09. september, 2005
Peter Crouch er klár í slaginn gegn Spurs á morgun og ef hann fær sénsinn þá verður þetta fyrsti leikurinn hans í deildinni fyrir Liverpool. Þetta er góður fréttir í ljósi þess að Morientes er frá vegna meiðsla og verður pottþétt ekki með gegn Spurs á morgun og síðan Betis í miðri viku, ætti að verða klár fyrir næstu helgi. Crouch segist þekkja vel til Tottenham og að hann hafi verið “trainee” þar áður en hann fór til Q.P.R., einnig hafi hann spilað með ungu strákunum í yngri landsliðum Englands s.s. Ledley King.
Ég tel líklegt að Rafa haldi sig við 4-4-1-1 kerfið og Cisse byrji frammi einn en að Crouch fær pottþétt að spreyta sig eitthvað í leiknum. Við verðum að vinna þennan leik… ég er spenntur!!!
Uppfært (Kristján Atli): Það virðist vera mikið fjallað um framherjana okkar fyrir helgina og er nokkuð af góðum greinum að finna. Fannst við hæfi að láta vísanir á þær fylgja með þessari færslu:
Liverpool Echo: We’re Behind You (Djibril Cissé)
Liverpool Echo: Crouch To Earn His Spurs
LFC.tv: Better news for Nando
LFC.tv: Deadline Day Woe And Super Cup Success (Rick Parry)
Flottar greinar sem stytta stundirnar fram að leiknum á morgun. Sérstaklega finnst mér grein Rick Parry áhugaverð, mæli með henni.