04. september, 2005
Moro, Cisse og Sissoko skoruðu.
Það gekk ágætlega hjá Liverpool leikmönnunum sem voru að spila í gær með landsliðum sínum. Morientes skoraði þegar Spánn vann Kanada í vináttuleik 2-1, Cisse skoraði 2 og lagði upp þriðja marki þegar Frakkland vann Færeyjar 3-0 og síðan skoraði Sissoko þegar Malí vann Kongó 2-0.
Aðrir leikmenn sem spiluðu í gær voru þeir Hyypia sem spilaði í jafnteflisleik gegn Andorra, Gerrard og Carra voru í sigurliði gegn Wales, 1-0, og í lokinn var Riise á bekknum hjá Noregi gegn Slóveníu. Þann leik vann Noregur 3-2.