06. september, 2005
Fowler er, var og verður ávallt hetja í Liverpool.
Ég datt inná mjög gott viðtal við Fowler á netinu í tilefni þess að ævisaga hans er að koma út(must buy). Þar kemur margt athyglisvert í ljós m.a. að Houllier þvingaði Fowler til að fara frá félaginu og að Fowler þarf ekki að hafa neinar peningaáhyggjur í framtíðinni.
Fowler var í miklu uppáhaldi hjá mér og er í rauninni enn. Ég athuga ávallt hvernig honum gengur og hvort hann hafi skorað. Ég var ósáttur þegar Houllier seldi hann á sínum tíma (líkt og Einar er núna þegar Baros var seldur) og stend við það ennþá. Þrátt fyrir að Fowler hafi gengið upp og ofan hjá Leeds og Man City þá er ég þess fullviss að Fowler hefði staðið sig betur heldur en Emile Hyski. Fowler er ennþá í dag hetja í Liverpool en sama verður ekki sagt um Houllier, alla vega í mínum huga.