Aggi - The S*n???
Annars finnst mér þetta fín grein hjá þér. Það er greinilegt eftir helgina að menn eru mest að ræða (og hafa áhyggjur af) markaleysi Liverpool, og er það svo sem skiljanlegt. Eitt mark í fjórum leikjum er ekki nógu gott, alveg jafnt og ekkert mark fengið á sig í fjórum leikjum er frábært.
Mér finnst þessi leikskýrsla Chris Bascombe hjá Echo vera mjög góð, hann segir nokkurn veginn það sem ég myndi vilja segja.
Málið er það að eina ástæðan til að panikka yfir stöðunni er ef að við berum okkur saman við Chelsea. Staðreyndin er sú að í dag stenst ekkert lið samanburð við Chelsea. Þeir munu vinna titilinn aftur í ár, einfaldlega af því að þeir tapa ekki stigum. Það getur vel verið að við eða United náum að vinna þá í vetur, en þeir munu hins vegar vinna 9 af hverjum 10 leikjum sem þeir spila, og við erum bara ekki nógu góðir til að hafa í við þá í vetur. Það er það ekkert lið.
Hvað er þá eftir? Ef 1. sætið er þegar farið, segjum það bara, þá er baráttan um 2. sætið það besta sem við getum vonast eftir. Og hver er staðan þar?
LIÐ - STIG - LEIKIR
Charlton - 12 stig - 5L
ManUtd - 11 stig - 5L
Bolton - 11 stig - 6L
ManCity - 11 stig - 6L
WHam - 10 stig - 5L
...
Arsenal - 6 stig - 4L
Liv'pool - 6 stig - 4L
Arsenal eru í 10. sætinu með 6 stig og við í 11. sætinu með 6 stig - hins vegar hafa þeir unnið tvo og tapað tveimur, en við unnið einn og gert þrjú jafntefli. Ef við lítum á töfluna, þá eru aðeins sex stig í lið Charlton í öðru sætinu, og við eigum leik til góða á þá. Þá erum við fimm stigum á eftir Man Utd og eigum líka leik til góða á þá.
Með öðrum orðum, baráttan um hin sætin (ef við gefum okkur að Chelsea taki titilinn öruggt í ár) er bara rétt að byrja. Sjáið t.d. Arsenal, ef þeir vinna Everton í kvöld þá fara þeir í 9 stig eða upp í 7. sætið, og eru þá aðeins einum sigur/tap-leik frá því að hoppa upp í Meistaradeildarsæti.
Og samt hafa Arsenal miklu meiri ástæðu til að panikka en við eins og staðan er í dag; þeir hafa tapað tveimur leikjum, eru í meiðslavandræðum og með hripleka vörn.
Þannig að ég hef engar áhyggjur. Ef ég væri að panikka yfir markaleysinu þá væri ég í raun að segja að ég treysti Rafa Benítez ekki til að laga þetta. Þetta er vandamál, en ég treysti Rafa til að laga þetta. Hann virðist vera að byrja á grunninum, þétta vörnina þannig að við fáum ekki á okkur nema örfá mörk allan veturinn, og er það vel. Við sjáum bara varnargrunninn sem þetta Chelsea-lið er byggt upp á. En það er ekki þar með sagt að Liverpool verði lið sem ekkert skorar næstu árin, þótt það geti vel verið að það taki nokkra leiki í viðbót að hrökkva í gang sóknarlega séð.
Sem sagt, ég hef temmilegar áhyggjur af þessu. Þetta er vandamál en þetta verður lagað. Og við erum enn á fullu í baráttunni um annað sætið í þessari deild, erum þegar búnir að bæta okkur um tvær viðureignir í ár (United heima og Middlesbrough úti, tapleikir í fyrra en jafntefli í ár: 2 stig grædd) og þegar, ekki ef, liðið fer að skora þá munum við græða enn fleiri stig og bæta okkur enn frekar.
Nú er bara að vona að við förum að sjá þær framfarir sem maður býst við að sjá fyrr en seinna strax um næstu helgi gegn Birmingham. Og auðvitað gegn Chelsea í næstu viku - þeir stefna hratt í átt að titlinum eins og staðan er í dag, en hver veit nema við ryðjum lestinni þeirra af teinunum á Anfield eftir 13 daga?