31. ágúst, 2005
Sky segja að Liverpool séu að bjóða 15 milljón evrur í Simao Sabrosa hjá Benfica.
Uppfært (EÖE): Sabrosa er á leiðinni í læknisskoðun á Melwood!!!
Simao Sabrosa appears set to join Liverpool from Benfica after the Portuguese Football Federation gave permission for the forward to undergo a medical at Anfield.
Yes!!!
Viðbót (Kristján Atli): JÁÁÁÁÁ! Ég veit að 15m Evrur virðast mikill peningur fyrir þá sem hafa ekki séð Simao spila en ég gæti ekki verið ánægðari með þessi kaup! Eftir að hafa í allt sumar hlustað á umræður um þrítuga baráttukalla eins og Solano og Stelios, þá kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti!
Simao, svona til glöggvunar, var í byrjunarliði Portúgala á EM2004 í fyrra. Þar hóf hann keppnina sem fyrsti kostur á vinstri vænginn, með Pauleta frammi og Figo hægra megin í þriggja manna sókn. Eftir því sem leið á keppnina sló svo Cristiano Ronaldo í gegn vinstra megin og hirti stöðuna af Simao.
Simao þessi vann á sínum tíma titilinn með Barca ‘99 (þá aðeins 19 ára) en það skemmtilega við það er að hann barðist þá við Bolo nokkurn Zenden um vinstri vængstöðuna (með Figo lykilmann hægra megin), þannig að þeir þekkjast þaðan. Nú, Simao fór á endanum aftur til heimalandsins og var fyrirliði Benfica-liðsins sem vann titilinn í Portúgal sl. vor, eftir áralanga einokun Porto-liðsins.
Þannig að þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall er Simao þegar búinn að leika á a.m.k. þremur stórmótum sem ég man eftir með portúgalska landsliðinu (EM 2000 og 2004, HM 2002) og vinna titla sem fyrirliði Benfica í Portúgal og sem byrjunarmaður Barcelona á Spáni.
Með öðrum orðum, miðað við aldur og ferilskrá þá eru þetta MJÖÖÖG GÓÐ KAUP!!!
Gæti ekki verið sáttari. Var farinn að örvænta yfir skorti á hægri vængmanni, en nú virðist þetta vera að reddast!