02. september, 2005
Rafa er skynsamur í innkaupum.
Stjórnarnir eins mismunandi og þeir eru margir, sumir eyða langt umfram efni (O´Leary hjá Leeds um árið) en aðrir eru danskir og halda í aurinn nema þá að rétti leikmaðurinn sé á lausu líkt og Rafa með Crouch. Rafa segir að leikmannamarkaðurinn sé óútreiknanlegur og erfitt sé að sjá hann fyrir.
Ég virði þetta hjá Rafa, hann er tilbúinn að borga ákveðna upphæð fyrir þennan og hinn en alls enga vitleysu eins og sum félög eru farin úti. T.d. fór David Connolly á 3 mill. punda frá Leicester til Wigan HALLÓ!!! Ennfremur þá byrjaði Chelsea á því að bjóða um 15 mill. punda í Essien sem endaði í 26 mill. pundum. Ég er þess fullviss að Rafa og co. voru á fullu að reyna að fá ákveðna leikmenn, liðin vildu ekki selja eða leikmennirnir ekki koma. Þá er betra að treysta á hópinn sem er til staðar og klár að berjast 110% fyrir málstaðinn. Ef þjálfarinn er góður þá spila menn yfir getu, vonandi gerist það með nokkra hjá okkur í vetur og þá er allt hægt… jafnvel verja ÞANN STÓRA!