beach
« Rafa jafnfúll og við | Aðalsíða | Blaðamenn úti að tapa sér... »

24. október, 2005
Crystal Palace á morgun!

Við erum víst að spila í Deildarbikarnum á morgun, gegn Crystal Palace á útivelli, í leik sem verður sennilega í meira lagi fróðlegur. Þetta Palace-lið vann okkur í deildinni sl. tímabil, og við vorum hreinlega heppnir að vinna þá 3-2 á Anfield í leik þar sem Milan Baros var hetjan okkar, skoraði þrennu. Andy Johnson, næst markahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar í fyrra, skoraði sigurmarkið gegn okkur á útivelli.

Hvorugur þeirra verður með á morgun. Baros er náttúrulega farinn til Aston Villa, og Andy Johnson er meiddur. Sem betur fer, þetta hefði orðið talsvert erfiðari leikur ef hann hefði verið með.

Eftir því sem við best vitum þá munu leikmenn á borð við David Raven, Zak Whitbread, Darren Potter og sennilega Florent Sinama-Pongolle líka. Hvort þeir byrja allir inná veit ég ekki, og það er orðið gjörsamlega ómögulegt að sjá fyrir um byrjunarlið Rafa Benítez, en ég ætla samt að giska. Bara upp á gamnið:

Carson

Raven - Carragher - Whitbread - Warnock

Potter - Gerrard - Hamann - Zenden
Kewell
Cissé

Auðvitað er þetta bara út í lofið. Ég styð Rafa Benítez ennþá fyllilega og tel hann vera rétta manninn fyrir Liverpool, en hann er ekki undanþeginn gagnrýni þessa dagana og mér finnst stundum sem hann hrófli of mikið við byrjunarliðinu hjá okkur. Auðvitað verður hann að gera að að einhverju marki, við erum að spila það marga leiki að það myndi gera útaf við menn að vera alltaf í byrjunarliðinu, en stundum getur þetta orðið of mikið af því góða.

Kannski spilar hann með 4-4-2 á morgun og lætur Mori, Crouch eða Flo-Po spila í stað Cissé. Ég veit það ekki. En ég skýt allavega á það svona, sjáum hversu margar stöður ég hef svo réttar.

MÍN SPÁ: Ég get ekki að því gert, eftir laugardaginn leggst þessi leikur frekar illa í mig. Ekki af því að við erum lélegt lið, ekki af því að Rafa getur ekki lagað vandamálin, heldur af því að við sáum greinilega gegn Fulham hvað liðið hefur lítið sjálfstraust í leikjunum í Englandi - sérstaklega á útivelli. Við töpuðum gegn Crystal Palace í fyrra og þrátt fyrir fallið hafa þeir haldið meira og minna sama liði, sem þýðir að þeir eru bara líklegir til sigurs á morgun.

Þetta leggst bara illa í mig. Þannig að ég ætla að spá 2-1 tapi gegn Crystal Palace á morgun. Vona þó að ég hafi rangt fyrir mér.

Ef ekki annað … þá verður þetta athyglisverður leikur. Sjálfur væri ég til í að sjá hinn unga Ramón Calliste spila, er orðinn forvitinn að sjá hvað hann getur, en við erum með það marga framherja í aðalliðinu núna að ég efast um að hann komist að.

Áfram Liverpool!!!

.: Kristján Atli uppfærði kl. 21:21 | 448 Orð | Flokkur: Upphitun
Ummæli (13)

Það er kannski best að útskýra hvaðan ég er að koma þegar ég spái fyrir um úrslit leikja. Þetta eru engin ógurleg vísindi, bara sú tilfinning sem ég - einhver gaur útí bæ, hvað ykkur varðar - hef fyrir leiknum. Þá tilfinningu byggi ég síðan á hlutum eins og undanförnu gengi liðanna, sögu liðanna og slíku.

Við töpuðum illa á laugardag. Illa, og höfum verið frekar ósannfærandi í deildinni hingað til, hvort sem við erum að sigra Blackburn eða Sunderland á heimavelli eða tapa illa fyrir Fulham eða Chelsea. Við höfum verið ósannfærandi, okkur hefur gengið illa að skora og ef við reynum að breyta því með því að sækja höfum við verið að fá mörk á okkur.

Crystal Palace féllu náttúrulega í fyrra en það þýðir frekar lítið í bikarkeppni. Ef eitthvað er þá er það betra að vera litla liðið, það búast allir við að þeir tapi í kvöld og því getur Iain Dowie sagt sínum mönnum að slaka á og njóta þess að sækja til sigurs í kvöld. Pressan er öll á okkur, ekki þeim.

Við þetta bæti ég þeirri staðreynd að við vorum stálheppnir að vinna þá á Anfield í fyrra, og töpuðum nokkuð sanngjarnt fyrir þeim á útivelli.

Þegar ég tek þetta saman, og bæti svo við fréttum eins og þessari, sem segir okkur að Rafa ætli að sækja í kvöld, og þá finnst mér líklegt að við töpum í kvöld.

Að sjálfsögðu vona ég alltaf að Liverpool vinni og innst inni í mér blundar bjartsýnismaður sem spáir “5-0 og Crouch með þrennu” í hverjum leik … en í dag er raunsætt mat bara allt annað.

Við erum ennþá sigurstranglegra liðið fyrir þennan leik í kvöld og að öllu eðlilegu eigum við að klára þetta … en það þarf lítið að gerast til að illa fari.

Þannig virkar það nú bara. Ef menn eru ósammála minni spá þá er bara um að gera að varpa fram sinni eigin, til þess er ummælakerfið á þessari síðu, en það er óþarfi að úthrópa mig/okkur með skítkasti bara af því að menn eru ósammála okkur.

Kristján Atli sendi inn - 25.10.05 09:54 - (Ummæli #8)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Aston Villa 0 - Liverpool 2
·Liverpool 3 - Anderlecht 0
·Liverpool 2 - West Ham 0
·C. Palace 2 - Liverpool 1 (uppfært)
·Fulham 2 - Liverpool 0

Síðustu Ummæli

Finnur: Góð spá Kristján ...[Skoða]
Höski: Ég ætla að vera í lukkutreflinum í kvöld ...[Skoða]
Kiddi: Ha! Kristján!?! Ertu að segja okkur að þ ...[Skoða]
Einar Örn: Já, það hefur verið gefið út að Carra ve ...[Skoða]
Mgh: Þessi leikur gegn C.P leggst ekkert of v ...[Skoða]
Kristján Atli: Það er kannski best að útskýra hvaðan ég ...[Skoða]
Krizzi: Mér líst vel á þessa uppstillingu hjá þé ...[Skoða]
Einar Örn: Hvaða neikvæðni er þetta. Við vinnum. ...[Skoða]
Davíð Már: Töpum því miður 1-0. Þessi tap tilfinnin ...[Skoða]
Aggi: Eftir vont tap gegn Fulham verður þetta ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Kewell biður um þolinmæði, Riise vill framlengja samninginn sinn og fleira til.
· Sabrosa falur!
· Hinn Króatíski Beckham
· He's big, he's red ...
· Rafa í hálfleik í Istanbúl
· Liverpool að fá bandaríska fjárfestingu?

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License