beach
« Liverpool 0 - Man U 0 | Aðalsíða | Ýmsar vangaveltur um hitt og þetta sem snertir Liverpool. »

19. september, 2005
Sterkur varnarleikur, slakur sóknarleikur.

Jæja eftir að hafa lesið athugasemdir frá ykkur og ýmsar greinar eftir leikinn í gær þá er ljóst að Benitez frá töluvert mikla gagnrýni fyrir að spila of varfærnislega. Ég er fyrsti maður til þess að fagna því hversu vel við spilum varnarlega EF við hefðum skapað okkur einhver dauðafæri í gær. En það er langt frá því að allt sé GLATAÐ og ÖMURLEGT. Gagnrýni á einfaldlega rétt á sér líkt og hrós ef liðið spilar illa/vel.

Fann á netinu athyglisverða kenningu um það hvers vegna við höfum ekki fengið mark á okkur í deildinni í vetur:

varnarleikur lfc.gif

Á netinu er fullt af greinu varðandi leikinn í gær, viðtöl við Benitez o.s.frv. og ég læt það fljóta með sem ég rúllaði í gegnum í morgun.
Lið vikunnar!
Lið vikunnar hjá BBC Online

Lið vikunnar hjá Sky Sports Online

Einkunn Liverpool leikmanna skv. The Sun Online

Benitez ver frammistöðu okkar í gær og segir meðal annars að mikilvægt sé að byggja uppá sterkri vörn og það hafi m.a. vantað í fyrra. Ennfremur að hann sé fullviss um að mörkin komi. Hins vegar eru margar greinar í dag sem fjalla um að það vanti broddinn í sóknarleik okkar og er ég sammála því.

Og fyrir þá sem ekki sáu leikinn og nenna ekki að finna leikskýrslu um leikinn þá læt ég eina fljóta með frá The Times Online.

.: Aggi uppfærði kl. 08:46 | 226 Orð | Flokkur: Vangaveltur
Ummæli (16)

Flott teikning frá Tony :-) Og jú, frábær grein frá The Times Online.

Mér finnst bara svekkjandi að sjá Rafa fyrir leik talandi um það að við verðum að vinna til að verða teknir alvarlega í toppbaráttunni, en svo verja úrslit leiksins með því að segja að miðað við í fyrra erum við að standa okkur betur á móti United. Það eru allir sammála því að við vorum betra liðið, en hugmyndaauðgin var herfileg hjá okkur sóknarlega ... á tímum Owen og Murphy, þá hefðum við tekið þennan leik! --

Við skulum vona að mörkin komi á móti liðum sem við "eigum" að vinna, neðrihluta-lið hafa oft reynst okkur erfið, en á móti kemur að við verðum að sýna meiri fjölbreytni í leikjum eins og á móti Man U

Fyrri hálfleikurinn á móti Betis... glæsilegur! Okkur vantar stöðugleika til að leika tvo hálfleiki vel og einnig að eiga stöðuga leiki í röð.

Ég veit vel að við eigum eftir að fá á okkur mörk, ég veit líka að við eigum eftir að skora miklu fleiri mörk :-) ... það er bara pirrandi að sjá ekki framför og miðað við vandræðin við að fá leikmenn til okkar, þá verða næstu mánuðir áhugaverðir. Vona bara að janúar færi okkur fjölbreytileika, og að þangað til verði Cisse og Morientes og Crouch búnir að sýna að þeir eru skæðasta sóknartríóið í deildinni! Því þegar við pælum í því, þá eru þetta ótrúlega ólíkir leikmenn og við eigum að geta bryddað upp á meiri fjölbreytni en verið hefur. Mín ósk er einföld fyrir næsta leik: Cisse og Sissoko í byrjunarliðið og prófa Cisse-Crouch dúettinn betur.

Doddi sendi inn - 19.09.05 10:11 - (Ummæli #3)

Rosalega eru menn neikvæðir í garð okkar manna. Við erum taplausir í 4 fyrstu deildarleikjum okkar og ekki búnir að fá á okkur mark, en að vísu bara skorað eitt. Man einhver eftir byrjun Chelsea í fyrra, þar voru þeir ekki sannfærandi og spiluðu varfærnislega(unnu reyndar með heppni nokkra 1-0 sigra).

Þetta á eftir að smella hjá okkur, mörkin munu koma, reynum að vera jákvæðir.

Vandamál okkar á síðasta tímabili var hversu mörg mörk við fengum á okkur, við skoruðum líka fullt en skilaði það mörgum sigrum? (unnum við ekki 14 leiki í fyrra?). Frekar vil ég gera markalaust jafntefli á útivelli heldur en að tapa.

En varðandi markaleysi LFC þá hitti Kristján naglann á höfuðið í gær og Tony kemur líka inn á það. Kantspil okkar er ekki nógu beitt til að 4-5-1 taktík virki gegn bestu liðum deildarinnar. Tony nefnir að C$$$$$$ séu líka búnir að halda hreinu í fyrstu leikjunum en þeir hafi skorað 12 mörk.

Hann gleymir alveg að nefna þá staðreynd að þeir hafa Robbin, Duff, Wright-Phillips, Cole á köntunum. Þessir 4 kantmenn sem C$$$$$$ hefur úr að velja eru allir betri en okkar kantmenn, það er á hreinu.

Hvað ef við horfum á man u eða Arsenal, þeir hafa Ronaldo, Rooney (í taktík 4-5-1), Giggs, Pires, Lundberg, Reyes allt eru þetta betri kantmenn en þeir sem Benitez hefur úr að velja.

Meðan LFC hefur ekki hættulegri kantmenn þá munu mörkin láta á sér standa. Enda hefur Benitez sagt að LFC vanti kantmenn og úr því verði bætt.

