beach
« Kewell biður um þolinmæði, Riise vill framlengja samninginn sinn og fleira til. | Aðalsíða | Rooney: Crouch breytti öllu! »

13. nóvember, 2005
Luis García: ný hetja Spánar!

Þegar Luis Aragones landsliðsþjálfari Spánverja tilkynnti um landsliðshóp sinn fyrir leikina tvo í umspili Heimsmeistarakeppninnar gegn Slóvökum var hann gagnrýndur fyrir í spænskum fjölmiðlum. Ástæðan? Jú, Joaquín hjá Real Betís var ekki einu sinni í hópnum. Aragones var spurður að því á fréttamannafundi hverju þetta sætti og hann sagði einfaldlega: við eigum betri vængmenn en Joaquín í augnablikinu.

Hvaða vængmenn eiga Spánverjar sem eru betri kostir en Joaquín - oft kallaður “besti hægri kantmaður í heimi” - fyrir þessa tvo mikilvægu leiki?

Svar: SANZ LUIS GARCÍA … leikmaður Liverpool! smile

Ókei, þannig að í kvöld var Aragones með vængmennina Vicénte og Ezquerro á bekknum og þá José Antonio Reyes og Luis García - Tumi okkar Þumall - á vængjunum í byrjunarliðinu. Og hvað gerðist? Jú, Spánverjar rústuðu Slóvökum í kvöld með fimm mörkum gegn einu. Mark Slóvaka kom eftir hræðileg mistök Luis García, sem gaf boltann hreinlega á Szilard Nemeth sem skoraði, en það kom ekki að sök því að García fiskaði vítaspyrnu og skoraði auk þess þrennu.

Já, þrennu. Sem hægri kantmaður hjá spænska landsliðinu.

Miðað við það sem maður sá í þessum leik, og miðað við hvernig García hefur verið að spila undanfarið hjá okkur, þá get ég eiginlega bara tekið undir með Aragones: Spánverjar eiga einfaldlega betri vængmenn í dag en Joaquín hjá Real Betís! Og Tumi Þumall er einn þeirra.

Sniðugt, ekki satt?

p.s.
Fimmta mark Spánverja í kvöld skoraði Fernando Morientes, bara nokkrum mínútum eftir að hann kom inná fyrir títtnefndan Luis García (sem fékk mikla hyllingu á leikvanginum í Madríd). Hvernig skoraði Nando? Jú, með skalla nema hvað … eftir fyrirgjöf frá Vicénte. Ef hann bara fengi nú alltaf sömu þjónustu hjá Liverpool og hann fær hjá spænska landsliðinu …

En allavega, ég útnefni hér með Luis García mann helgarinnar í boltanum! Hvern hefði grunað það fyrir rúmu ári síðan, þegar hann ákvað að yfirgefa sitt heittelskaða Barcelona-lið af því að hann sá fram á að vera bara á bekknum þar, að ári síðar yrði hann ein skærasta stjarnan í erlendri deild, Evrópumeistari með Liverpool og maðurinn sem veldur því að Joaquin á ekki eftir að sofa mikið á næturnar á komandi mánuðum?

Það er metnaður í þeim stutta, en ég hugsa að hann hefði sjálfur viðurkennt fyrir ári síðan að það væri helst til mikil bjartsýni að ætlast til alls þessa. En í dag er þetta staðreynd!

garcia_spanish_hattrick_2.jpg

.: Kristján Atli uppfærði kl. 00:29 | 396 Orð | Flokkur: Landslið
Ummæli (14)

Nei, þetta er García eftir annað hvort fyrsta eða annað markið sitt, ég man ekki fyrir hvort þeirra hann lagðist í grasið.

Annars er hægt að sjá mörkin og góðar ljósmyndir úr þessum leik á þessum spjallþræði á RAWK (neðarlega á blaðsíðunni)

Þá má þess líka geta að Xabi Alonso kom inná fyrir David Albelda á 66. mínútu og gjörbreytti líka gangi leiksins. Hann dreifir spili svo vel, með hann og Xavi á miðjunni fengu García og Vicente allt í einu miklu meira pláss með boltann á vængjunum … hmmm … skrýtið … :-)

Þá átti Pepe Reina einnig stórleik … á bekknum. :-)

Kristján Atli sendi inn - 13.11.05 01:02 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Aston Villa 0 - Liverpool 2
·Liverpool 3 - Anderlecht 0
·Liverpool 2 - West Ham 0
·C. Palace 2 - Liverpool 1 (uppfært)
·Fulham 2 - Liverpool 0

Síðustu Ummæli

Ingólfur: Frábærar fréttir, bæði fyrir Spán og Liv ...[Skoða]
Einar Örn: Eiki, ég held að það sé ekki sanngjarnt ...[Skoða]
Eiki Fr: Well done, Luis, well done Morientes. M ...[Skoða]
Einar Örn: Frábært að sjá þetta hjá Luis Garcia. M ...[Skoða]
Spanjoli: Leikurinn gjorbreyttist eftir ad Vicente ...[Skoða]
Stjáni: Sjáið nú samt muninn á spilinu hjá Spáni ...[Skoða]
Ólafur: Okkar menn (núverandi og fyrrverandi) a ...[Skoða]
Aggi: Frábær frammistaða og góð mörk hjá Garci ...[Skoða]
Bjarki Balvinsson: Þú ert nú alls ekki eini á landinu með h ...[Skoða]
Sveinn K: Maður er Stoltur af að vera eflaust eini ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Rooney: Crouch breytti öllu!
· Luis García: ný hetja Spánar!
· Kewell biður um þolinmæði, Riise vill framlengja samninginn sinn og fleira til.
· Sabrosa falur!
· Hinn Króatíski Beckham
· He's big, he's red ...

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License