beach
« Ársuppgjör 2005! | Aðalsíða | Bolton 2 - L'pool 2 »

01. janúar, 2006
Bolton á morgun!

tackling_bolton.jpgGleðilegt nýtt ár, félagar nær og fjær! Í gær unnu okkar menn W.B.A. á heimavelli, á morgun fara þeir síðan yfir á Reebok Stadium, þar sem þeir sækja stórlið Bolton heim og reyna að vinna ellefta sigurinn í röð í deildinni.

Og já, ég sagði stórlið Bolton. Þeir eru það, ég held að það sé bara staðreynd. Þeir hafa unnið okkur þrisvar á síðustu fimm árum á Reebok Stadium, að ég held, og hafa meðal annars unnið Arsenal þar í vetur. Þeir töpuðu fyrir manchester united í gær á Old Trafford, 4-1, en það breytir því ekki að útileikurinn gegn Bolton er að mínu mati einn erfiðasti leikur sem við spilum yfir allt tímabilið. Þetta er einfaldlega leikur sem við erum jafnvel líklegir til að tapa, ef mið er tekið af síðustu leikjum liðanna.

Hvað liðsuppstillinguna varðar, þá grunar mig einhvern veginn að Rafa fari aftur í 4-5-1 á morgun, til að taka á móti Bolton-liðinu á miðjum vellinum og einnig til að reyna að nýta kantana vel. En þó er ég nokkuð viss um að hann mun stilla því þannig upp að þetta 4-5-1 lið muni eiga mjög auðvelt með að sækja, þannig að það verða sókndjarfir menn inn á milli. Ég spái því að hann stilli eftirfarandi liði upp:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

Cissé - Gerrard - Sissoko - Alonso - Kewell

Crouch

Sem sagt, 4-5-1 þar sem hraði Cissé ætti að nýtast okkur vel upp hægri vænginn (Bolton munu pressa til sigurs, þannig að við ættum að hafa svæði til að láta Cissé hlaupa) og einnig munu hann, Kewell og Gerrard allir geta smellt sér inn í vítateiginn hjá Bolton til að hjálpa Crouchie. Þannig að mér fyndist ekkert óvitlaust að stilla þessu svona upp, allavega.

MÍN SPÁ: Ég held að við töpum þessum leik ekki. Rafa tapaði þarna í fyrra, og hefur lært sínar lexíur af því. Þetta Bolton-lið er eitt það erfiðasta í Úrvalsdeildinni til að spila gegn, og þeir ná jafnan upp góðri stemningu gegn toppliðunum á eigin heimavelli. Ég held að þessi leikur endi annað hvort 0-0 eða 1-1, en verði allavega jafntefli. Og ég yrði bara hreint ekkert ósáttur við jafntefli á Reebok Stadium, verð ég að segja.

Leikurinn er klukkan 15 á morgun og er sýndur beint á Enska Boltanum og flestum af bestu öldurhúsum landsins. Þótt flestir byrji að vinna á morgun hvet ég sem flesta til að reyna að ná þessum leik, því hann er mjög áhugaverður og mun sennilega gefa okkur betri vísbendingar en undanfarnir leikir hafa gefið um það nákvæmlega hversu sterkt okkar lið er orðið. Þetta er alvöru leikur, erfiður útileikur gegn liði sem er að spila hörkubolta. Ef við vinnum Bolton jafn auðveldlega og við t.d. unnum Everton um daginn, þá skal ég fara að þora að trúa því að við séum orðnir virkilegt topplið í deildinni.

Áfram Liverpool!
p.s. - þessi upphitun er í styttra lagi, en það er jú einu sinni nýársdagur. Og minni menn á að lesa Áramótauppgjörið okkar hér á Liverpool-blogginu fyrir neðan, og endilega tjáið ykkar eigin val líka. :-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 17:39 | 514 Orð | Flokkur: Upphitun
Ummæli (13)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0
·Sao Paulo heimsmeistarar! (uppfært)

Síðustu Ummæli

EGI: Hefur einhver prófað þetta: <a href="ht ...[Skoða]
Stjáni: Getur einhver frætt okkur eitthvað um þe ...[Skoða]
Hafliði: Ussum fuss, mér líst ekkert á þessa glyð ...[Skoða]
Stefán Þór Pálsson: Spurning með Cisse í dag, hann var víst ...[Skoða]
Svavar: Gleðilegt árið! Við púllarar eigum aldr ...[Skoða]
Gummi H: Þetta er afar viðkunnanleg stúlka í mjög ...[Skoða]
Jónas: Ef hann er með þessari stúlku þá gefur þ ...[Skoða]
Bjarki Breiðfjörð: kannski þarf hann ekki að sofa :-) ...[Skoða]
Kristján Atli: Bjarki - tja, ekki ætti hann að sofa mik ...[Skoða]
Arnar: Jæja Kristján, hvernig eru tærnar? :blus ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Paul Anderson semur við Liverpool
· Gerrard og Nolan (uppfært)
· Bolton 2 - L'pool 2
· Bolton á morgun!
· Ársuppgjör 2005!
· Liverpool 1 - W.B.A. 0

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License