beach
« Byrjunarliðið gegn Palace | Aðalsíða | Eymd og volæði »

25. október, 2005
C. Palace 2 - Liverpool 1 (uppfært)

Þetta verður stutt hjá mér. Þið getið þá bætt við að vild og rifist og skammast í ummælakerfinu.

Okkar menn töpuðu í kvöld, 2-1 á útivelli gegn Crystal Palace og eru því úr leik í Deildarbikarnum þetta tímabilið. Glöggir menn sjá að ég spáði nákvæmlega þessum úrslitum í gær, og því miður hafði ég rétt fyrir mér í þetta skiptið. En hvað get ég sagt? Ég bara fann þetta á mér, þetta tap í kvöld kom mér nákvæmlega ekkert á óvart. Og ég skal segja ykkur af hverju.

Rafa byrjaði í kvöld með þetta lið:

Carson

Raven - Hyypiä - Whitbread - Warnock

Potter - Gerrard - Hamann - Kewell

Morientes - Crouch

BEKKUR: Reina, Josemi, Traoré, García, Pongolle.

HVÍLDIR: Reina, Carragher, Josemi, Alonso, Sissoko, Riise, Zenden, Cissé.

MEIDDIR: Finnan og Mellor.


Förum aðeins yfir þetta hérna. Við töpuðum þessum leik í kvöld af því að…

  1. Okkar leikmenn skortir greinilega allt sjálfstraust. Það er vissulega krísa í gangi hjá Liverpool þessa dagana og hún er algjörlega hjá leikmönnunum. Þegar sjálfstraustið er ekkert þá eru menn einfaldlega ekki líklegir til afreka, og því fór sem fór.

  2. Burtséð frá sjálfstraustinu, þá er bara eitthvað ekki að smella í leik liðsins þessa dagana. Rafa er búinn að prófa allar mögulegar samsetningar af leikmönnum í liðinu og flest allar leikaðferðir, en ekkert virðist virka. Við einfaldlega getum ekki unnið leiki á útivelli - annað hvort spilum við varnarsinnað 4-5-1 og náum 0-0 jafnteflum (eins og í þremur fyrstu útileikjum tímabilsins) eða þá að við reynum að sækja, sköpum ekki nokkurn skapaðan hlut og fáum á okkur mörk fyrir vikið. Þetta gengur ekki lengur.

  3. Rafa er vissulega búinn að prófa allar mögulegar samsetningar af leikmönnum í liðinu, og líka flest allar leikaðferðir. Og mér er sama hvað þið segið, það er hluti af vandanum. Menn eru ekki vanir að leika saman - sjáið bara Gerrard og Alonso, okkar sterkustu miðjumenn. Hvað hafa þeir spilað marga leiki saman í vetur? Af hverju velur Rafa ekki einn kantmann báðum megin og heldur sig við viðkomandi í nokkra leiki? T.d. Zenden og García, eða Kewell og Riise, þeir yrðu kannski slappir og ryðgaðir í ákveðinn tíma en á endanum myndu þeir ná að slípa leik sinn til og spila af fullri getu. Menn ná aldrei fullu leikformi með því að spila einn leik og hvíla svo í 10 daga, eins og Zenden og Riise virðast gera þessa dagana.

  4. Hugarfar. Rafa gagnrýndi menn varðandi hugarfar fyrir þennan leik, og ég get ekki ímyndað mér að hann sé mikið ánægðari eftir leikinn í kvöld. Við eigum að ganga út á völlinn gegn liðum eins og Fulham og Crystal Palace, og einfaldlega kála þeim. En til að gera það er ekki nóg að vera með “betra” og/eða “hæfileikaríkara” liðið … menn verða að ganga út á völlinn vissir um að þeir séu ósigrandi. Þá tapa menn ekki leikjum.

  5. Fernando Morientes og Peter Crouch. 13,75 milljónir punda fyrir þessa tvo leikmenn, og með hverjum leiknum sem líður kemst ég meira og meira á þá skoðun að þessir peningar hafi meira og minna farið í ræsið. Hvað eigum við að gera við þessa menn, halda áfram að setja þá í liðið í þeirri veiku von að þeir hrökkvi í gang, eða bara viðurkenna ósigur, setja Cissé í liðið og spila með sterka 5-manna miðju fyrir aftan hann og losa okkur við þessa tréhesta sem fyrst? Ég veit það ekki, mig dreplangar svo gríðarlega að sjá Mori og Crouchie standa sig, en það er bara ekki að gerast.

