beach
« Byrjunarliðið komið, Riise inni! | Aðalsíða | Hvað á að gera? »

02. október, 2005
Liv'pool 1 - Chelsea 4

Ókei, leikskýrsla. Við vorum að enda við að tapa 4-1 á heimavelli fyrir Chelsea, stærsta tapið okkar síðan vorið 2003 þegar við töpuðum 4-0 fyrir manchester united á Old Trafford.

Venjulega fer ég yfir það sem er jákvætt og það sem er neikvætt en í dag ætla ég ekki að gera það. Við höfum rætt nógu mikið um það jákvæða undanfarið, það er af nógu að taka þar, og ég er alveg handviss um að Rafa Benítez er á réttri leið með þetta lið. Í dag hins vegar mættum við Englandsmeisturunum á okkar heimavelli og vorum að vissu leyti teknir í kennslustund. Þeir sýndu okkur í dag, svart á hvítu, hvað þeir hafa fram yfir okkur. Hvað við þurfum að laga til að geta látið okkur dreyma um að keppa við þá í deildinni. Ég ætla að fara yfir það hér.

Þetta er það sem okkur vantar til að geta barist við Chelsea um sigur í Úrvalsdeildinni:

  1. Betri vörn. Og þá meina ég: betri miðvörð með Jamie Carragher, fyrst og fremst. Sami Hyypiä er frábær miðvörður og í raun lítið yfir honum að kvarta fyrir utan tvennt: hann er að verða kominn á aldur og hann hefur engan hraða til að takast á við toppliðin lengur. Að sjá hversu illa Drogba fór með hann í þessum leik var átakanlegt. Þá er ég einnig að tala um vinstri bakvarðarstöðuna. Djimi Traoré gerði svakaleg mistök og gaf þeim fyrsta markið, og þar með í raun sigurinn í leiknum. Chelsea er lið sem gefur ekki eftir þegar þeir eru komnir með undirtökin í leiknum og því má að miklu leyti skrifa þetta tap á Djimi. Ef Warnock á að verða okkar fyrsti kostur í bakverðinum á hann að fá að tryggja sig í sessi þar.

  2. Vængmenn. Í alvöru, ég hef sagt þetta svo oft en staðreyndin er sú að það er langt að bíða þangað til í janúar. Luis García, Florent Sinama-Pongolle og Djibril Cissé eru ekki kantmenn. Í okkar sterkasta liði væri García sennilega í holunni fyrir framan Gerrard og Alonso. Hinum megin hefur ekkert komið út úr Bolo Zenden, að mínu mati, og Jonny Riise var gjörsamlega úti á þekju í dag. Bauð ekki upp á neitt. Ef Harry Kewell getur komið inn og lagað vinstri vænginn fyrir okkur er það algjör himnasending, en það hlýtur að vera algjört forgangsatriði að fá einhvern á hægri kantinn strax í janúar.

  3. Djibril Cissé. Í dag, 3-1 undir og svo 4-1, beið Rafa þangað til tíu mínútur voru eftir af leiknum með að setja Cissé inná. Að mínu mati bendir allt til þess að Cissé eigi sér nær enga framtíð hjá Liverpool. Ef svo er, þá verðum við að treysta Rafa í þeim efnum og þá vill ég líka bara sjá okkur selja hann í janúar. Ef Crouch og Morientes eiga að vera framherjarnir okkar þá er eins gott að fá bara pening fyrir Cissé og nota í kaup á Joaquín eða einhverjum álíka vængmanni. Því miður, þá er staðan ekki góð fyrir Cissé í dag.

Þrír punktar. Einfalt. Ekki satt? Kaupa fljótan miðvörð fyrir Sami, fá alvöru mann á vinstri vænginn og selja Cissé til að eiga fyrir Joaquín. Hljómar einfalt…

…málið er bara hvað við eigum að gera þangað til.

Í dag skoruðu Chelsea 2 mörk í seinni hálfleiknum, en mér er slétt sama um þau. Við þurftum að jafna, þurftum að taka sénsa og fara framar á völlinn og þeir refsuðu okkur. Þeir eru það góðir að þeir gera það bara, einfalt mál.

Það sem olli mér áhyggjum er það að nú höfum við spilað 180 mínútur á Anfield gegn þessu Chelsea-liði. Á þessum 180 mínútum vorum við í sókn nær allan tímann, með boltann megnið af tímanum og pressuðum þá hátt uppi á vellinum. Samt efast ég um að við höfum náð mikið meira en 5-6 skotum að marki á þessum 180 mínútum.

Ég hef svona takmarkaðar áhyggjur af þessu. Það er ömurlegt að tapa fyrir Chelsea, og 4-1 tap þýðir að mér (og ykkur hinum eflaust) verður strítt í vinnunni á morgun. En það breytir því ekki að við vorum að tapa fyrir Chelsea. Þeir eru einfaldlega allt of gott lið í dag, að mínu mati, til að nokkuð enskt lið geti gert sér vonir um að keppa við þá. Því miður, en það er bara staðreynd.

