13. ágúst, 2005
Jæja fyrsti leikurinn á tímabilinu búinn og niðurstaðan 0-0 á Riverside, velli sem hefur reynst okkur afskaplega erfiður í gegnum tíðina.
Ég er verulega svekktur. Þetta var hrikalega ósanngjarnt og einu sanngjörnu úrslitin í leiknum hefðu verið öruggur sigur Liverpool.
En þess í stað endaði þetta með markalausu jafntefli.
Ég ætla að reyna að vera jákvæður, því það jákvæða við þennan leik var svo miklu meira en það neikvæða.
Allavegana, Rafa stillti upp 4-4-1-1 og byrjaði með liðið svona:
Reina
Finnan - Carragher - Hyypiä - Warnock
García - Sissoko - Alonso - Zenden
Gerrard
Morientes
Það var greinilegt allan leikinn að dagskipun Boro mann var að verjast. Liverpool var algjört yfirburðalið á vellinum. Fyrir utan svona fimm mínútur í lok fyrri hálfleiks, þá voru yfirburðir Liverpool algjörir.
En þrátt fyrir yfirburði gekk illa að skapa færi í fyrri hálfleik. Rafa breytti hlutunum aðeins í seinni hálfleik. Hann tók Garcia útaf og setti Cisse inná kantinn og seinna tók hann Moro útaf fyrir Baros. Hann hélt sig samt alltaf við 4-4-1-1.
Seinni hálfleikurinn var algjör einstefn að marki Boro. Ray Parlour átti að fá rautt spjald, en hins vegar þá fékk Ugo Ehiogu rautt spjald fyrir fáránlegt brot á Gerrard, þar sem hann rændi Liverpool menn marki.
Það var mjööög margt jákvætt í þessum leik.
Momo Sissoko var frábær. Ég veit að við Liverpool menn erum viðkvæmir því að ungum leikmönnum okkar sé líkt við stórstjörnur, þar sem að við brenndum okkur oft á því undir Houllier. En ef að dæma má af þessum leik, þá er Momo mjög svipaður leikmaður og Patrick Vieira. Hann var gjörsamlega útum allt. Hann vann boltann svona 150 sinnum af Boro mönnum og hann skilaði boltanum vel til samherja. Frábær leikur!!!
Gerrard var einnig góður, en í dag brást hann algjörlega fyrir framan markið. Hann var góður í að skapa sér færi, en það vantaði bara að klára færin.
Vörnin var örugg og þá sérstaklega Sami Hyypia, sem tók ALLA bolta, sem að Boro dældu inná helming Liverpool.
Middlesboro átti aldrei sjens í leiknum í dag. Miðjan hjá okkur var miklu, miklu betri og þegar þeir reyndu að sækja, þá áttu þeir ekki möguleika gegn vörninni okkar.
Það, sem gekk ekki í leiknum var spil upp kantana. Zenden og Garcia sýndu ekki nokkurn skapaðan hlut og Cisse breytti litlu. Einnig náðu framherjarnir okkar lítið að skapa.
En annars er varla hægt að kvarta mjög mikið. Þetta var bara einn af þessum dögum. Við vorum miklu, miklu betra liðið og sköpuðum fulltaf færum, en boltinn vildi bara ekki fara inn. Þetta var mjög svekkjandi að horfa á.
Maður leiksins: Engin spurning, Momo Sissoko var að mínu mati frábær í leiknum. Baráttan, yfirferðin og spilið var frábært. Ef hann heldur áfram á sömu braut, þá geta þetta reynst frábær kaup hjá Rafa.
En allavegana, við erum búin með þann útivöll sem hefur reynst okkur erfiðastur allra útivalla síðustu ár. Og við hefðum átt að vinna. Ef við berum saman leikinn á Riverside í fyrra, þá er munurinn gríðarlegur. Framfarirnar eru gríðarlegar.
Það er nokkuð ljóst að Rafa keypti Peter Crouch fyrir svona leiki. Við hefðum getað bókað það að Crouch hefði fengið að spjara sig eitthvað í leiknum. Kannski hefði hann getað breytt einhverju, getað gefið okkur þetta litla sem vantaði til að klára leikinn. Hver veit.
En þrátt fyrir að fólk sé svekkt, þá mér vera fleiri ástæður til að vera bjarstýnn eftir þennan leik, heldur en til svartsýni. Næsti leikur er svo næsta laugardag á Anfield gegn Sunderland. Þann leik munum við klára.