beach
« Liðið geng Boro komið | Aðalsíða | Hvað segja Liverpool menn sjálfir um HM félagsliða? »

10. desember, 2005
Liverpool 2 - Middlesboro 0

_41108082_morientes2_300.jpgJæja, félagar.

Þetta heldur áfram :-)

Liverpool unnu semsagt verulega góðan sigur á Middlesboro á Anfield, 2-0.

Þessar leikskýrslur okkar eru allar farnar að líta eins út því þær byrja á upptalningu á tölfræði.

Við höfum núna unnið sjö leiki í röð í deildinni. Liverpool vörnin og Pepe Reina jöfnuðu í dag félagsmet með því að halda hreinu í 10 leikjum í röð.

Reina hefur ekki þurft að hirða boltann úr netinu í 900 mínútur, sem eru FIMMTÁN KLUKKUTÍMAR!

Þetta er með hreinum ólíkindum.

Allavegana, Rafa stillti upp liðinu svona:

Reina

Finnan - Hyypiä - Carragher - Riise

Gerrard - Sissoko - Alonso - Kewell

Crouch - Morientes

Liverpool var miklu betra liðið á vellinum. Boro átti ágætis kafla svona frá 5-20. mínútu, en annars var bara eitt lið á vellinum. Boro barðist ágætlega og þeir gáfu okkar mönnum ekki mikinn tíma, en það var bara ekki nóg.

Gerrard var virkilega öflugur framávið á kantinum og Sissoko var traustur á miðjunni og því hafði frekar slakur dagur hjá Xabi Alonso ekki mikil áhrif.

Frammi voru það svo Crouch og Morientes, sem náðu ekki að nýta ótal marktækifæri sem þeir nýttu ekki.

En um miðjan seinni háflleik þá breytti Rafa um taktík. Luis Garcia kom inn fyrir Crouch og þeir og Morientes náðu vel saman. Garcia komst svo upp hægri kantinn, gaf sendingu fyrir og Gerrard lét boltann fara framhjá sér. Boltinn rataði á Morientes, sem tók hann niður og setti hann örugglega í hornið. Nákvæmlega það sem hann þurfti á að halda.

Stuttu seinna kom svo löng sending inn fyrir, sem að Frank Quedrue skallaði óvart á Fernando Morientes, sem fékk boltann fyrir utan vítateig og vippaði glæsilega yfir Schwarzer. Tvö mörk hjá Morientes. Einsog einhver sagði: Form is temporary, class is permanent.

Sami Hyypia meiddist svo þegar að hann og Boateng skölluðu í hausinn á hvor öðrum. Hyypia fór því útaf og Momo kom inní vörnina í nokkrar mínútur en það hafði engin áhrif og Momo virkaði traustur. Sami kom svo inná með sárabindi um ennið og hvað gerir hann í fyrstu snertingu? Jú, hann skallar boltann frá eftir horn.

Djöfull var gaman að sjá Hyypia. Maður getur ekki annað en hlegið að þeim, sem voru að tala um að Sami væri kominn af sínu besta skeiði. Hann er einfaldlega búinn að vera stórkostlegur að undanförnu. Carra fær oftast mesta hrósið, en Sami Hyypia á ekki síður heiður af þessari frábæru frammistöðu varnarinnar.

Þessi árangur varnarinnar er líka allt öðruvísi en sú sterka vörn, sem að hann og Henchoz bjuggu til fyrir nokkrum árum. Þá voru þeir með Didi Hamann, sem varla fór fram fyrir miðju, fyrir framan sig og Liverpool spilaði gríðarlega varfærnislegan bolta. Núna erum við hins vegar að dóminera okkar leiki og það er í raun alls ekki hægt að ásaka okkur um að vera að spila varnarbolta.


Maður leiksins: Sko, ég hef verið að velta þessu vali okkar á mönnum leiksins að undanförnu. Það verður æ erfiðara að velja besta mann liðsins. Það er í raun frábært því að Liverpool liðið er að leika sem ein pottþétt heild. Þetta er LIÐ!

Gerrard var góður, Riise og Finnan voru virkilega góðir, Sami og Carra traustir, Reina varði vel nokkrum sinnum. Kewell átti góða spretti.

