
· Agger búinn að semja samkvæmt DR Sport (uppfært)

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License