beach
« Zenden frá í 3-4 vikur | Aðalsíða | Módelið Luis Garcia »

26. nóvember, 2005
Manchester City 0 - Liverpool 1

_41060924_vassell416.jpgÁn þess að eitthvað stórkostlegt hafi breyst í heiminum, þá hafa Liverpool núna unnið tvo útileiki í röð og þá báða eftir leiki í Evrópu.

Pepe hélt enn einu sinni hreinu og við unnum leik án þess að leika vel.

Eftir þenna útisigur á Man City eru Liverpool núna komið uppí sjöunda sætið, 4 stigum á eftir liðinu í öðru sæti (Arsenal) og eigum auk þess leik til góða á þá.

Við höfum núna unnið 4 leiki í röð í deildinni og þar af tvo á útivelli. Mjög gott mál!

Rafa kom nokkuð á óvart með uppstillingunni:

Reina

Finnan - Hyypiä - Carragher - Warnock

Gerrard - Hamann - Sissoko - Riise

Crouch - Cisse

Ég var alls ekki sáttu við að sjá Riise þarna inni og hann gerði í raun lítið til að sannfæra mig um að hann ætti erindi á kantinn…..nema að hann skoraði markið okkar.

Þetta byrjaði fjörlega, en leikurinn datt fljótt niður. Liverpool skapaði ekki mörg færi, en voru meira með boltann. City skapaði ekkert í fyrri hálfleik og í raun ekkert heldur í þeim seinni.

Gerrard var slappur í fyrri hálfleiknum, sem og Riise og því var kantspilið mjög slappt. Peter Crocuh var mjög daufur frammi og Djibril Cisse var arfaslakur og virtist ekki hafa mikinn áhuga á að leggja sig fram í leiknum.

Það fór líka svo að á 50. mínútu var Cisse tekinn útaf og Harry Kewell kom inná og má segja að við það hafi spilið hjá Liverpool lifnað verulega við. Kewell var mjög hreyfanlegur og ógnaði meira en Cisse gerði. Samt var Liverpool ekki að skapa sér færi og einhvern veginn var maður farinn að óttast að þetta yrði 0-0 jafntefli, því leikurinn var daufur. En markið kom allt í einu úr ólíklegri átt. Kewell pressaði vörn City og þeir misstu boltann. Gerrard og Riise spiluðu nettan þríhyrning og Riise fékk boltann við vítateigslínuna og þrumaði boltanum í netið framhjá David James.

Lítið gerðist svo í leiknum fyrir utan þetta og hvorugt liðið skapaði neina hættu.

Maður leiksins: Það voru nokkrir jákvæðir punktar, sérstaklega innkoma Harry Kewell. En ég ætla hins vegar að leyfa mér að útnefna þá Steve Finnan, Jamie Carragher, Sami Hyypia og Pepe Reina sem menn leiksins. Ekki bara fyrir frammistöðuna í þessum leik, heldur einnig síðustu leiki.

Pepe hefur núna haldið hreinu í 540 mínútur. Hann hefur varið vel og verið öruggur, en það er ekki síst þessi firnasterka vörn, sem er fyrir framan hann, sem hefur valdið þessu. Þessi lið, sem við höfum verið að spila við hafa einfaldlega ekki átt sjens í vörnina okkar. Mér var nákvæmlega sama hversu mörgum boltum City menn dældu fram á völlinn, því ég var 100% viss um að Jamie eða Sami myndu færa sig fyrir framan sóknarmanninn og koma boltanum frá markinu. Þeir tveir eru einfaldlega búnir að leika óaðfinnanlega þessa síðustu leiki. Þvílíkt varnarpar. Finnan hefur svo verið öryggið uppmálað í hægri bakverðinum. Hann grípur kannski ekki fyrirsagnirnar, en hann er algjörlega ómissandi fyrir þetta lið.

En allavegana, á næsta miðvikudag þá leikum við leikinn, sem við eigum til góða gegn Sunderland. Þann leik eigum við auðvitað að vinna og þá gætum við vippað okkur uppí þriðja sætið (veltur þó á úrslitum leikja manchester united og Bolton), aðeins einu stigi frá öðru sætinu. Þetta er allt að koma.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 16:55 | 550 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (28)

Einar

Það sem ég er að koma inná er að "þann sem ekki má nefna" (höfum þetta eins og í Harry Potter) hefði spilað svona arfaslakur og verið tekinn útaf á 50mín þá hefðu margir menn viljað láta hausinn fjúka á þeim manni. Alveg sama þó hann hafi spilað frábærlega í miðri viku og sigur náðst í dag. Samhengið er sett upp því að mér finnst óvægin meðferð gagnvart "þeim sem má ekki nefna" [punktur]

Nokkrir punktar teknir frá Eurosport, mjög gaman að lesa þetta hjá þeim félögum.

