beach
« Moro, Cisse og Sissoko skoruðu. | Aðalsíða | Warnock hefur komið á óvart. »

04. september, 2005
Djibril Cissé er hundfúll!

cisse_vs_colombia.jpg BBC Sport segja frá því í dag að Djibril Cissé sé hundfúll yfir því hvernig Liverpool höguðu sér áður en lokað var fyrir félagaskipti. Hann segist vita að þeir hafi verið að semja við lið um kaupverð á honum að honum forspurðum og að svona framkoma særi hann. Hann lét m.a. hafa þetta eftir sér:

“It’s a World Cup year and I need to win a place in the French side. At the moment that dream is under threat.

I’m not like Michael Owen at Newcastle - I’m not guaranteed my place. I’ve spoken to my international manager and he told me I need to play as much as possible.

He said I should go where I want as long as I am playing regularly.

I ask myself, can I be happy only playing every other game? I can’t help but wonder about the club’s attitude towards me, but I’m prepared to put my head down and keep battling.”

Með öðrum orðum, honum finnst skrítið að hann sé ekki í byrjunarliðinu þegar hann er sá leikmaður okkar sem er að skora mest. Honum finnst líka skrítið að vera settur á hægri kantinn, auk þess að vera sár yfir því að klúbburinn hafi (greinilega) viljað losna við hann fyrir 1. september.

Sko, yfirleitt þegar leikmenn eru að gagnrýna Rafa og/eða klúbbinn hallast ég frekar að því að verja klúbbinn - sjá Milan Baros í vor, eða Emile Heskey & El-Hadji Diouf í fyrra - enda er ég á þeirri skoðun að menn eigi ekki að vera að viðra óánægju sína í blöðunum heldur ræða það við þjálfarann, ella þegja. Í þetta sinn ætla ég hins vegar að taka undir með leikmanninum - mér finnst Cissé bara hafa fullan rétt á því að viðra sína óánægju. Ég var hundfúll með það hvernig Liverpool stóðu að hans málum á síðustu tveimur vikum, fannst sem þeir væru að fara á bak við hann (þar sem hann vissi greinilega ekki neitt um málið) og fannst sem verið væri að fórna honum fyrir Michael Owen!

Og sjáiði til, þið eigið eftir að vera fegin að það tókst ekki! Ég skal lofa ykkur því að Cissé mun skora fleiri mörk en Owen í ár, þó svo að Owen komi til með að byrja fleiri leiki með sínu liði! Ég er handviss um það!

Allavega, Rafa tjáir sig líka í dag um þetta og segir að sölu-slúðrið muni ekki há Djibril Cissé í vetur. Ég er þar sammála honum, Cissé er þannig karakter að ef hann er reiður/fúll þá bara spilar hann betur ef eitthvað er (sjá pirringinn í honum gegn Moskvu og tvö mörkin þar), en auðvitað kemur þetta niður á andlegu ástandi leikmannsins. Kannski hefur hann ekki sömu ást á klúbbnum nú og fyrir tveim vikum, kannski hefur hann ekki sömu trú á Rafa Benítez nú, kannski hefur hann ekki sama vilja til að sanna sig fyrir Liverpool fyrst Liverpool hefur ekki vilja til að leyfa honum að sanna sig? Ég myndi skilja hann vel ef eitthvað af þessu ætti við…

MÍN SKOÐUN er sú að Djibril Cissé er ekki aðeins besti framherji sem við eigum í dag, heldur la-a-aaangbesti framherji sem við eigum í dag! Morientes er betri skallamaður og Crouch heldur bolta betur og er betri í að finna samherja sína í fætur. En hvað varðar aðalstarf framherjans - að skapa & skora mörk - kemst hvorugur þeirra með tærnar þar sem Cissé hefur hælana.

Ég meina, nú þegar ágúst er búinn er staða markahæstu manna þessi:

Djibril Cissé - 6 mörk
Steven Gerrard - 6 mörk
Fernando Morienets - 2 mörk
Luis García - 1 mark
Jamie Carragher - 1 mark
Xabi Alonso - 1 mark

Sjáið þið mynstur myndast hérna? Ætlar einhver að mótmæla því að Steven Gerrard verði markahæsti miðjumaður okkar í vetur? Ókei, en ætlar þá einhver að mótmæla því að Cissé verði markahæsti framherjinn? Hélt ekki.

Vandamálið sem háir Cissé er það að af þessum þremur framherjum okkar hentar hann síst af þeim í það kerfi sem Rafa notar. Rafa vill helst spila 4-4-1-1 með annað hvort Gerrard eða García í ‘holunni’ fyrir aftan fremsta mann. Þetta kerfi snýst um að stjórna miðjusvæðinu á vellinum og geta svo sótt á miðjumönnunum, bæði upp vængina og miðjuna. Þannig að þegar við erum í sókn séu vængmennirnir og maðurinn í holunni nánast eins og framherjar 2, 3 og 4 ásamt þeim eina sem er fyrir.

