beach
« Anderlecht á morgun! | Aðalsíða | Rasismi gegn Momo »

01. nóvember, 2005
Liverpool 3 - Anderlecht 0

EINAR ÖRN: Já, svona á þetta að vera!!!

Liverpool spilaði einn sinn allra besta leik í vetur í kvöld.

Ég hef misst af of mörgum leikjum til að geta dæmt allt tímabilið, en þetta var það langbesta, sem ég hef allavegna séð af Liverpool í kvöld.

Þrjú núll sigur á heimavelli í Meistaradeildinni eru frábær úrslit. Og sigurinn var síst of stór, því yfirburðir Liverpool voru miklir allan leikinn.

Loksins náðum við að dómínera okkar andstæðinga og setja nokkur mörk. Við höfum oft verið betra liðið í leikjum vetrarins, en það hefur alltaf vantað eitthvað uppá að klára leikina almennilega. Í kvöld þá gerðum við það loksins.

Og núna erum við efstir í riðlinum og þurfum bara eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja okkur áfram. Tap Chelsea í kvöld gerði það að verkum að við erum ekki enn öruggir áfram.

En allavegana, Rafa gerði bara eina breytingu frá því í síðasta leik.

Peter Crouch kom inn fyrir Djibril Cisse.

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Riise

Gerrard - Sissoko - Alonso - García

Crouch - Morientes

Liverpool var miklu betra liðið alveg frá fyrstu mínútu og hefðu auðveldlega getað skorað nokkur mörk í fyrri hálfleik.

Fyrsta markið kom hins vegar á 34 mínútu og það var sko réttur maður sem skoraði það, Fernando Morientes. Gerrard, sem spilaði aftur á kantinum gaf fullkomna sendingu inná Morientes, sem tók boltann niður og við vítateigshornið smellti honum í netið, stöngin inn. Frábært mark fyrir Moro og það var greinilegt að honum var mjög létt við að ná loksins að skora mark. Þetta hlýtur að vera gott fyrir hans leik.

Liverpool hélt svo áfram uppteknum hætti það sem eftir lifði hálfleiks og í seinni hálfleik. Á 61. mínútu átti svo Steve Finnan frábæra sendingu inná teig, þar sem að Luis Garcia skallaði boltann í fjærhornið nánast frá vítateigslínunni. Frábært skallamark hjá minnsta manni vallarins.

Dómari leiksins reddaði okkur svo fyrir horn þegar að sóknarmaður Anderlecht komst einn innfyrir. Riise gaf honum olbogaskot og hefði átt að fá rautt spjald fyrir, en slapp alveg. Stuttu seinna fékk einn leikmaður Anderlecht rautt spjald fyrir að segja eitthvað annað hvort við Sissoko eða þá dómarann sjálfan. Sennilega verður þetta skýrt betur síðar.

Rafa gerði svo nokkrar skiptingar, sem allar voru mjög jákvæðar sóknarlega séð. Zenden kom inn fyrir Morientes (og átti slappan dag). Djibril Cisse kom svo inn fyrir Peter Crouch og Harry Kewell inn fyrir Steven Gerrard. Kewell og Cisse léku svo saman vel og Harry gaf bolta innfyrir á Cisse, sem skoraði þriðja markið.

Þannig að semsagt fyllilega verðskuldaður sigur í virkilega góðum leik. Meira svona!


Maður leiksins: Þetta er gríðarlega erfitt val. Að mínu mati voru margir leikmenn að spila vel. Hyypia og Carra höfðu lítið að gera, en bæði Finnan og Riise voru að mínu mati góðir (Riise á að vera í bakverðinum, ekki á kantinum takk). Xabi Alonso hélt áfram uppteknum hætti og Luis Garcia var ógnandi ásamt því að skora frábært mark. Moro skoraði fínt mark og hefði getað skorað fleiri og Sissoko og Gerrard voru góðir á miðjunni.

Það var semsagt enginn einn, sem stóð uppúr, heldur var liðsheildin virkilega góð. Þannig að ætli ég velji ekki bara Fernando Morientes fyrir að hafa loksins náð að skora. Það var frábært að sjá hann ná að klára færin sín. Núna þarf Crouch bara að skora og þá er ég sannfærður um að við höfum séð það versta af þessum framherjavandamálum.

Þannig að við kláruðum okkar leik í dag. Ef að milljónatrúðarnir frá London hefðu svo bara gubbast til að vinna Real Betis, þá værum við komin áfram í Meistaradeildinni. En nánast einsog þeir væru að reyna að pirra okkur, þá töpuðu þeir loksins þegar ég hélt með þeim.

Núna er staðan semsagt svona í riðlinum:

Liverpool 10
Chelsea 7
Betis 6
Anderlecht 0

Við erum með 5 mörk í plús, Chelsea með 4 mörk í plús, Betis með 3 í mínus og Anderlecht með 6 í mínus. Við þurfum bara að ná einu stigi úr síðustu tveim leikjunum til að tryggja okkur áfram.

En næst er það samt uppáhald okkar allra, útileikur í ensku deildinni gegn Aston Villa. Við erum núna að spila okkar besta bolta á tímabilinu og því kjörinn tími að drepa þennan útivalladraug endanlega á laugardaginn í Birmingham.

.: Einar Örn uppfærði kl. 21:56 | 714 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (14)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liverpool 3 - Anderlecht 0
·Liverpool 2 - West Ham 0
·C. Palace 2 - Liverpool 1 (uppfært)
·Fulham 2 - Liverpool 0
·Anderlecht 0 - Liverpool 1

Síðustu Ummæli

Hössi: Djö ég beit það í mig að leikinn væri hv ...[Skoða]
Elías Már: Kristján, ekki gleyma bindinu fyrir augu ...[Skoða]
Einar Örn: >Hvar sáuð þið annars leikinn? Ég stóð í ...[Skoða]
Hössi: Ótrúlega svekkjandi að Chelsea skyldi ha ...[Skoða]
Einar Örn: Þetta er rétt greining hjá þér, Ninni. ...[Skoða]
Doddi: Frábær sigur og flott mörk. Hefði gaurin ...[Skoða]
Kristján Atli: Mér finnst algjör óþarfi af mönnum að ve ...[Skoða]
ninni: Er það rétt að við þurfum aðeins eitt st ...[Skoða]
Bjarki Balvinsson: við erum nu ekki langt frá því að vera k ...[Skoða]
Aggi: Er mjög sammála Einar, þetta var það all ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Rasismi gegn Momo
· Liverpool 3 - Anderlecht 0
· Anderlecht á morgun!
· Laust starf í eldhúsi á Serrano
· Mánudagspælingar
· Liverpool 2 - West Ham 0

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License