18. september, 2005
Jæja þá er komið að því að ég fái að spreyta mig og skrifa leikskýrslu. Það er enginn smá leikur sem ég fæ að skrifa um en því miður þá stóð leikurinn ekki undir væntingum.
Ég var þess handviss að við myndum innbyrða góðan sigur í dag gegn manchester united
en það gekk ekki eftir. Ég er drullufúll yfir leik okkar manna, mér fannst við ekki nógu grimmir, hungraðir í öll 3 stigin þrátt fyrir að við værum klárlega betra liðið á vellinum allan leikinn. Ég átti alla vega ekki von á markalausu jafntefli þar sem það hefur ekki gerst í deildinni síðan 1991. Jæja nóg um þetta í bili… byrjunarliðið okkar var eftirfarandi:
Reina
Finnan - Carragher - Hyypiä - Warnock
Pongolle - Gerrard - Alonso - Riise
García
Crouch
BEKKUR: Carson, Josemi, Sissoko, Traoré, Cissé.
Við byrjuðum af karfti og Gerrard átti skot hárfínt framhjá markinu og leit þetta bara þokkalega út. Pongolle var sprækur á hægri kantinum ásamt því sem Crouch virtist valda Rio vandræðum með sína löngu leggi. En einhvern veginn náðum við aldrei að setja mikla pressu á manchester united
í fyrri hálfleik né eiga dauðafæri. Hins vegar fékk Van Nistelrooy dauðafæri þegar Rio skeiðaði upp allan völlinn án þess að vera hindraður, gaf stungusendingu á Nistelrooy sem reyndi að “chippa” boltanum yfir Reina… sem tókst en fór líka yfir markið. Í þeim síðari var sama stöðubaráttan á miðjunni í gangi en hvorugt liðið fékk dauðafæri. Garcia fékk tvö hálf-færi þegar hann átti skot framhjá með vinstri sem og skalla sem fór framhjá eftir góða sendingu frá Gerrard. Pongolle og Crouch fóru síðan útaf þegar ca. 13 mín voru eftir, Cisse og Sissoko komu inná en því miður breytti það ekki gangi leiksins (reyndar fannst mér þessi skipting koma ALLTOF seint). Jafntefli varð niðurstaðan og í rauninni eiginlega bara steindautt jafntefli ólíkt leiknum gegn Spurs fyrir viku sem var þrælskemmtilegur leikur þrátt fyrir markaleysið.
Vörnin stóð sig vel eins og hún leggur sig, allir með solid leik og börðust vel að vanda. Lítið reyndi á Reina í leiknum.
Miðjan var ekki nægilega afgerandi og þrátt fyrir að vera betri en hjá manchester united
þá vantaði eitthvað hjá flestum. Alonso var óvenju dapur og átti margar feilsendingar, Gerrard var vinnusamur og já bara allt í lagi. Pongolle byrjaði vel og var óhræddur við að keyra á varnarmenn manchester united
en þreyttist þegar á leið leikinn. Riise er mjög takmarkaður kantmaður og spilaði eins vel og hann getur (sem er ekki nægilega gott fyrir LFC) og síðan Garcia en hann var ömurlegur í þessum leik. Oft á tíðum virtist sem hann væri ekki með í leiknum, tók furðulegar ákvarðanir með boltann og já segja má að akkúrat EKKERT hafi gengið upp hjá honum í dag.
Í sókninni var Crouch duglegur að tengja saman sókn og miðju og pirraði klárlega Rio framan af en var þreyttur þegar á leið og fékk í raun ekki úr neinu að moða í sókninni.
Neikvætt: Ég var afar ósáttur við spilamennsku Garcia og Alonso í þessum leik. Alonso átti alltof margar vafasamar sendingar (sem er afar ólíkt honum) og virkaði óöruggur allan leikinn. Garcia er ávallt tilbúinn að fá boltann og hættir aldrei en nákvæmlega ekkert gekk upp hjá honum í dag og má segja að hann hafi ávallt valið krýsuvíkurleiðina að markinu í dag. Sóknarlegar vorum við slappir í dag, lítið hugmyndarflug og vondur “houllier-fnykur” af spilamennskunni.
Jákvætt: Við spiluðum varnarlega mjög vel og áttu manchester united
í raun aldrei séns að stela sigri í þessum leik. Við héldum hreinu áfram sem er flott en á móti eru mörkin ekki að rigna inn hjá okkur undanfarið í deildinni.
Maður leiksins: Það var enginn frábær í þessum leik, Pongolle átti spretti í fyrri hálfleik og Crouch einnig. En sá sem klikkar aldrei og er minn maður leiksins er Jamie Carragher. Carragher hélt Nistelrooy og Rooney vel niðri í leiknum og var duglegur að hvetja samherja sína.
Það sem stendur uppúr eftir leikinn er að við töpuðum 2 stigum í dag! Við erum búnir að spila 4 leiki, 1 sigur og 3 jafntefli. Markatalan 1-0! Erum sem stendur í 10. sæti. ÞAÐ ER EKKI NÓGU GOTT! Við getum betur en í dag, miklu betur. Sýndum það gegn Betis á þriðjudaginn. Jæja ég er farinn út í hjólreiðatúr og leyfi Benitez sjálfum eiga lokaorðið í dag:
“I’m worried [about the lack of goals] but we don’t any concede goals in four games,” Benitez told Sky Sports 1.
“You always need to find positive things, and it’s always important to score as you can’t win if you don’t, but we showed a better performance in defence than last season. “