11. september, 2005
Momo Sissoko.... magnaður!
Sá leikmaður sem hefur komið mér mest á óvart núna í upphafi er Momo Sissoko. Hann kom t.d. inná í hálfleik í gær og stóð sig massa vel. Hann hefur burði til að vera lykilmaður í liðinu og er aðeins tvítugur. Hann er góður í loftinu, hann er góður að tækla, hann er góður skotmaður, hann er góður að spila boltanum… hann basicly getur allt! Momo segir sjálfur að það hafi komið honum á óvart hversu fljótt hann hefur fengið sénsinn hjá Rafa og átti alveg eins von á því að vera varamaður sitt fyrsta ár hjá Liverpool. Momo… keep up the good work!