beach
« Liðið gegn Boro komið | Aðalsíða | Fyrsta deildarleiknum lokið - hvað segja menn? (uppfært) »

13. ágúst, 2005
Middlesboro 0 - Liverpool 0

_40686966_boateng300.jpgJæja fyrsti leikurinn á tímabilinu búinn og niðurstaðan 0-0 á Riverside, velli sem hefur reynst okkur afskaplega erfiður í gegnum tíðina.

Ég er verulega svekktur. Þetta var hrikalega ósanngjarnt og einu sanngjörnu úrslitin í leiknum hefðu verið öruggur sigur Liverpool.

En þess í stað endaði þetta með markalausu jafntefli.

Ég ætla að reyna að vera jákvæður, því það jákvæða við þennan leik var svo miklu meira en það neikvæða.

Allavegana, Rafa stillti upp 4-4-1-1 og byrjaði með liðið svona:

Reina

Finnan - Carragher - Hyypiä - Warnock

García - Sissoko - Alonso - Zenden
Gerrard
Morientes

Það var greinilegt allan leikinn að dagskipun Boro mann var að verjast. Liverpool var algjört yfirburðalið á vellinum. Fyrir utan svona fimm mínútur í lok fyrri hálfleiks, þá voru yfirburðir Liverpool algjörir.

En þrátt fyrir yfirburði gekk illa að skapa færi í fyrri hálfleik. Rafa breytti hlutunum aðeins í seinni hálfleik. Hann tók Garcia útaf og setti Cisse inná kantinn og seinna tók hann Moro útaf fyrir Baros. Hann hélt sig samt alltaf við 4-4-1-1.

Seinni hálfleikurinn var algjör einstefn að marki Boro. Ray Parlour átti að fá rautt spjald, en hins vegar þá fékk Ugo Ehiogu rautt spjald fyrir fáránlegt brot á Gerrard, þar sem hann rændi Liverpool menn marki.

Það var mjööög margt jákvætt í þessum leik.

  • Momo Sissoko var frábær. Ég veit að við Liverpool menn erum viðkvæmir því að ungum leikmönnum okkar sé líkt við stórstjörnur, þar sem að við brenndum okkur oft á því undir Houllier. En ef að dæma má af þessum leik, þá er Momo mjög svipaður leikmaður og Patrick Vieira. Hann var gjörsamlega útum allt. Hann vann boltann svona 150 sinnum af Boro mönnum og hann skilaði boltanum vel til samherja. Frábær leikur!!!

  • Gerrard var einnig góður, en í dag brást hann algjörlega fyrir framan markið. Hann var góður í að skapa sér færi, en það vantaði bara að klára færin.

  • Vörnin var örugg og þá sérstaklega Sami Hyypia, sem tók ALLA bolta, sem að Boro dældu inná helming Liverpool.

  • Middlesboro átti aldrei sjens í leiknum í dag. Miðjan hjá okkur var miklu, miklu betri og þegar þeir reyndu að sækja, þá áttu þeir ekki möguleika gegn vörninni okkar.

Það, sem gekk ekki í leiknum var spil upp kantana. Zenden og Garcia sýndu ekki nokkurn skapaðan hlut og Cisse breytti litlu. Einnig náðu framherjarnir okkar lítið að skapa.

En annars er varla hægt að kvarta mjög mikið. Þetta var bara einn af þessum dögum. Við vorum miklu, miklu betra liðið og sköpuðum fulltaf færum, en boltinn vildi bara ekki fara inn. Þetta var mjög svekkjandi að horfa á.


Maður leiksins: Engin spurning, Momo Sissoko var að mínu mati frábær í leiknum. Baráttan, yfirferðin og spilið var frábært. Ef hann heldur áfram á sömu braut, þá geta þetta reynst frábær kaup hjá Rafa.

En allavegana, við erum búin með þann útivöll sem hefur reynst okkur erfiðastur allra útivalla síðustu ár. Og við hefðum átt að vinna. Ef við berum saman leikinn á Riverside í fyrra, þá er munurinn gríðarlegur. Framfarirnar eru gríðarlegar.

