beach
« Rafa hefur EKKI áhuga á Joaquin | Aðalsíða | Cisse aðeins minna fúll í dag »

06. október, 2005
Cisse hundöskufúll

Jæja, einsog við vissum þá tjáir Cisse sig frekar um ástandið sitt hjá Liverpool á blaðamannfundi hjá franska landsliðinu. Vegna meiðsla Trezeguet og Henry verður Cisse framherji númer 1 hjá franska landsliðinu, þótt hann hafi lítið sem ekkert spilað með Liverpool.

Cisse segir fullt, m.a.:

“If my situation remains the same by December I’ll make my move and I’ll go.”

“Being on the bench annoys me. I know it’s selfish but I have to think about my own career. There’s a World Cup coming up and I want to be part of it.”

“When I’m lucky enough to start a match, they slot me on the right wing which is not my position on the field.”

“For the rest of the time I’m only a replacement. If nothing changes before December I’ll have to take the decision to leave.”

og einnig:

I would understand the coach’s choices if we were league leaders on a string of victories. But it’s far from being like this.”

Nákvæmlega!!!!

“To prove myself I need more time on the pitch. Against Chelsea we were down 4-1 when I came on. What could I do? Scoring a goal wouldn’t have changed the outcome of the game,”

og hann segist vilja fara til Marseille:

“I’m not ruling out going to Spain but Marseille remains my first choice.”

Þetta verður ekki mikið skýrara.

Það er eins gott að Rafael Benitez viti hvað hann sé að gera í þessum málum. Hann bara hlýtur að vita eitthvað, sem við vitum ekki. Þetta er annars gjörsamlega óskiljanlegt.

Ég get ekki fyrir mitt litla líf skilið af hverju okkar hættulegasti maður er á bekknum á meðan að við spilum með einn framherja, sem hefur ekki skorað eitt einasta mark í vetur. Crouch hefur sannað sig sem ágætan knattspyrnumann, en það er hreint út sagt sorglegt að Djibril Cisse fái ekki sama tækifæri.

.: Einar Örn Einarsson uppfærði kl. 13:48 | 310 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (30)

Sælir og takk fyrir frábæru síðu, Mér finnst að hann eigi bara að taka sig til að spila með 3-5-2 og hafa Cissé eða Crouch/Nando saman frami og spila með Sissoko og Alonso sem DMC og svo Garcia/Flo-Po Gerrard og Riise/ Kewell þegar hann er orðinn góður af meiðlsunum og Traore Carra og Hyypia í vörninn og svo þarf hann nauðsinlega að kaupa varnamann og klassa vængmann í janúar, En þetta með Cissé ég er alveg 100& sammmála því sem er sagt að hann sé okkar lang besti Sóknarmaður og mér finnst að hann eigi að vera númer Eitt á blað þegar Liðið er valið, því ég er nokkuð viss um það að þegar hann fær tæknifæri og þá meina ég nokkra leiki í röð ekki ein leik á kantinum og svo 15-20 min í leikjum þar á eftir heldur alvöru tækni og þá sem Striker þá fer hann að sýna afhverju hann fékk Bronsskóinn í Evrópu áður en hann kom til okkur og þá fer hann að sýna sitt rétt aldlit og ég er viss um að hann skorar 20 mörk ef ekki fleiri á þessu tímabili svo framlega sem hann fær að spila nóg og fær að byggja upp sjálfálitið aftur og traustið. Og um leið og það skeður þá fáum við sjá mörk í öllum regnbogas litum og þá getum við farið að taka Gleði okkar á ný og svo eitt af lokum mér finnst líka kannski kominn til að gefa Carson tækifæri í markinu og svo þegar Dudek er orðinn góður af meiðlsu leyfa honum að fá tækifæri líka því mér finnst Reina ekki jafn góður og það var sagt að hann væri.

Baddi sendi inn - 06.10.05 20:45 - (
Ummæli #16)

Kiddi:

Hvað hefur Crouch gert til að verðskulda að vera tekinn framyfir Cisse? Ekki neitt

..