"Manchester City-Liverpool 49' Down at the other end, it's Crouch who fouls Dunne in the City box... Crouch is penalised by referee Wiley, but England's secret weapon in next year's World Cup Finals isn't pleased with the decision.... he's supposed to be a nice boy, but judging by the filth that just came out of his mouth, it's obvious he can mix it with the best of them....."

Manchester City-Liverpool 65' Crouch in the book for a vicious attack on Barton...

Manchester City-Liverpool 66' Benitez has asked Crouch to toughen up, but that was a bit much...!

Manchester City-Liverpool 80' Crouch comes on to be replaced by Morientes.... and shouts of 'what a waste of money' ring out around the stadium...

Siggi sendi inn - 26.11.05 18:55 - (Ummæli #8)

Frábært, Æðislegt, Geðveikt... Vá hvað maður er ánægður núna, okkar fyrsti sigur á þessum erfiða velli, 3 góð stig, skyptingar Rafa sýna að þetta er snillingur.

Það þarf nú töluverðan kjark til að taka okkar mesta markaskorara útaf og setja inná mjög umdeildan leikmann inná. Enn sú skipting gerði algjörlega gæfu muninn, Kewell var frábær eftir að hann kom inná og rosalega lofar það góðu ef hann ætlar að taka upp á því að vera í þessu formi í vetur. Já, hvað skal sega um þann sem fór útaf...Cisse...dapur leikur hjá honum í dag en svona getur þetta verið, hann var allt annað en sáttur þegar hann labbaði útaf en hann hafði bara alls ekkert efni á því (allavegana ef hann var ósáttur við áhvörðunina að taka hann útaf en hann mátti vera ósáttur með sinn leik). Já það gekk ekki mikið upp hjá honum, enn mér fannst nú Crouch leika bara vel þarna uppi. Hann verður gríðarlega mikilvægur leikmaður fyrir okkur á útivelli eins og Einar benti á. Heldur boltanum vel og er að gera það bara nokkuð gott.

Ég er líka ánægður hvernig við erum að spila þessa leikaðferð 4-4-2. Gerrard er nú enginn algildur hægri kannt maður í þessu, eins og sást í seinni hálfleik þá var hann með frjálst hlutverk nokkurnveginn, var alstaðar þarna á miðjuni, frá því að gefa boltan fyrir hægra meginn í það að taka innkast vinsra meginn. Og þá var líka Finnan mikið að koma upp kanntinn. Miðverðir okkar stóðu sig einnig frábærlega.

Til hamingju allir og mikið er gaman að vera púlari...

Andri sendi inn - 26.11.05 20:15 - (Ummæli #13)

Vel mælt, Andri

Einar Örn sendi inn - 28.11.05 20:45 - (Ummæli #28)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enska bikarkeppnin · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · HM 2006 · HM Félagsliða · Kannanir · Landslið · Leikmannakaup · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Sjónvarp · Slúður · Topp10 · Um síðuna · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 3 - West Ham 3 (6 - 4 eftir vítaspyrnukeppni)
·Portsmouth 1-3 Liverpool
·Liverpool 3 - Aston Villa 1
·Baros mætir á Anfield á morgun.
·West Ham 1 - Liverpool 2

Síðustu Ummæli

Einar Örn: Vel mælt, Andri ...[Skoða]
Andri: Jóhannes, ég er nú ekki búin að vera va ...[Skoða]
Einar Örn: >Hvenær ætla menn að hætta að lofsyngja ...[Skoða]
Jóhannes: Hvenær ætla menn að hætta að lofsyngja þ ...[Skoða]
L.Á: Já góður sigur. Hlakka mikið til Sunder ...[Skoða]
Dóri: Pælið í einu strákar, þessi sigurlota ok ...[Skoða]
Arnór: Held að Liverpool liðið hafi unnið 12 le ...[Skoða]
Kristinn J: Veit einhver hvað er lengsta röö af sigu ...[Skoða]
Kristján Atli: Jæja, þá er maður loksins kominn aftur í ...[Skoða]
Clinton: Jónas, við skulum nú hafa þetta málefnal ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Cisse að fara?
· Frétt vikunnar:
· Shevchenko á leið til Chelsea
· Le Tallec vill fara en Garcia fer hvergi.
· Uppgjör Liverpoolbloggsins á tímabilinu 2005/06
· 25.maí

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License