24. nóvember, 2005
Hinn bandaríski Zak Whitbread hefur verið lánaður til Millwall til 3.janúar (eða út tímabilið).
Þar sem Liverpool er dottið útúr deildarbikarnum, þá var ljóst að Whitbread myndi fá fá tækifæri með aðalliðinu, en það er þó athyglisvert að Rafa skuli láta hann fara með svona fáa til að covera miðvarðastöðurnar. Núna eru það einna helst Djimi Traore og Josemi, sem gætu gert það.
En allavegana, það er vonandi að Whitbread slái í gegn og komi til baka enn sterkari.