Cisse skoraði reyndar ekki nema 3 mörk í 12 leikjum í fyrra áður en hann meiddist, en það verður að taka það með í reikningin að hann var nýkominn til liðsins

Er ekki dálítill tvískinnungur í þessu hjá þér, Kiddi? Í einu orðinu segirðu að Crouch eigi ekki að vera tekinn framfyrir Cisse, en svo afsakaðirðu frammistöðu Cisse af því að hann var nýkominn til liðsins. Af hverju fær Crouch ekki sömu meðferð? Hann er jú nýkominn til liðsins.

Einnig:

Ef maður les ummæli hans sér maður að óánægja hans er allt annars eðlis en leikmanna eins og Baros, Gerrard og Owen sem eru allir drifnir áfram af eiginhagsmunum.

Fyrirgefðu, en hvaða hagsmunum eru þessi ummæli byggð á? Cisse er ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig í þessu dæmi. Ef hann hugsaði fyrst og fremst um liðið þá færi hann beint til Rafa og segði: "Hey, ég get bætt þetta lið ef þú gefur mér tækifæri" í stað þess að væla í franska blaðamenn.

Og Lárus: Ég geri ráð fyrir að þetta hafi verið brandari:

Breytir engu þótt við unnum CL. Árangurinn í deildinn er orðinn pínlegur.

Og enn og aftur: Peter Crouch er ekki vandamálið, hann er búinn að leika virkilega vel. Vandamálið er að Crouch er EINN!!! Það er fáránlegt að menn séu að láta þennan pirring varðandi Cisse bitna á Peter Crouch. Hann hefur ekkert gert rangt.

..

og svo þegar Dudek er orðinn góður af meiðlsu leyfa honum að fá tækifæri líka því mér finnst Reina ekki jafn góður og það var sagt að hann væri.

Eru menn með alzheimer?

Dudek er búin að vera ein taugahrúga síðustu ár. Reina hefur fengið á sig eitt mark, sem að sumir telja að hafi verið honum að kenna og þá er hann "ekki jafn góður og það var sagt að hann væri.". Þetta finnst mér ótrúlegt.

Hvernig geta menn hugsað sér að fá Dudek aftur? Gleymið framlengingunni og vítaspyrnukeppninni í Istanbúl. Það þarf ekki að spóla lengur aftur en í sjálfan leikinn til að sjá af hverju Dudek er ekki treystandi. Hann er orðinn 33 ára og hans tími hjá Liverpool er liðinn. Reina og Carson eru framtíðin.

Einar Örn sendi inn - 07.10.05 00:54 - (Ummæli #21)

Tek það fram að mér finnst Cisse vera frábær leikmaður. En ég vil benda Kidda á að Owen dró engan á asnaeyrunum. Og hvaða sérstöku meðferð fékk Owen hjá félaginu eftir að hann ákvað að fara eða vildi koma til baka? - Enga!! Owen sýndi hollustu meðan hann var hjá félaginu og augljóslega vildi koma til baka. Ég skil vel að sumir knattspyrnumenn vilji reyna fyrir sér erlendis, en hann vildi koma til baka.

Sjálfur var ég pirraður á Gerrard í gegnum þessa hætta-ekkihætta-jójó-ákvörðun hans, en hann skrifaði undir og er fyrirliði liðsins.

Cisse meiddist hræðilega og hefur fengið jú að byrja í einhverjum leikjum en þetta kerfi sem Rafa er að nota núna virðist alls ekki vera að henta honum. En hvaða lið var það sem stóð með Cisse og hlúði vel að honum í gegnum þennan erfiða meiðslakafla?? Það var Liverpool. Þannig að þó svo að ég sé sammála því sem Cisse segir, þá finnst mér vettvangurinn fáránlegur!! Þetta er erindi við Rafa og utan allra fjölmiðla!