  6. Það sem Chris Coleman kallaði “the fear factor” eftir leikinn á laugardaginn. Liverpool hafa ekki lengur the fear factor, við skjótum liðum ekki lengur skelk í bringu. Jafnvel lið sem eru í neðri deildum segja nú við sjálf sig, ‘kommon, þetta er bara Liverpool, rústum þeim!’ Því miður er bara eitt ráð við þessu, eitt til að endurheimta the fear factor, og það er að vinna trukkhlass af útileikjum. Og við getum það ekki, því við höfum ekki ‘the fear factor’ … eins og þið sjáið, þá er þetta algjör vítahringur.


MAÐUR LEIKSINS: Gerrard, fyrir að skora markið. Að öðru leyti var hann alveg jafn andlaus og getulaus í kvöld og allir hinir.

SAUÐIR LEIKSINS: Stephen Warnock hafði þarna séns á að koma sér í byrjunarliðið í næstu leikjum, þar sem Djimi Traoré hefur verið allt annað en sannfærandi undanfarið. Það mistókst, hrapallega. Þá var Dietmar Hamann ekki með í kvöld, Potter og Raven reyndu og reyndu en lítið gekk, Zak Whitbread átti slakasta leik sinn fyrir aðalliðið til þessa og frammi voru þeir Morientes og Crouch álíka skeinuhættir og … tja … skeinipappír. Undanskil Gerrard og Kewell frá gagnrýni þar sem þeir eru að koma inn úr meiðslum, og Hyypiä af því að hann stóð sig rétt svo sæmilega í dag. Og svo voru mörkin ekki Carson að kenna. En staðreyndin er samt sú að í kvöld lék algjörlega allt liðið illa.

Hvað svo? Á laugardaginn tökum við á móti West Ham á Anfield, og svo tökum við á móti Anderlecht á Anfield nokkrum dögum síðar. Sem betur fer, segi ég nú bara, eru næstu tveir leikir okkar á heimavelli. Það er hugsanlega besti sénsinn okkar út úr þessu veseni núna, að vinna tvo góða sigra heima og fá smá sjálfstraust.

Við þurfum allavega ekki að hafa áhyggjur af þessum Deildarbikar í vetur, og það léttist aðeins leikjaálagið á okkur í kjölfarið, en ég get samt ekki í eina sekúndu ímyndað mér að Rafa og hans menn séu sáttir við að hafa tapað svona í kvöld. Ömurlegt.

Næstu dagar verða laaangir … ég er að spá í að skrópa í vinnu fram yfir helgi. Eruð þið með?


Uppfært (Aggi): Ég get ekki þagað!
Er ég hættur að skilja knattspyrnu? Þetta er tilfinning sem ég hef undanfarin misseri fengið annað veifið og þá aðallega þegar ég hef horft á Liverpool (stundum KR einnig). Hvað meina ég? Ok tökum dæmi: Af hverju eru leikmenn teknir út af? Ég hef yfirleitt litið sem svo á að það séu nokkrar ástæður
a) Leikmaður er einfaldlega lélegur
b) Leikmaður er meiddur
c) Leikmaður er þreyttur t.d. nýkominn úr meiðslum
d) Leikmaður hefur spilað marga leiki á skömmum tíma t.d. með félagsliði og landsliði

Síðan horfi ég á skiptingarnar hjá okkur í kvöld og langar mig að minnast sérstaklega á þá fyrstu eða þegar Rafa Benitez tekur Morientes útaf og setur Pongolle inná.

Fyrir það fyrsta þá væru Pongolle og Calliste að spila þennan leik undir eðlilegum kringumstæðum en þar sem enginn framherji hjá okkur hefur verið heitur undanfarið þá hefur Rafa hugsað sér að nota þennan leik gegn Crystal Palace til að koma þeim í gang. ÞAÐ MISTÓKST.
Crouch og Morientes byrja inná saman í þessum leik og þeim tókst ekki að skora. Raunar fannst mér Crouch aldrei nálægt því að skora og fór langt með að sannfæra það fyrir mér að hann er LANGT frá því að vera nægilega góður til þess að spila fyrir Liverpool FC. Hver á sökina að hann var keyptur? Rafa og hugsið ykkur að hann borgaði 7 milljónir punda fyrir þennan leik sem var þá í 1. deildar liði Southampton. Ekki var ég var við að það væru mörg lið að berjast um að fá hann til sín, alla vega ekki Arsenal, Chelsea og manchester united !