Ég hef hins vegar séð nóg til Arsenal, manchester united og hinna liðanna í toppslagnum í vetur til að vita að við getum unnið þau, hiklaust. Að mínu mati eigum við, þrátt fyrir slæmt tap í dag, að setja stefnuna hiklaust á annað sætið í deildinni. Við getum það alveg, en til þess þarf liðið líka að fara að vinna leiki - jafntefli duga skammt - og til þess að vinna leiki þurfum við að fara að skora mörk. Rafa á ærið verk fyrir höndum.

p.s.
Eftir þennan upplífgandi dag fyrir okkur Púllarana er meira gleðiefni á leiðinni … tveggja vikna helvítis landsleikjahlé! Þetta er orðið svo óþolandi að það hálfa væri nóg, að maður þurfi að kyngja þessu Chelsea-tapi í tvær heilar vikur áður en við fáum séns á að laga stöðuna gegn Blackburn. Við erum í þrettánda sæti í deildinni næstu tvær vikur, við erum bara með sjö stig fram í miðjan október, við erum með tvö mörk í mínus í markatölu næstu tvær vikur! Óþolandi!

Allavega, við lærðum ansi margt um liðið okkar í dag en mig grunar að menn hafi líka lært ansi margt um Chelsea. Þetta lið verður ekki stöðvað á fótboltavellinum, ekki á meðan þeir geta keypt eins og þá lystir. Ímyndið ykkur ef við hefðum ótakmarkaða fjármuni, þá værum við búnir að kaupa menn á borð við Gabriel Milito, Joaquín, Simao Sabrosa, Dirk Kuijt, Patrice Evra, Pablo Ibanez og Sergio Ramos í dag. Liðið okkar væri töluvert öðruvísi en það er, ef Roman Abramovitch væri eigandi Liverpool. Það sama má segja um Arsenal og manchester united … þess vegna getum við hinir ekkert keppt við þetta lið.

Er ekki kominn tími á að gera alvöru úr þessari hugmynd um launaþak á Englandi? Þetta Chelsea-lið mun valta yfir samkeppnina, ekki bara í vetur heldur næstu árin, ef ekkert verður að gert.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 17:13 | 1028 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (30)

Þetta var einfaldlega ekki nógu gott og eins og ég hefi sagt annarstaðar þá eru þeir veikleikar sem voru þekktir fyrir leiktíðina að bitna alvarlega á okkur. Stjórnendur liðsins leystu þá ekki í sumar og því erum við í vandræðum varnarlega - athugið það, varnarlega. Sami er orðinn of hægur og Traore skortir reynslu en er vaxandi leikmaður. Svo er það alveg merkilegt að okkar öflugasti sóknarmaður vermir bekkinn meirihluta leikja og sóknarleikurinn með Lengjuna upp á toppi er fyrirsjáanlegur og árangurslítill. Hægri kanturinn skilar engur og sá vinstri er veikur sóknarlega. Niðurstaða: markaskorun afar léleg sem leiðir til þess að ef við erum að spila við lið eins og C$$$$$$ sem geta sótt hratt og skorað mörk þá töpum við!!!!! Og vegna lélegrar markaskorunar erum við jafntefliskóngar deildarinnar og ef Stjórinn kemur sér ekki í það að nota Cisse og spila 4-4-2 og blása til sóknar þá er eins gott að hætta að fylgjast með þessu og bíða eftir næstu leiktíð. Það sem ég meina með þessu er það að ekki er lengur hægt að bjóða stuðningmönnum liðsins upp á þetta. Það má kryfja þennan leik til mergjar og alla aðra leiki liðsins en málið er þetta. Það er stillt upp til að leika varnarbolta, þ.e. að fá ekki á sig mörk, og svo er vonað að við slysum einu.
Nei takk þetta er ekki fyrir mig og ég vil breytingar og það strax. Sókn er besta vörnin

Sigtryggur Karlsson sendi inn - 02.10.05 18:12 - (
Ummæli #5)

Það er alveg ljóst að 4-5-1 er topp kerfi, en ekki fyrir okkur. Kerfið er skapað fyrir lið sem eru með framúrskarindi kantara, sem við erum ekki. Það er að verða leiðinlegt að tala um þetta.

Riise var eins og 5. flokks maður í dag, fékk fjölmörg tækifæri til að gera góða hluti en klúðraði öllu. Öllu einfættari maður finnst varla í dag.

Crouch reyndi eins og hann gat, hann gerir þetta mjög vel en það kemur ekkert út úr þessu. Það er bara enginn til að njóta alls þessa góða sem hann hefur upp á að bjóða. Hann VERÐUR að hafa fljótann framherja með sér. Ef svo væri þá liti þetta betur út.

