beach
« Rafa er skynsamur í innkaupum. | Aðalsíða | Moro, Cisse og Sissoko skoruðu. »

03. september, 2005
Taumlaus Leiðindi...

Jújú, það er oft gaman að fara á Laugardalsvöllinn og hvetja íslenska landsliðið til dáða, og það getur verið ágætis tímasóun svo sem að horfa á enska landsliðið spila í sjónvarpinu … en ég get ekki að því gert, mér leiðist fátt jafn mikið og hlé á enska boltanum vegna landsleikja! Fyrir vikið eru rúmar tvær vikur á milli leikja hjá Liverpool og heilar þrjár vikur á milli deildarleikja! Það er, að mínu mati, allt of mikið.

Allavega, í tilefni af þessum taumlausu leiðindum sem landsleikjahelgarnar geta verið hef ég sett saman svona Topp 10 lista, og hér kemur hann. Endilega bætið ykkar eigin listum við ef þið lumið á einum… :-)

Topp 10 Atriði Sem Benda Til Þess
Að Þú Sért OF HARÐUR Liverpool Aðdáandi!

#10 - Þú nærð í mp3-skrár af útvarpslýsingum John Aldridge af Liverpool-leikjum á netinu og setur inná iPod-inn þinn (nefnum engin nöfn hér…:-)

#9 - Þér finnst ekkert meira sexý en að sjá maka þinn í Liverpool-treyju, og engu innanundir, en dettur alveg úr stuði þegar þú sérð að það stendur DIOUF og 9 á bakinu.

#8 - Ef þú ert farinn að leggjast svo lágt að ræða Liverpool-málefni líðandi stundar í jarðaförum, á meðan verið er að láta kistuna síga niður í holuna!

#7 - Ef þú áfrýjar til mannanafnanefndar þeirri ákvörðuna prestsins að neita að skíra son þinn Rafa Davíð Kristmundsson.

#6 - Ef þú vilt að Michael Shields hljóti frelsi - eingöngu vegna þess að þar gæti mögulegur stjörnuframherji verið á ferðinni…

#5 - Ef uppáhalds myndin þín er The 51st State með Samuel L. Jackson, og þú hefur séð hana oftar en 51 sinni, bara af því að í henni er atriði þar sem Robert Carlyle, íklæddur Liverpool-treyju, gengur inná pöbb fulla af manchester united aðdáendum og rústar þeim öllum!

#4 - Ef þú lætur söngvara syngja ‘You’ll Never Walk Alone’ í brúðkaupinu þínu og tárast yfir laginu (játiði, það eru margir sekir um þetta atriði)!

#3 - Ef Bítlarnir eru uppáhalds hljómsveitin þín en þú átt ekki eina einustu plötu með þeim. Ótrúlega margir sem detta í þessa gryfju!

#2 - Ef þú tekur hann/hana með þér á Players til að horfa á nágrannaslaginn við Everton á fyrsta deiti!

Og atriði #1 sem bendir til þess að þú sért allt of harður Liverpool aðdáandi er…

#1 - Ef þú hefur séð fleiri leiki með Liverpool í eigin persónu heldur en leiki í íslenska fótboltanum!

Og þannig var nú það. Skora á ykkur lesendur að bæta við og/eða koma með eigin lista! :-)

p.s. Mæli með tveimur góðum pistlum frá Alex Malone, svona til að stytta biðina eftir næstu helgi: Goodbye Michael - Mediocrity Awaits og Doubt Rafa? This One’s For You!

Góða helgi.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 15:26 | 455 Orð | Flokkur: Almennt
Ummæli (7)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·L'pool 1 - Blackburn 0
·Liv'pool 1 - Chelsea 4
·L'pool 0 - Chelsea 0
·B'ham 2 - L'pool 2
·Liverpool 0 - Man U 0

Síðustu Ummæli

Reykdal: Já, bróðir minn lét Bjarna Ara syngja YN ...[Skoða]
Kristján Atli:

” Lagið ódauðlega YNWA verðu
...[Skoða]
Steewen: " Lagið ódauðlega YNWA verður pottþétt s ...[Skoða]
JayMatteo: Hmm, ég hef séð fleiri leiki á anfiled e ...[Skoða]
Svavar: Hehe.. Nr. 5 er ég nánast sekur um. Lag ...[Skoða]
Arnar: Sekur um 10 - 9 og 3 :-) ...[Skoða]
Gunnar Aron: Sá sem uppfyllir allt þetta hlýtur að ve ...[Skoða]

Síðustu færslur

· L'pool 1 - Blackburn 0
· Blackburn á morgun!
· Allir tjá sig um Crouch og meira til...
· Gerrard á bekkinn (skv. pressunni í London)
· Getur Calliste eitthvað?
· Sepp Blatter talar af viti!

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License