beach
« Bolton á morgun! | Aðalsíða | Gerrard og Nolan (uppfært) »

02. janúar, 2006
Bolton 2 - L'pool 2

garcia-bolton.jpgJæja, það fór svona nokkurn veginn eins og ég spáði. Liverpool enduðu í dag tíu leikja sigurgöngu sína í deildinni með 2-2 jafntefli á útivelli gegn Bolton, sem hafa verið eins konar ólukkulið fyrir okkar menn á síðustu tímabilum. Það kom mér ekki á óvart að þessi leikur skyldi enda með jafntefli, og í raun var fátt sem kom á óvart í þessum leik.

Rafa gerði örfáar breytingar fyrir leikinn í dag, hvíldi meðal annars Alonso, Riise og García, á meðan Cissé gat ekki byrjað inná vegna einhverra smávægilegra eymsla í baki eftir W.B.A.-leikinn. Í þeirra stað komu Didi Hamann, Djimi Traoré og Florent Sinama-Pongolle. En liðið var sem sagt svona:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Traoré

Gerrard - Hamann - Sissoko - Kewell

Pongolle - Crouch

BEKKUR: Carson, Riise, Alonso, García, Cissé.

Bolton komust yfir í upphafi leiks, eftir klúður í teignum. Pepe Reina stökk upp til að grípa háa fyrirgjöf en Gary Speed stökk inn í bakið á honum - klár aukaspyrna - svo að Reina náði ekki að grípa. Hann teygði sig strax á eftir boltanum á markteignum og var kominn með hendur á hann, þegar Sami Hyypiä sparkaði í knöttinn svo hann flaug frá Reina og beint á höfuðið á Radhi Jaidi sem þakkaði fyrir sig og skallaði beint í markið. Jólagjöf #1, þökk sé dómaranum og Sami Hyypiä.

Okkar menn jöfnuðu svo þegar um 25 mínútur voru til leiksloka. Harry Kewell fékk boltann á miðjunni og átti hnitmiðaða og góða stungusendingu á Steven Gerrard. Hann brunaði upp vinstri vænginn og inn á teiginn, þar sem táningurinn O’Brien braut á honum. Víti sem Gerrard skoraði örugglega úr.

Aðeins fimm mínútum síðar voru Bolton-menn komnir yfir aftur. Kevin Davies fékk stungusendingu og var, að mér sýndist, rangstæður en línuvörðurinn flaggaði ekki. Hann gaf í innfyrir vörnina, inná teiginn og gaf þar fastan bolta fyrir markið. Þar kom enginn annar en El-Hadji Diouf aðvífandi og skaut boltanum, Reina varði en boltinn hrökk aftur í annað hvort bakið eða hendina á Diouf og þaðan í netið. 2-1 og önnur jólagjöf, í þetta sinn frá dómaranum og/eða línuverðinum.

Nú, þegar um átta mínútur voru eftir gaf Alonso svo háan bolta inn í vítateiginn hægra megin. Þar tók Luis García hann niður með góðri fyrstu snertingu og hamraði hann svo í nærhornið. 2-2 og jafnteflið staðreynd.

Fyrir utan það að fjögur mörk voru skoruð kom ekki margt á óvart í þessum leik.

Meðal þess sem kom ekki á óvart:

  1. El-Hadji Diouf hegðaði sér eins og hálfviti. Lét sig detta svona 20 sinnum í leiknum, reif kjaft við nær alla leikmenn Liverpool, skoraði mark með hendinni og notaði tækifærið til að bauna hressilega á stuðningsmenn Liverpool, sem studdu hann í öllu mótlætinu síðustu tvö ár og klöppuðu mikið fyrir honum á Anfield þótt hann væri ekkert að skora. Það var ömurlegt að sjá hann skora gegn okkur, og tilhugsunin um að hann myndi ná sigurmarkinu var á tímabili óbærileg, en ég verð samt að segja að ég hef aldrei verið jafn feginn að fyrrverandi leikmaður Liverpool skuli ekki lengur spila fyrir klúbbinn. Þessi gæji er trúður og ég get skilið að Gérard Houllier gráti sig í svefn yfir þeim ellefu milljónum punda sem fóru í hann.

  2. Bolton spila leiðinlegan, erfiðan, pirrandi, en árangursríkan bolta. Þeir skora mark, leggjast í vörn og dæla boltum fram völlinn, eru með stöðugan leikaraskap og tuddaskap og óþverrabrögð þegar dómarinn sér ekki til - allt sem hægt er að græða á reyna þeir. Þetta er eitt erfiðasta, og leiðinlegasta liðið sem okkar menn þurfa að spila gegn í Úrvalsdeildinni, en það breytir því ekki að það sem þeir eru að gera virkar. Því miður, því þetta er ömurleg knattspyrna á að horfa.

