28. nóvember, 2005
Samkvæmt BBC þá mun Ronaldinho í dag vinna Ballon D’Or fyrir besta knattspyrnumann í Evrópu, sömu verðlaun og Michael Owen vann árið 2001.
Ég ætla þá að leyfa mér að spá því að Steven Gerrard lendi í öðru sæti. Hafði reyndar spáð honum efsta sætinu, þar sem að menn úr Evrópumeistaraliðum fá oft verðlaunin, en það er svosem lítil skömm í því að tapa fyrir Ronaldinho, þar sem fáir myndu þræta fyrir það að hann sé besti leikmaður heims þessa stundina.