Málið er bara það að til að geta verið eini framherjinn í þessu kerfi þarftu að hafa tvo eiginleika öðru fremur: vera góður skallamaður og góður í að halda bolta & finna samherjana. Það þarf að vera hægt að láta þig fá boltann og þú að halda honum á meðan Gerrard & co. kemur á sprettinum til að hjálpa til við sóknina.

Þetta eru akkúrrat þeir eiginleikar sem Morientes & Crouch hafa umfram Cissé, og þess vegna óttast ég að hann verði aldrei nokkurn tíma fyrsti kostur í þetta leikkerfi.

Þegar við hins vegar spilum með 4-4-2 - eins og Rafa var vanur að gera á heimavelli í deildinni í fyrra - þá er Cissé nokkuð auðveldur fyrsti kostur í framherjastöðuna, þar sem hann býður upp á hluti sem enginn annar leikmaður okkar býður upp á. Hann er ekki fljótur, hann er fljótasti leikmaður Úrvalsdeildarinnar (já, jafnvel fljótari en Henry) og hann hefur miklu betri skotnýtingu en Crouch & Morientes. Hann er eini “hlauparinn” sem við eigum. Crouch og Morientes ættu síðan með réttu að berjast um að fá að vera stóri framherjinn við hliðina á honum, og mig grunar að Crouch muni vinna þá baráttu.

Þannig að þetta fer svolítið mikið eftir því hvaða leikaðferð við spilum. Ef við erum að spila 4-5-1 þá efast ég um að Cissé byrji marga leiki, nema þá á kantinum, en ef við erum að spila 4-4-2 ætti hann að byrja inná í hverjum leik.

Ætli við sjáum ekki að miklu leyti til hvað Rafa gerir um næstu helgi? Crouch er kominn inn í liðið að nýju eftir meiðsli, Morientes hefur byrjað alla leiki hingað til og skoraði fyrir Spán í gær, en Cissé er langmarkahæstur, skoraði tvö og lagði upp eitt í síðasta leik okkar og skoraði tvö og “lagði upp” það þriðja fyrir Frakka í gær (skot hans fór í varnarmann og í netið).

Það er allavega erfitt fyrir Rafa að segja nei við Cissé þessa dagana. Ég held að hann fái að byrja inná í næsta leik. Cissé skoraði á White Heart Lane í fyrra og var mjög góður. Spurningin verður bara hvort það er á kantinum í 4-5-1 kerfi eða frammi í 4-4-2 kerfi. Sjáum til…

.: Kristján Atli uppfærði kl. 11:50 | 1102 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (16)

Dálítið ofmat að Cissé sé fljótasti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Ef ég man rétt þá hefur meistari Owen nú smá hraða, að ógleymdum náttúrulega Thierry Henry. Síðan talandi um þessi 6 mörk hans, þá eru nú þrjú þeirra gegn Kaunas og TNS, sem teljast varla sem alvöru lið. Áður en kappinn meiddist í fyrra skoraði hann líka einungis einhver 3 mörk í 13 leikjum ef ég man rétt. Það er nú ekkert til að hrópa húrra yfir.

Hvað HM pælingar varðar, þá hafa Spánverjar alltaf skitið á sig í stórmótum og ég held að það verði engin breyting þar á í Þýskalandi næsta sumar, auk þess sem að þessir Liverpool menn eru lítið að spila. Það myndi þá helst vera Xabi Alonso sem mun eiga flestar mínúturnar á HM. Raul hefur náttúrulega sína áskrift að landsliðssæti, og ef Morientes fer ekki að spila af viti þá er ekki einu sinni víst að hann verði í hópnum, þar sem að menn eins og David Villa eru farnir að banka á landsliðsdyrnar. Hvað Luis Garcia varðar, þá gæti hann verið varamaður á öðrum hvorum kantinum fyrir Joaquin/Vicente sem eru náttúrulega yfirburðamenn í þessu liði.

Eina Evrópuliðið sem mun eiga eitthvað í Brasilíu og Argentínu verða gestgjafarnir sjálfir :-)

En svona að lokum, fyrst að Cissé hefur rétt á að vera fúll út í Benitez... hvað varð um það að maður ætti að treysta stjóranum, fyrst að hann ætti nú að vita meira um þetta en maður sjálfur?

Sverrir sendi inn - 04.09.05 19:33 - (
Ummæli #6)

Ef jafnt skal ganga yfir alla, þá á það sama að gilda um Cisse eins og aðra leikmenn: þú vælir ekki í fjölmiðla! Af hverju á Cisse meiri rétt á því???

