28. júlí, 2005
Echo halda því fram í dag að Sevilla hafi áhuga á að kaupa Josemi til liðsins.
Echo telja það möguleika að Liverpool reyni að nota Josemi sem beitu til að ná í Daniel Alves, hægri bakvörðinn hjá Sevilla. Alves er metinn á um 6 milljónir punda, en Josemi á tvær, þannig að Liverpool þyrfti að borga fjórar milljónir punda á milli.
Ég veit að lesendur þessarar síðu yrðu fegnir ef við fengjum poka fullan af boltum fyrir Josemi, þannig að það þýðir varla að spyrja hvort að menn yrðu sáttir við þessi skipti.
Já, og svo er þessi frétt algjör snilld