23. ágúst, 2005
Þetta er leikskýrsla:
Vinur minn hringdi í mig þegar að um fimm mínútur voru eftir af leiknum í kvöld. Staðan var 0-1 og við spjölluðum saman á meðan að leikurinn fjaraði út. Ég sagði honum að þetta hafi verið slappt, en að Sissoko hafi verið einna sprækastur í Liverpool liðinu og að Josemi hefði staðið sig ágætlega í vörninni.
Og svo sagði ég: Manstu eftir öllum stundunum í vor þegar við vorum svo hræðilega þunglyndir yfir því að við myndum ekkert hafa að gera öll þriðjudags- og miðvikudagskvöld í vetur vegna þess að Everton myndi komast í Meistaradeildina en Liverpool myndi þurfa að vera í UEFA keppninni?
Jæja, í kvöld þá er þriðjudags- og miðvikudagskvöldunum loksins borgið.
Við erum komnir aftur í Meistaradeildina. Til hamingju, Púlarar.