09. ágúst, 2005
Það er ljóst að Morientes hefur ekki náð að sýna sitt besta með Liverpool frá því hann kom í janúar. Mér hefur ávallt fundist Moro vera með bestu “target” senterum í Evrópu og það sannaði hann með Monaco þegar hann fékk að spila reglulega. Rafa hefur tjáð sig um að Moro þurfi að fá almennilega þjónustu og til þess þurfum við að kaupa kantmann/menn sem geta gefið tuðruna almennilega inní boxið.
Litlu munaði víst að Figo hefði komið og klárlega hefði hann getað komið boltanum einu sinni eða tvisvar inní teiginn en hann ákvað að kjósa ríflegan eftirlaunapakka í Mílanó með hinum fyrirsætunum. Einhver bið er á Gonzalez spili fyrir okkur þar sem hann er meiddur sem og vandræði með atvinnuleyfið. Fyrr í sumar var talað um að við hefðum áhuga á gríska goðinu, Stelios, í Bolton. Hann hefur spilað fantavel með þeim, á þroskuðum aldri (31 árs) sem og með mikla reynslu.
Að mínu viti vantar okkur kantmann og miðvörð í liðið þar sem breiddin er minnst í þeim stöðum hjá okkur. Síðan er spurning hvort eitthvað sé eftir til að kaupa Owen aftur… eða þurfum við hann ef Moro fær almennilega þjónustu í teignum?