En Fernando Morientes var hetjan okkar í dag og hann á skilið að vera maður leiksins. Frábært fyrir Fernando að ná að skora. Núna þegar að Fernando Morientes er farinn að nýta færin sín, þá mega varnarmenn ensku úrvalsdeildarinnar vara sig.

Við erum núna komnir uppí annað sætið í deildinni með 31 stig eftir 15 leiki, 9 stigum á eftir Chelsea. Everton gera okkur vonandi greiða og ná stigi gegn Man U, en það myndi duga okkur til að halda öðru sætinu, þar sem við erum með betra markahlutfall en Man U.

Næsti leikur okkar er svo gegn Newcastle í deildinni á annan í jólum á Anfield. Það er svo vonandi að við mætum til leiks gegn Newcastle sem heimsmeistarar félagsliða. Við gætum allavegana ekki beðið um betra veganesti til Japan.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 14:39 | 669 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (34)

Hjalti, ég held að það sé augljóst að vandamál Cisse eru tvíþætt.

  1. Hans attitude: Hann kemur inná með fýlusvip og virðist ekki hafa nokkra ánægju af því að spila fyrir liðið þessa dagana. Sjáðu bara svipinn á honum í leiknum í dag. Hann er hefur árslaun okkar í vikulaun og hefur nákvæmlega enga afsökun fyrir því að vera í fýlu þegar hann kemur inná í leik fyrir Liverpool!
  2. Rafa vill klárlega hafa sentera, sem að vinna líka fyrir liðið. Það má vel vera að Cisse skori flest mörkin, en hversu furðulega sem það hljómar, þá efast ég um að það sé nóg fyrir Rafa. Hann vill sjá menn vinna fyrir liðið og er ekki tilbúinn að hafa "stjörnur", sem að vinna fyrir lítið liðið. Sjáðu bara hvernig Morientes (sem hefur verið toppmaður í spænsku deildinni og Meistaradeildinni) er að vinna einsog brjálæðingur fyrir liðið. Hann er að sækja boltana aftur, fer í tæklingar og er að vinna bolta.

Ég held að Cisse gæti alveg komið sér í náðina hjá Rafa ef hann bara vildi. Það, sem hann þarf að gera er að reyna að hafa gaman af hlutunum og gera sitt besta úr þeim tækifærum, sem hann fær. Ef hann ætlar hins vegar að spila með hangandi haus, þá er tilgangslaust fyrir hann að vera áfram.

Og með að okkur vanti miðjumann, þá ertu væntanlega að tala við kantmann. Ég leyfi mér að fullyrða að ekkert lið á Englandi (ok, hugsanlega Chelsea) sé með fjóra jafngóða miðjumenn og við. En Simao myndi svo sannarlega styrkja þetta lið. Það verður svo fróðlegt að sjá hvað Benitez gerir í framherjamálum.

Einar Örn sendi inn - 10.12.05 17:26 - (Ummæli #10)

Munurinn á liðunum í deildinni er sá að á meðan við gerðum nokkur jafntefli í upphafi tímabils unnu þeir einhverja níu eða tíu fyrstu leikina. Síðan unnu þeir okkur á Anfield, í svokölluðum sex stiga leik. Ef við hefðum t.d. unnið hann væru þeir með þremur stigum minna og við þremur meira. Þá væru Chelsea bara sex stigum á undan okkur og við með leik til góða.

Það er munurinn. Þeir byrjuðu tímabilið betur og unnu leikinn við okkur (við verðum að jafna það út í útileiknum ef við ætlum okkur titil í vor) en eftir því sem hefur liðið á tímabilið hefur þetta jafnast út. Í dag eru þetta þau lið í deildinni sem eru jafn-líklegust til að sigra, jafn-líklegust til að halda hreinu og jafn-líklegust til að dóminera leiki.

Chelsea eru hins vegar ennþá talsvert líklegri en við til að vinna titilinn, einfaldlega af því að þeir hafa gert það áður (af sömu ástæðu hljótum við að teljast líklegri í Evrópu) og af því að þeir hafa sem stendur 12 stiga forskot á næsta lið, Liverpool.