Af hverju tók hann ekki Crouch út af ? Ok hann var ekki í byrjunarliðinu í síðasta leik á meðan Morientes var það en það er ekki glæta að Morientes sé þreyttur eftir álag. Ekki er hann meiddur né er þetta fyrsti leikurinn hans eftir meiðsli! AF HVERJU tók Rafa ekki Crouch útaf? AF HVERJU? Hann gat ekki skít allar helvítis 90 mínúturnar. Morientes var skömminni skárri… oooohhhhhhh andskotans helvítis….. mér finnst þetta eitthvað svo týpísk skipting hjá Rafa og ÉG BARA SKIL HANA EKKI.

Ekki má skilja þessi skrif sem svo að ég sé eingöngu að kenna Crouch um tapið í kvöld né er ég að segja að Morientes hafi verið frábær. Hann var skárri, líklegri til að skora en Crouch.

Ég nenni ekki einu sinni að fara út í frammistöðu annarra leikmanna í þessum leik… þeim var bara drullu sama og nenntu þessu varla. Hvort liðið féll úr úrvalsdeildinni síðasta vor? Hvort liðið er fucking Evrópumeistari?

ÉG ER GÁTTAÐUR.

Í lokinn smá hugleiðing:
Hver er munurinn á Crouch og Heskey?
Hver er munurinn á Murphy/Smicer og Garcia/Potter?
Hver kom í staðinn fyrir Henchoz í vörninni?
Hver er munurinn á liðinu hans Rafa og síðan Houllier?
Erum við að spila aðra taktík í dag en undir stjórn Houllier?
Erum við að ná betri árangri í deildinni síðan Houllier/Evans fóru?

Hver stefnir þetta lið? Í ALVÖRU!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 20:53 | 1449 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (26)

Málið er það að Rafa gerði stór mistök í sumar! ég sagði það þá og ég segi það aftur, þegar að þú hefur tækifæri til þess að ná eða aðlaða bestu leikmenn HEIMS í liðið þitt þá notaru tækifærið og gerir það. Rafa gerði það ekki. Fyrir þessar 14 millur (Moro og Crouch) hefðum við getað keypt Owen, hann skorar amk 15-20 mörk á tímabili. Tilhvers að fá Zenden, Reina eða Sissoko? Eru þeir miðverðir eða hægri kantmenn? Afhverju í ósköpunum losaði hann sig ekki við Josemi og Traore?

Ef þið viljið vita sannleikann, að þá er sannleikurinn þessi: Crouch, Morientes, Traore, Josemi og Hyypiä eru ekki nógu góðir til þess að vera í liðinu, ekki 11 manna byrjunarliðinu og ekki 22 manna hópnum. Riise, Zenden og Garcia eiga ekki að vera bestu leikmennmenn sem að við höfum í sínum stöðum! (þó svo að þeir eru reyndar mjög góðir “squad players”:-)

Fyrir 2 árum vantaði Liverpool hægrikantmann, miðvörð og framherja, og enn eru þessar stöður ómannaðar (ég veit að Owen var með okkur þá en ekki eins og Heskey hafi verið að brillera þá fyrir okkur).

Rafa er undir mikilli pressu núna, hann hefur aðeins 2 tækifæri til þess að vinna eithvað á þessu tímabili (3 ef að maður telur “heimsmeistarakeppni félagsliða” með, en hún er ekki næstum því jafn verðmæt og deildin eða CL), FA Cup og CL, og er það mjög sorglegt að titillinn er tapaður fyrir Nóvember mánuð, eða þegar að 1/4 tímabilsins er lokið. :-)

Og að lokum þá get ég ekki beðið eftir að lesa næsta pistil Paul Tomkins aka “The Liverpool do no wrong column.”