  3. Dómari leiksins var hræðilegur. Þeir fengu að brjóta á Peter Crouch í hvert einasta skipti sem hann fékk boltann, hann dæmdi á nær hverja einustu leikdýfu Dioufy, þeir handléku boltann tvisvar inní sínum eigin vítateig, Gary Speed braut greinilega á Pepe Reina í fyrsta marki leiksins en dómarinn dæmdi ekkert, og Kevin Davies var rangstæður í síðara marki þeirra, sem El-Hadji Diouf skoraði annað hvort með bakinu eða hendinni. Dæmið sjálf, en staðreyndin er samt sú að þessi dómari var djók!

Ég nenni bara varla að kryfja þennan leik mikið meira. Er eiginlega ekki sáttur við jafnteflið, því við vorum eina liðið á vellinum að reyna að spila fótbolta, en ég er meira svona feginn að við náðum þó jafntefli, þar sem við höfum verið vanir að tapa fyrir þessu liði þarna. Jafntefli á Reebok Stadium eru bara ágætis úrslit í mínum kokkabókum.

MAÐUR LEIKSINS: Steven Gerrard, fyrirliði okkar manna. Hann átti í raun ekkert sérstakan leik frekar en aðrir leikmenn liðsins, en þegar svona hálftími var eftir og við enn að tapa 1-0 var eins og hann hrykki skyndilega í annan gír, hann var út um allt að reyna að búa til eitthvað og ógna markinu. Á endanum var það hann sem fiskaði vítið og skoraði jöfnunarmarkið hið fyrra þar úr, og svo var það hann sem vann boltann og gaf á Alonso sem lagði upp seinna jöfnunarmarkið fyrir García. Gerrard átti ekki góðan leik í dag, ekki miðað við sína eigin háu staðla, en hann gerði það sem ætlast er til af fyrirliða og reif liðið upp þegar það þurfti þess með.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 17:32 | 884 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (28)

Varðandi dómarann:

  • Brotið Carra á Davies hefði hugsanlega getað verið vítaspyrna. Man ekki eftir fleiri vafaatriðum í okkar teig.
  • Aukaspyrnan, sem Bolton skoruðu fyrra markið úr var stórkostlegt rugl.
  • Tvisvar eða þrisvar var Crouch hindraður inní vítategi. Bolton menn settu bara hendurnar út og tóku sér stöðu, líkt og þeir væru að reyna að fá dæmdan ruðning á Crouch.
  • Það fór ekki eitt einasta vafa-atriði Crouch í hag. Leikmenn Bolton höfðu leyfi til að klifra uppá hann, bakka aftan í hann og gera í raun hvað sem er til að vinna einvígi við hann á ólöglegan hátt.
  • Diouf átti klárlega að fá að minnst eitt gult spjald fyrir að láta sig detta.
  • Það var klárlega brotið á Crouch fyrir 2. mark Bolton. Mér sýndist það vera rangstaða, en það var þó erfitt að sjá.
  • Faye átti að fá gult spjald númer 2 þegar hann braut á Gerrard í upphafi seinni hálfleiks líkt og Páló bendir á.
  • Gula spjaldið á Carragher var rugl.

En þrátt fyrir þetta var ég sæmilega sáttur við jafntefli. Þetta Bolton er hundleiðinlegt en árangursríkt lið. Þeir láta sig detta þegar þeir finna lykt af vítateignum. Þeir reyndu þetta líka gegn manchester united en það virkaði ekki jafnvel á móti þeim, enda voru þeir á Old Trafford.

En fínt að fá 10 af 12 stigum útúr þessari jólavertíð. Ef við ætlum að bera okkur saman við Chelsea þá verður maður fljótt geðveikur, þar sem þeir einfaldlega tapa ekki stigum.

En ég er virkilega ánægður með okkar menn að koma tvisvar tilbaka þrátt fyrir allt mótlætið í leiknum. Okkar menn sýndu karakter.

Einar Örn sendi inn - 02.01.06 18:31 - (Ummæli #7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0
·Sao Paulo heimsmeistarar! (uppfært)

Síðustu Ummæli

Stjáni: Næstu leikir í deildinni: 14. jan Totten ...[Skoða]
Sverrir: Benitez lætur nú Traoré oftast vera í vi ...[Skoða]
Einar Örn: Jón Frímann, svo ég vitni í sjálfan mig: ...[Skoða]
Jón Frímann: Nú er ég búinn að fylgjast með þessari s ...[Skoða]
Doddi: Hey....annar Doddi hérna....hmm? Jæja, a ...[Skoða]
Andri: Jú Árni, ég er alveg sammála þér að Trao ...[Skoða]
Einar Örn: Einar, þú mátt kalla hann fífl og fávita ...[Skoða]
einar: Einar Örn, þú mátt túlka rit mín eins og ...[Skoða]
Hafliði: Ég er sammála FDM, það var greinilega en ...[Skoða]
Einar Örn: Já, nákvæmlega - ég veit að ég er Gerrar ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Paul Anderson semur við Liverpool
· Gerrard og Nolan (uppfært)
· Bolton 2 - L'pool 2
· Bolton á morgun!
· Ársuppgjör 2005!
· Liverpool 1 - W.B.A. 0

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License