Þetta kemur að mínu mati peningum og Abramovitch ekkert við, né tuðinu í Mourinho (sem Einar, Aggi og ég erum duglegir að kvarta yfir, en kemur spilamennsku Chelsea-liðsins ekkert við). Abramovitch dældi peningum í liðið undir stjórn Ranieri og þá unnu þeir enga titla. Þeir eru þar sem þeir eru í dag, sem lið, af því að þeir eiga það skilið.

Þeir eru hins vegar þar sem þeir eru í dag sem klúbbur á algjörlega óverðskulduðum forsendum, en það er önnur saga.

Allavega, Chelsea eru að spila nákvæmlega jafn vel og við þessa dagana - ekkert betur, ekkert verr - en eru samt sem áður sigurstranglegri í deildinni af því að þeir hafa 12 stiga forskot og hafa unnið hana áður. Ef við lítum á deildina sem opna og spennandi héðan í frá er ljóst að við gáfum þeim 9-12 stiga forgjöf (fer eftir hvernig leikurinn sem við eigum inni fer) og það er bara okkar að vinna þessa forgjöf til baka á næstu sjö mánuðum.

Hef samt litlar áhyggjur af Chelsea, og finnst enn ótímabært að tala um titilvonir. Við eigum bara einn leik eftir við þá og vinnum aldrei titilinn nema að vinna hann - en ef hann tapast, þá eigum við bara að hugsa um okkar eigin leiki og halda áfram að bæta okkur og sigra í öðrum leikjum. Ef við gerum það náum við öðru sætinu án teljandi erfiðleika. Það myndi ég kalla raunhæft markmið í stöðunni í dag, það að vonast eftir að Chelsea gefi frá sér 10+ stiga forskot í deildinni er bara ekki raunhæft eins og er. En auðvitað veit maður aldrei, Arsenal voru ekki líklegir til að gefa sitt forskot frá sér í fyrra og sjáið hvað gerðist þar. Maður veit aldrei :-)

Kristján Atli sendi inn - 11.12.05 03:23 - (Ummæli #29)

Æji, þetta komment hjá mér kom einsog ég væri eitthvað fúll, Toggi. Þetta var svona meira pæling hjá mér hvort þér fyndist Chelsea nöldrið vera í höfundum síðunnar eða lesendum.

Annars skildi ég vel punktinn þinn og satt best að segja er ég líka orðinn verulega þreyttur á Chelsea. En oft þegar við erum að leita að efni, þá liggja þeir vel við höggi. :-)

Og varðandi Xabi Alonso, þá er standardinn á honum umtalsvert hærri en á öðrum leikmönnum í mínum huga. Það sýnir hversu góður hann hefur verið. Hann er t.d. settur í liði vikunnar á Sky, þrátt fyrir að mér hafi ekki fundist hann neitt sérstakur miðað við að þetta er Xabi Alonso. Sendingarnar hans voru ekki að virka jafnvel og vanalega.

Takk fyrir hrósið, Óli. :-)

Einar Örn sendi inn - 11.12.05 11:34 - (Ummæli #31)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 2 - Middlesboro 0
·Chelsea 0 - L'pool 0
·Liverpool 3 - Wigan 0
·Sunderland 0 - Liverpool 2
·Manchester City 0 - Liverpool 1

Síðustu Ummæli

bonoman: Mikið rosalega hló ég þegar Sissoko tækl ...[Skoða]
Hannes: Ég verð bara að draga til baka ummæli mí ...[Skoða]
Júlli: Á Sissoko að halda áfram að vera vanmetn ...[Skoða]
Einar Örn: Æji, þetta [komment](http://www.eoe.is/l ...[Skoða]
toggipop: Nei Einar, ég hafði ekkert hugsað mér þe ...[Skoða]
Kristján Atli: Munurinn á liðunum í deildinni er sá að ...[Skoða]
Oli: Jæja, loksins kem ég einhverjum ummælum ...[Skoða]
Hjalti: Ég saknaði samt svolítið að sjá sendinga ...[Skoða]
Björn Arnar: Einar þú segir: " hafði frekar slakur d ...[Skoða]
Einar Örn: >Chelsea eru efstir, Liverpool eru í öðr ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Hvað segja Liverpool menn sjálfir um HM félagsliða?
· Liverpool 2 - Middlesboro 0
· Liðið geng Boro komið
· Hvað get ég gert?
· Boro á morgun!
· Vinsamleg ábending til Sýnar

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License