08. ágúst, 2005
Jæja, Djimi Traore er meiddur og mun verða frá í mánuð. Því er hann kominn á lista með Flo-Po, Peter Crouch og Harry Kewell, sem munu ekki spila fyrsta mánuðinn í ensku deildinni.
Chris Bascombe heldur því fram að Milan Baros sé á leið til Lyon eða Monaco og að hann hafi verið dreginn útúr hópnum, sem ferðast til Búlgaríu.
Eeeeeen, official síðan heldur því fram að bæði Milan Baros og hinn ungi Antonio Barragan séu í hópnum. Barragan er bara 17 ára gamall.
Bolo Zenden fer hins vegar ekki með, þar sem hann er meiddur á mjöðm. Rafa telur þó að Zenden verði klár gegn Boro á laugardaginn.
Uppfært (EÖE): Einsog SSteinn bendir á í kommentunum, þá var Jerzy Dudek keyrður uppá spítala á miðri æfingu í dag. Það er einsog síðasta tímabil hafi aldrei endað.