Áfram Liverpool

Kveðja Krizzi

Krizzi sendi inn - 19.09.05 11:12 - (
Ummæli #5)

Aggi - The S*n???

Annars finnst mér þetta fín grein hjá þér. Það er greinilegt eftir helgina að menn eru mest að ræða (og hafa áhyggjur af) markaleysi Liverpool, og er það svo sem skiljanlegt. Eitt mark í fjórum leikjum er ekki nógu gott, alveg jafnt og ekkert mark fengið á sig í fjórum leikjum er frábært.

Mér finnst þessi leikskýrsla Chris Bascombe hjá Echo vera mjög góð, hann segir nokkurn veginn það sem ég myndi vilja segja.

Málið er það að eina ástæðan til að panikka yfir stöðunni er ef að við berum okkur saman við Chelsea. Staðreyndin er sú að í dag stenst ekkert lið samanburð við Chelsea. Þeir munu vinna titilinn aftur í ár, einfaldlega af því að þeir tapa ekki stigum. Það getur vel verið að við eða United náum að vinna þá í vetur, en þeir munu hins vegar vinna 9 af hverjum 10 leikjum sem þeir spila, og við erum bara ekki nógu góðir til að hafa í við þá í vetur. Það er það ekkert lið.

Hvað er þá eftir? Ef 1. sætið er þegar farið, segjum það bara, þá er baráttan um 2. sætið það besta sem við getum vonast eftir. Og hver er staðan þar?

LIÐ - STIG - LEIKIR
Charlton - 12 stig - 5L
ManUtd - 11 stig - 5L
Bolton - 11 stig - 6L
ManCity - 11 stig - 6L
WHam - 10 stig - 5L
...
Arsenal - 6 stig - 4L
Liv'pool - 6 stig - 4L

Arsenal eru í 10. sætinu með 6 stig og við í 11. sætinu með 6 stig - hins vegar hafa þeir unnið tvo og tapað tveimur, en við unnið einn og gert þrjú jafntefli. Ef við lítum á töfluna, þá eru aðeins sex stig í lið Charlton í öðru sætinu, og við eigum leik til góða á þá. Þá erum við fimm stigum á eftir Man Utd og eigum líka leik til góða á þá.

Með öðrum orðum, baráttan um hin sætin (ef við gefum okkur að Chelsea taki titilinn öruggt í ár) er bara rétt að byrja. Sjáið t.d. Arsenal, ef þeir vinna Everton í kvöld þá fara þeir í 9 stig eða upp í 7. sætið, og eru þá aðeins einum sigur/tap-leik frá því að hoppa upp í Meistaradeildarsæti.

Og samt hafa Arsenal miklu meiri ástæðu til að panikka en við eins og staðan er í dag; þeir hafa tapað tveimur leikjum, eru í meiðslavandræðum og með hripleka vörn.

Þannig að ég hef engar áhyggjur. Ef ég væri að panikka yfir markaleysinu þá væri ég í raun að segja að ég treysti Rafa Benítez ekki til að laga þetta. Þetta er vandamál, en ég treysti Rafa til að laga þetta. Hann virðist vera að byrja á grunninum, þétta vörnina þannig að við fáum ekki á okkur nema örfá mörk allan veturinn, og er það vel. Við sjáum bara varnargrunninn sem þetta Chelsea-lið er byggt upp á. En það er ekki þar með sagt að Liverpool verði lið sem ekkert skorar næstu árin, þótt það geti vel verið að það taki nokkra leiki í viðbót að hrökkva í gang sóknarlega séð.

Sem sagt, ég hef temmilegar áhyggjur af þessu. Þetta er vandamál en þetta verður lagað. Og við erum enn á fullu í baráttunni um annað sætið í þessari deild, erum þegar búnir að bæta okkur um tvær viðureignir í ár (United heima og Middlesbrough úti, tapleikir í fyrra en jafntefli í ár: 2 stig grædd) og þegar, ekki ef, liðið fer að skora þá munum við græða enn fleiri stig og bæta okkur enn frekar.

Nú er bara að vona að við förum að sjá þær framfarir sem maður býst við að sjá fyrr en seinna strax um næstu helgi gegn Birmingham. Og auðvitað gegn Chelsea í næstu viku - þeir stefna hratt í átt að titlinum eins og staðan er í dag, en hver veit nema við ryðjum lestinni þeirra af teinunum á Anfield eftir 13 daga? :-)

Kristján Atli sendi inn - 19.09.05 12:59 - (Ummæli #7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0
·Sao Paulo heimsmeistarar! (uppfært)

Síðustu Ummæli

Doddi: Jóhann minn, ég sagði aldrei að byrjunin ...[Skoða]
Jóhann: Ég sagði ekki að það væri einfalt mál að ...[Skoða]
Doddi: Þegar Jóhann segir að það sé þvílík vitl ...[Skoða]
Jóhann: Er betra að vinna 6-5 en 1-0? þvílík vit ...[Skoða]
Hannes: Ég er sammála Agga þarna með uppstilling ...[Skoða]
Hössi: Meðan vörnin er svona hæg og þorir ekki ...[Skoða]
Aggi: Ég er sammála Dodda... ég er ekkert að ö ...[Skoða]
Doddi: Fyrir mér er þetta ekki spurning um örvæ ...[Skoða]
Eiki Fr: Mér finnst við örvænta svo svakalega og ...[Skoða]
Kristján Atli: Aggi - The S*n??? Annars finnst mér þet ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Paul Anderson semur við Liverpool
· Gerrard og Nolan (uppfært)
· Bolton 2 - L'pool 2
· Bolton á morgun!
· Ársuppgjör 2005!
· Liverpool 1 - W.B.A. 0

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License