God sendi inn - 25.10.05 22:03 - (
Ummæli #8)

Svavar og atli takið eftir, ég er alls ekki að véfengja augljósa hæfileika Reina og Sissoko heldur aðeins að spyrja: þurfum við virkilega þessa leikmenn? Fyrir í þessum stöðum höfum við Carson og Kirkland (Báðir mjög góðir og, eins og ég hef áður haldið fram, er Kirkland einn besti markmaður Englands fyrr og síðar og ef að hann mundi bara fara í gegnum tímabil meiðslalaus eins og hann er að gera núna hjá WBA, enda er hann að brillera), og Hamann, Gerrard, og Alonso. Er ekki meiri þörf fyrir hægri kantmanni og miðverði? Báðir þessir leikmenn kostuðu okkur 12 milljónir punda, efast ekki um að það hefði verið nóg fyrir t.d. Gallas eða Simao. Maður kaupir aldrei leikmenn bara til þess að kaupa leikmenn, en það virðist að Benitez hafi gert akkúrat í þeim tilvikjum því að í rauninni þurfum við ekki á hvorugum að halda.

Hvað Owen varðar þá er það nokkuð augljóst að hann var aldrei 8 milljón punda virði, heldur miklu meira. Hversu miklu fleiri mörk er hann búinn að skora fyrir Newcastle en Morientes og Crouch eru búnir að gera fyrir Liverpool TIL SAMANS? Það mundi ekki skipta máli þó svo að Owen væri aðeins búinn að skora 1 mark, það væri samt einu marki meira en Crouch og Morientes TIL SAMANS! Niðurlægjandi, ekki satt?

Eitt að lokum: Tilhvers að vera meða háþróað “scouting network” í Chile ef að maður veit ekki einusinni hvað maður hefur í í eigin vasa? Ég get sagt ykkur það að það eru fullt af ungum og efnilegum ENSKUM leikmönnum í neðrideildunum sem að eru eflaust jafngóðir eða ekki betri en kantmaður frá Chile sem að spilar með 2. deildarliði Albacete (ekki það að þessi maður er góður eða ekki, hef ekki hugmynd, en hann er augljóslega ódýr þar með því besti kosturinn fyrir Liverpool) :-) En vil benda mönnum á sem að fylgjast með ensku 1. deildinni (eða “Championship”:-) að ef að þeir horfa einhvertíman á Watford að taka eftir 2 leikmönnum sem kallast Anthony McNamee og Ashley Young, báðir kantmenn sem að eru búnir að vera frábærir á þessu tímabili, synd að þeir munu fara annaðhvort til Charlton eða Westham næsta sumar því að þeir mundu gera miklubetri hluti hjá Liverpool en Zenden og co. eru búnir að gera hingað til.

God sendi inn - 25.10.05 23:50 - (
Ummæli #14)

Ég vonaði heitt og innilega að til þessa myndi ekki koma en …. Rafa er úti að skíta.

Sorglegt en satt. Hann er farinn að minna mig á Hullier þegar hann var kominn í ruglið.

Muniði þegar Heskey var meiddur og haltraði um völlinn. Svo eftir dúk og disk kom skiptingin og ….. hann tók Baros útaf (eða einhvern). Þetta og þegar Hamann var tekinn út af á móti Leverkusen voru döprustu ákvarðanir sem ég hef séð hjá knattspyrnustjóra.

Málið er það að við sem fylgjumst með Liverpool höfum ágætis tilfinningu fyrir því sem er að gerast hjá liðinu. Við vitum hverjir eru að standa sig vel, hverjir spila af sjálftrausti og hverjir eiga skilið að vera í liðinu.

T.d. eru lang flestir á því sem hafa skrifað hér á síðuna á því að Kewell og Gerrard hafi verið skástir í leiknum og Whitbread og Warnock hafi verið arfaslakir. Við sáum líka að Moro var skárri en Crouch og að sú skipting var fáránleg þegar Pongolle kom inná. Einnig að þegar Kewell var tekinn útaf fyrir Garcia, en ekki Raven, var um hreint rugl að ræða. Þá sagði ég við vin minn þegar 5 mínútur voru eftir “af hverju prófar hann ekki að setja Hyppia fram”. Eftir smá stund sagði Hörður Magg það sama. S.s. tilfinning okkar fyrir leiknum og leikmönnum er oft mjög svipuð.

Auðvitað vitum við að Rafa veit eitthvað sem við vitum ekki. Hefur meiri reynslu, þekkingu o.sv.frv. Það er bara ekki málið. Ég tel að hlutverk þjálfara sé einfalt. Hann á að finna 11 bestu leikmennina á hverjum tíma og láta þá spila.