Og ekki einu sinni reyna að bera saman Cisse og Gerrard hvað varðar veru þeirra á bekk eða mikilvægi fyrir liðið. Þetta eru svo gjörsamlega ólíkar stöður! Ég held (þori að veðja upp á það) að flestir hérna á blogginu taki undir það að þeir vildu frekar hafa Gerrard í liðinu heldur en Cisse.

Ég vil hafa báða, en ég vil líka sjá betri árangur. Ég trúi ekki að leiðin að honum sé að útvarpa óánægju í gegnum fjölmiðla.

Doddi sendi inn - 07.10.05 08:54 - (Ummæli #24)

Það er ekkert smá sem einn maður getur valdið miklum usla á þessu spjalli. Greinilegt að Cisse er heitasta umræðuefni Liverpool þessa dagana.

Rétt er það, að Cisse á ekki fara með þetta í fjölmiðla. Menn eiga bara að halda kjafti og leggja meira á sig.

Ég er mikill aðdáandi þessa manns, verð alveg svartur af reiði þegar ég er að horfa á okkar menn og hann fær ekki að spila. Sóknarleikur okkar manna hefur verið algert grín það sem af er tímabili í deildinni, við sköpum okkur ekki einu sinni færi í sumum leikjum. Enginn ógnun. En þá kemur Cisse inn á og þá loks verður ógnun. Spurning hvort hann sé of mikil ógnun fyrir varnarsinnað kerfi Rafa, hehe.

Ég held að við skulum strax hætta að kenna Crouch um hlutina. Hann gerir það sem hann á að gera. Hann er bara einn frammi og lítur því illa út. Cisse og hann er skapaðir til að spila saman.

ATH! Eitt sem ég vill benda á er að Rafa veit alveg hvernig Cisse er. Munið þið ekki þegar Rafa sagðist vera sáttur við það að Cisse væri reiður!!! hann sagðist hreinlega vera ánægður með það. Cisse er nú líka þannig leikmaður að hann er alveg rosalega metnaðarfullur, en kannski ekki sá gáfaðasti. Ég er viss um að Rafa veit alveg hvernig Cisse líður og skilur hann. Hann hefði sennilega líka kosið að Cisse ræddi beint við hann en ekki pressuna. Samt viss um að þetta kemur Rafa ekki mikið á óvart. Svona er bara Cisse og Rafa veit alveg hvernig hann mun tækla þetta.

Talandi um Baros, þá vældi hann allt síðasta sumar þrátt fyrir að flestir framherjar okkar væru meiddir og að hann spilaði nærri alla leiki. Samt vældi hann. Hefði Baros verið núna í LFC væri hann í verkfalli.

Go Cisse

Mgh sendi inn - 07.10.05 09:57 - (
Ummæli #27)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0
·Sao Paulo heimsmeistarar! (uppfært)

Síðustu Ummæli

Mgh: Hvað eru menn að tala um hver sé næst by ...[Skoða]
Haukur: Ég skil nú ekki hvaða mælikvarða menn er ...[Skoða]
Kári: Ég sakna Milan Baros! ...[Skoða]
Mgh: Það er ekkert smá sem einn maður getur v ...[Skoða]
Stefán Þór Pálsson: Tekk undir orð þín Hössi, ég hef mesta t ...[Skoða]
Hössi: JayMatteo (ummæli 13) - að mínu mati hef ...[Skoða]
Doddi: Tek það fram að mér finnst Cisse vera fr ...[Skoða]
Kristján Atli: Jæja. Maður sleppir netinu í tvo daga (v ...[Skoða]
kiddi: Svo ég svari þér Einar þá var ég ekki að ...[Skoða]
Einar Örn: Kiddi: >Hvað hefur Crouch gert til að v ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Paul Anderson semur við Liverpool
· Gerrard og Nolan (uppfært)
· Bolton 2 - L'pool 2
· Bolton á morgun!
· Ársuppgjör 2005!
· Liverpool 1 - W.B.A. 0

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License