Hvað getur maður sagt um þetta Cisse mál? þetta fera að verða mjög sérstakt allt saman. Hann fær að byrja einn og einn leik og koma inn á í hinum en bara fær ekki alvöru séns. Afhverju fær hann ekki að spila nokkra leiki í sinni stöðu með Crouch frammi??? Þetta er maður sem á að geta skorað alveg jafnmikið og Owen hefi gert ef hann bara fengi tækifæri. Eins og staðan er í dag fær hann að spila í nokkrar mínutur í hverjum leik og oftast á kantinum. Það kann hann bara ekki og menn drulla yfir hann fyrir vikið. Setjið ykkur í hans spor í dag. Að drullu tapa en samt fær hann bara 10 mín og síðustu skiptinguna... Þetta er bara sorglegt mál. Lítur allt út fyrir að hann fari frá okkur í janúar nema eitthvað mikið gerist.

Sóknarleikur okkar manna er að mínu viti slakari en hann var í lok síðasta tímabils. Þá vorum við að spila 4-4-2 í flestum leikjum. Létu boltann ganga og reyndu að spila hratt. Núna er þetta allt annað - öllu dúndrað fram á crouch og hvað svo ..... Svo segja menn að við séum betri en i fyrra, ekki svo viss um það, en ættum að vera það.

Nóg komið í bili af neikvæðni. Vonum að þetta fari að koma og að mörkunum rigni inn.

Mgh sendi inn - 02.10.05 18:57 - (
Ummæli #10)

Þvílíkt, annað og eins....... :-)

Þegar ég kom í heimahús í dag voru liðnar 6 mínútur af leiknum og félagar mínir himinlifandi með gang mála.....okkar menn miklu betri....sækja og sækja.....ég urraði á þá og sagði að það væri ekki nóg að sækja.....það þyrfti að skora líka!!!!

Þvílíkt andskotans bull......1-4 á Anfield....barasta teknir í rörið. SHIT. Og það á móti Chelsea.

Mér fannst öllu fremur vanta smá anda í okkar menn. Sjá hvernig helvítið hann Drogba komst um með að rífa kjaft við allt og alla allann leikinn -var alveg gjörsamlega að gera mig bjrálaðan. Ef Drogba hefði tekið svona aftaná hálsinn á Hermanni Hreiðarssyni eins og hann gerði við Alonso þá hefði orðið stórstyrjöld...punkturinn...taka á manninum. Þegar menn eru í svona stuði þá ná þeir yfirburðum andlega á vellinum og það er algjörlega ólíðandi og það á heimavelli okkar. :-)

Ég ætla ekki að eyða púðri í það sem er augljóst. Okkur vantar miðvörð og almennilega kantmenn. Enginn veit það betur en Rafa. Sá held ég að sofi illa í nótt og hugsi...."hvern grefilinn var ég og stjórn Liverpool að gera í sumar".

Að lokum .........það er algjörlega út í bláinn að setja markið á annað sætið í deildinni ár eftir þennann ósigur.....og fjögur jafntefli hingað til. Við meigum þakka fyrir að lenda meðal fjögra efstu þessa leiktíð. Eins og er þá er bara liðið okkar ennþá í bullandi basli í deildinni og ég sé bara ekki að það breytist mikið í bráð.....því miður. Ég er þunglyndur eftir svona útreið.

Kveðja, Jón H.

JónH sendi inn - 03.10.05 01:09 - (
Ummæli #21)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0
·Sao Paulo heimsmeistarar! (uppfært)

Síðustu Ummæli

Hraundal: Fuðulegt hvað menn eru fljótir að leggja ...[Skoða]
Aggi: það er hárrétt hjá þér Stjörnumaður að l ...[Skoða]
Satan: MEINT ÓVIRÐING LIVERPOOL MANNA Ég hef re ...[Skoða]
Stjörnumaður: Aggi, mundu línumenn (eins og þú varst h ...[Skoða]
Doddi: Margir eru æfir út í Rafa fyrir 4-5-1 ke ...[Skoða]
Mgh: Mikill hiti á liverpool blogginu sé ég. ...[Skoða]
Krizzi: Þrátt fyrir að leikurinn hafi verið í gæ ...[Skoða]
Hössi: Sammála síðasta ræðumanni varðandi það h ...[Skoða]
Friðrik: Ég ætla að taka undir það með þeim fjölm ...[Skoða]
JónH: Þvílíkt, annað og eins....... :-) Þeg ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Paul Anderson semur við Liverpool
· Gerrard og Nolan (uppfært)
· Bolton 2 - L'pool 2
· Bolton á morgun!
· Ársuppgjör 2005!
· Liverpool 1 - W.B.A. 0

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License