Þetta er það sama og þegar verið er að þjálfa stráka í 6. og 7. flokki. Strákarnir hafa algerlaga á hreinu hverjir eru bestir. Þeir taka líka eftir því þegar einhver er að standa sig illa og hver hefur bætt sig það mikið að hann á skilið að vera í liðinu. Hlutverk þjálfarans að mínu viti er einfaldlega að finna þetta út. Ef það tekst þá hafa allir sitt hlutverk á hreinu. Þeir vita að þeir þurfa að verða betri en þessi og þessi leikmaður til að komast í liðið. Svo er bara að leggja sig fram og æfa.

Ef þessi kenning mín stenst þá er það sem Rafa er að gera algerlega á skjön við þetta. Ég held reyndar að hann sé í tómu rugli. Hversu oft hefur maður ekki lesið pistla á þessari síðu um hvernig liðið komi til með að líta út í næsta leik. Svo er stillt upp einhverju allt öðru liði. Og maður spyr sig … bíddu nú við Zenden var góður í síðasta leik. Hann er ekki í liðinu. Riise var slakur hann er í liðinu. Cisse skorar og hann er ekki í liðinu Crouch skorar ekki (ekki einu sinn líklegur) en hann er liðinu o.sv.frv.

Þetta er akkúrat það sem hefur gerst núna hjá Liverpool. Menn vita ekki hver staðan sín er.

Sem dæmi má taka leikmann sem finnst hann vera að spila vel en kemst ekki í liðið í næsta leik. Og þá fer hann að spyrja sig. Bíddu hvað á ég að gera til að komast í liðið? -Síðast reyndi ég að sóla, senda góðar sendingar og berjast fyrir sætinu mínu. En það er greinilega ekki það sem Rafa vill. Hann vill líklega frekar að ég spila eins og Riise sem reynir aldrei að sóla mann og sendir boltann alltaf aftur á vörnina-.

Menn s.s. fyllast örvæntingu, hætta að taka áhættu og sjálfstraustið fer. Leikmenn fara að spila fyrir sjálfan sig og úr verður það Liverpool lið sem við sáum í kvöld og um helgina á móti Fulham.

Í augnablikinu held ég að Rafa sé á rangri leið. Ég vil samt ekki gefa hann upp á bátinn né þann hóp sem við höfum í dag. Í raun held ég að hópurinn sé ágætlega mannaður nema að það mættu koma 2-3 heimsklassa leikmenn. Og þá meina ég ekki heimsklassa leikmenn eins og Peter Crouch.

Svo vil ég segja að því miður eru ungu strákarnir okkar ekki nógu góðir. Ég efast um að Whitbread, Raven og Potter komist í 1. deildar lið. Þeir hefðu alla vega ekki komist í lið C. Palace í kvöld.

Mikið svakalega vona ég að Rafa verði ekki í minningunni settur á sama stall hjá mér og Hullier og Souness. Hann á reyndar langt í land en í augnablikinu virðist hann vera á leiðinni þangað.

Áfram Liverpool!

Hössi sendi inn - 26.10.05 02:11 - (
Ummæli #21)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·C. Palace 2 - Liverpool 1 (uppfært)
·Fulham 2 - Liverpool 0
·Anderlecht 0 - Liverpool 1
·L'pool 1 - Blackburn 0
·Liv'pool 1 - Chelsea 4

Síðustu Ummæli

staffan: Haddi Thor, ég sagði aldrei að ég væri b ...[Skoða]
Krizzi: Jæja þá er botninum náð, nú liggur leiði ...[Skoða]
Einar Örn: Sko, ég nenni ekki að svara ummælum eins ...[Skoða]
Haddi Thor: Staffan. Alvöru Liverpool aðdáendur gefa ...[Skoða]
JónH: Ég horfði á leikinn og ég er alveg miður ...[Skoða]
Hössi: Ég vonaði heitt og innilega að til þessa ...[Skoða]
God: Er ég svona ómálefnalegur? :-) ...[Skoða]
Geiri: God, skrifaðu undir nafni! Mig langar að ...[Skoða]
God: Af einum "comeback" tónleikum "Guns N' R ...[Skoða]
MR.DALGLISH: allir GERARD HOULLIER hatarar ættu nú að ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Horfðu á björtu hliðarnar
· Gerrard talar af viti
· Eymd og volæði
· C. Palace 2 - Liverpool 1 (uppfært)
· Byrjunarliðið gegn Palace
· Blaðamenn úti að tapa sér...

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License