Það er nokkuð ljóst að Rafa keypti Peter Crouch fyrir svona leiki. Við hefðum getað bókað það að Crouch hefði fengið að spjara sig eitthvað í leiknum. Kannski hefði hann getað breytt einhverju, getað gefið okkur þetta litla sem vantaði til að klára leikinn. Hver veit.

En þrátt fyrir að fólk sé svekkt, þá mér vera fleiri ástæður til að vera bjarstýnn eftir þennan leik, heldur en til svartsýni. Næsti leikur er svo næsta laugardag á Anfield gegn Sunderland. Þann leik munum við klára.

.: Einar Örn uppfærði kl. 18:54 | 593 Orð | Flokkur: Leikskýrslur
Ummæli (10)

Jú jú… maður á að vera jákvæður og Pollýanna í öllu. Það sem eftir stendur er það sem maður vissi: Middlesborough er hrútleiðinlegt (!!! x 100) baráttulið. Parlour hefði átt að fjúka út af slapp við seinna gula spjaldið tvisvar en … þegar öllu er á botninn hvolft, þá voru það síðustu 20-25 mín. sem glöddu augað og einnig byrjunin aðeins í seinni hálfleik. Fyrri hálfleikur var leiðindi!! 2 skot hjá Middlesboring og 3 hjá Liverpool. Þulurinn enski tók það sérstaklega fram að Liverpool hefði í byrjun síðari hálfleiks náð að skjóta á markið á fimm mínútum jafnoft og allan fyrri hálfleikinn!

Sissoko batnaði þegar leið á leikinn og jú… hann sást oft. En maðurinn var í byrjun alltof lengi með boltann og hann hélt honum ekki vel. Gula spjaldið var vitleysa í honum! En í mínum huga fær hann 5-6 í einkunn. Ekki reyndi mikið á Reina en var ekki sá traustasti. Kóngurinn var Hyypia og Carragher líka. Morientes stóð sig ekki nógu vel, Gerrard var fínn síðustu 20-30 mínúturnar en hefði átt að setja hann einu sinni alla vega í leiknum. Garcia sást ekkert. Zenden var með flottar fyrirgjafir og t.d. upphafið að sókninni þar sem Gerrard var felldur og Boro maðurinn þaut út af. Þannig að ég var meira sáttur við Zenden en nokkra aðra. Baros kom frískur inn, Cisse ekki nógu sterkur. Warnock var ágætur, Finnan líka - hef séð báða betri. Stend á því fastar en mörgu öðru núna, að Owen sé maður sem við þurfum. Hann kann að klára nokkur af þeim færum sem við sáum.

Það voru ljósir punktar en svekkelsið hjá mér er rosalegt. Boro á eftir að gera jafntefli við mörg af toppliðunum í vetur með þessari spilamennsku. Liverpool á svo miklu miklu miklu meira inni. Ég hef trú á toppbaráttu Liverpool en þeir verða að sýna betri spilamennsku en í dag.

Doddi sendi inn - 13.08.05 19:09 - (Ummæli #2)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Liv'pool 1 - Chelsea 4
·L'pool 0 - Chelsea 0
·B'ham 2 - L'pool 2
·Liverpool 0 - Man U 0
·Betís 1 - Liverpool 2 (uppfært)

Síðustu Ummæli

Páló: rakst á athyglisverða staðreynd með Sund ...[Skoða]
Aggi: Í fyrsta lagi vil ég segja að jafntefli ...[Skoða]
Haffi: Ég ætla að byrja á því að vera sammála D ...[Skoða]
Árni: já bjartasti punkturinn í leiknum var se ...[Skoða]
Haddi Thor: Sá bara seinni hálfleikinn. Varð þar vit ...[Skoða]
Biggun: " Við vorum miklu, miklu betra liðið og ...[Skoða]
BFI: Ágætis leikur hjá okkar mönnum. Ég er sa ...[Skoða]
Vargurinn: Ray "fokking" Parlour ! :-) Það er ...[Skoða]
Doddi: Jú jú... maður á að vera jákvæður og Pol ...[Skoða]
Birgir Steinn: Crouch ætti allavega að geta klárað eitt ...[Skoða]

Síðustu færslur

· Cisse aðeins minna fúll í dag
· Cisse hundöskufúll
· Rafa hefur EKKI áhuga á Joaquin
· Rafa hefur trú...
· Nýr pistill
· Meira um Djibril

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License