Rafa sagði það sama um Cisse eins og aðra leikmenn, hann neitaði ekki neinu! Hann meira að segja tók það fram á þessum tíma að það hafi jú komið tilboð, en hann sagði líka að eftir að Owen fór til Newcastle, að það hafi aldrei staðið til að selja Cisse - möguleikar hafi verið kannaðir. Hann sagðist hafa rætt við Cisse og beðið hann um að láta þetta ekki hafa áhrif á sig.

Svo kemur þetta grenj!

Mér finnst þetta fásinna hjá honum! Mér finnst hann hafa verið skásti framherjinn so far hjá okkur, en þegar sagt er að hann sé laaaaaaangbesti framherjinn, þá finnst mér það undirstrika bara eitt líka: er breiddin nógu góð þarna?

Og hvenær kom það sterklega í ljós að Liverpool væri að daðra við Owen??? Ef eitthvað er, þá eru bæði Owen og Cisse jafnmikil peð í þessu leikmannatafli, það var greinilegt að Liverpool vildi hann ekki nógu mikið og af hverju allt í einu núna að styðja ekki þjálfarann heldur leikmanninn?

Hvar stendur það svart á hvítu að Liverpool hafi verið að daðra við Owen og tilbúið að fórna Cisse? Voru það innherjaupplýsingar? Eða kannski það sem líklegra er ... óstaðfestar fregnir úr fjölmiðlum??

Owen talaði alla vega á góðum nótum til Liverpool-manna þrátt fyrir að málið hafi ekki gengið upp fyrir hann, en Cisse kvartar í fjölmiðlum - og menn hér skilja reiði hans?

Og þá finnst mér grundvallarreglan góða - að enginn einn leikmaður sé stærri en klúbburinn - vera brotin að vissu leyti! Það sem Cisse segir í fjölmiðlum er sett fram sem skiljanleg reiði gagnvart Liverpool. Mér fannst Milan Baros fáránlegur með sínar athugasemdir og mér finnst mál Cisse ekkert öðruvísi.

Hvar segir t.d. Rafa, Parry eða Moores að ætlunin hafa mögulega verið að selja Cisse til að fá Owen? Hvar er það nákvæmlega skjalfest? Af hverju er ekki hægt að skrifa orð Cisse sem pirring sem hann hefði aldrei átt að viðra opinberlega??

Svo finnst mér aftur á móti líka áhugaverð niðurstaða í þessari umræðu, það sem ég benti á varðandi leikmannakaup Rafa... ég sagði að hann hefði ekki verið snillingur, mér fannst hann og stjórnin hafa staðið sig illa í nokkrum hlutum í sumar --- er þetta þá ekki bara sönnun á því að þessi kvörtun mín hafi átt rétt á sér?

Eða er það þannig, að við treystum orðum Rafa?

Ég þykist viss um að Cisse skori helling af mörkum, hvort sem þau verða fleiri en mörk Owens eða ekki. Það að skjóta á leikkerfi þjálfarans opinberlega og efast um "viðhorf" liðsins til sín... það er mínus í minn kladda. Plúsarnir í kladdann koma með besta svarinu: mörkum og glæsilegri frammistöðu á vellinum eingöngu!!

Doddi sendi inn - 04.09.05 21:20 - (Ummæli #8)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Heimsmeistarakeppni Félagsliða · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Bolton 2 - L'pool 2
·Liverpool 1 - W.B.A. 0
·Everton 1 - L'pool 3
·Liverpool 2 - Newcastle 0
·Sao Paulo heimsmeistarar! (uppfært)

Síðustu Ummæli

Doddi: Ég þakka Eika Fr fyrir að hafa ómeðvitað ...[Skoða]
Eiki Fr: Ég skil Cissé fullvél þeas ef hann þá sa ...[Skoða]
Krizzi: Ég verð að taka undir orð hans Dodda, le ...[Skoða]
Gunnar Aron: Ég bara verð að benda mönnum á það að ve ...[Skoða]
Hinrik: Segjum sem svo að Liverpool hefði selt C ...[Skoða]
Jónas H: Nei, Pellegrino náði þeim árangri í 50 m ...[Skoða]
Davíð Már: Mig minnir að Pellegrino hafi farið þett ...[Skoða]
Árni: er ekki Dennis Rommedahl fljótastur??? e ...[Skoða]
Doddi: Ef jafnt skal ganga yfir alla, þá á það ...[Skoða]
Kristján Atli: Sverrir - ég veit að Henry og Owen eru f ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Paul Anderson semur við Liverpool
· Gerrard og Nolan (uppfært)
· Bolton 2 - L'pool 2
· Bolton á morgun!
· Ársuppgjör 2005!
· Liverpool 1 - W.B.A. 0

Tenglar

Einar :: EOE.is

Kristján Atli.com


NewsNow Liverpool

SKY

Liverpool Echo

BBC

Liverpool (official)

LFC History

Liverpool.is

This Is Anfield

UEFA


Staðan í ensku

Tölfræði í ensku




Við notum
Movable Type 3.2

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License