beach
« T.N.S. - Liverpool 0 - 3 | Aðalsíða | Crouch búinn að skrifa undir (STAÐFEST) »

20. júlí, 2005
Crouch og Baros

crouchinho.jpgÞannig að í dag klárar Peter Crouch læknisskoðun og skrifar undir fjögurra ára samning við Liverpool FC. Það rifjast upp fyrir manni sú spenna sem ríkti þegar við keyptum framherja á borð við Heskey, Litmanen, Diouf, Anelka (lán), Cissé, Morientes … og svo ber maður það saman við þær móttökur sem Crouch virðist vera að fá, og það verður að segjast að viðbrögðin hafa verið nokkuð forvitnileg.

Liverpool-stuðningsmenn eru nú einu sinni þannig að þeim hættir til að halda að í hvert sinn sem framherji er keyptur þá sé um einhvern brjálaðan markaskorara að ræða, mann sem mun ná 40+ mörkum á hverju tímabili fyrir okkur. Emile Heskey stóð t.d. undir væntingum á fyrsta tímabili (22 mörk og hrúga af stoðsendingum fyrir Owen) en hrapaði af stjörnuhimninum eftir það. Michael Owen mátti aldrei lenda í 6-7 leikja markaþurrð, þá var hann afskrifaður af sumum sem ‘búinn að missaða’ leikmaður. Jafnvel maður eins og Robbie Fowler fékk allt of mikið af gagnrýni þegar hann lék fyrir okkur - það var ekki fyrr en hann var farinn frá Liverpool að menn gerðu sér í raun og veru grein fyrir því hvað við vorum heppin að hafa hann, að eiga mann sem skoraði 30 mörk á tímabili í hálfan áratug fyrir LFC.

Baros átti að sjálfsögðu að vera þessi næsti Fowler/Rush/Aldridge-gaur, en eftir slappan seinni hluta á síðasta tímabili virðist sem framtíð hans hjá Liverpool sé í hættu. Kaupin á Crouchy virðast allavega hafa nánast staðfest það, ef marka má fréttirnar í dag. Rafa vildi þó ekki taka af allan vafa, og ýjaði að því að Baros gæti kannski haldið áfram hjá Liverpool:

“At the moment we are working with all our strikers and Baros does have a future here. I am not preparing for anyone to go, I am working with my players.

But if we receive any offers maybe some of them can go. It depends on the offers and it depends on the player also.”

baros_kneeling.jpgMiðað við þessi orð Rafa og þá staðreynd að Baros er ekki notaður í Evrópu, þá held ég að Rafa sé meira að halda möguleikanum á Baros-sölu opnum. Þannig að ef við fáum gott tilboð í hann á næstu vikum má hann fara, en ef ekkert tilboð berst og/eða Baros vill ekki sjálfur fara þá verður hann áfram næsta vetur. Þetta þýðir sennilega að Baros fær ekki að spila í Evrópukeppni fyrir okkur fyrr en í fyrsta lagi í riðlakeppninni í september, ef hann verður ekki farinn þá.

En aðalmálið er það að þótt fréttir frá Bretlandi tali um að augljóst sé að framtíð Baros hjá Liverpool sé að engu orðin, þá er ég ekki jafn sannfærður. Þetta veltur á því hvort við fáum gott tilboð í hann og hvort hann vill fara til viðkomandi liðs, en að öðru leyti held ég að Rafa hafi ekkert á móti því að hafa hann áfram í a.m.k. eitt ár í viðbót.

Mér liði strax betur ef Baros yrði áfram. Morientes, Cissé, Crouch, Baros, Le Tallec, Pongolle og Mellor hljómar strax betur en sami hópur án Milan Baros. En það er bara ég :-)

Allavega, fyrir þá sem vilja kíkja örlítið nánar á nýja framherjann okkar, slánann Peter Crouch, get ég bent á myndband með honum (smellið á hlekkinn til að ná í .zip-skrána) sem sýnir ágætlega hvaða kosti hann hefur til brunns að bera. Svona maður, eins og Rafa segir oft, býður upp á möguleika.

Svo er bara að horfa á leikinn gegn Olympiakos á laugardaginn, ég býst við að Crouchy spili fyrsta leik sinn í rauðri treyju þá. Þetta verður, vægast sagt, forvitnilegt:-)

.: Kristján Atli uppfærði kl. 07:08 | 600 Orð | Flokkur: Leikmenn
Ummæli (9)

Kannski að bæta því við að West Ham hafa lýst yfir áhuga. Ég held að Milan sé að misskilja þetta. Hann átti alltaf von á að ef hann yrði seldur þá yrði það til liðs einsog Barcelona. En form hans undanfarið hefur bara valdið því að hann er núna eftirsóttur af liðum einsog West Ham og Aston Villa.

Einar Örn sendi inn - 20.07.05 09:11 - (Ummæli #3)

Sjá myndband hér:

myndbandið aftur

Birgir Steinn sendi inn - 20.07.05 13:05 - (Ummæli #6)

Þessi síða er alltaf best í þessum tilvikum.

Annars með Olympiakos myndi ég giska á LFC.tv og Sýn fyrir Kaunas leikinn.

Einar Örn sendi inn - 20.07.05 14:12 - (Ummæli #9)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Aston Villa 0 - Liverpool 2
·Liverpool 3 - Anderlecht 0
·Liverpool 2 - West Ham 0
·C. Palace 2 - Liverpool 1 (uppfært)
·Fulham 2 - Liverpool 0

Síðustu Ummæli

Einar Örn: [Þessi síða](http://www.liverpool.is/klu ...[Skoða]
Jóhann Atli: Hérna tvennt sem tengist umræðunni ekki ...[Skoða]
Birgir Steinn: eða þetta er held ég annað myndband...en ...[Skoða]
Birgir Steinn: Sjá myndband hér: ...[Skoða]
Andrea: við þurfum á Milan Baros að halda ! og s ...[Skoða]
EikiFr: Mér líst fínt á þessi Crouch kaup ef mið ...[Skoða]
Einar Örn: Kannski að bæta því við að [West Ham](ht ...[Skoða]
Einar Örn: Já, myndbandið virkar ekki. Yousendit my ...[Skoða]
Jónas H: Ég get ekki náð í þetta myndband. :con ...[Skoða]

Síðustu færslur

· García: ný hetja Spánar!
· Kewell biður um þolinmæði, Riise vill framlengja samninginn sinn og fleira til.
· Sabrosa falur!
· Hinn Króatíski Beckham
· He's big, he's red ...
· Rafa í hálfleik í Istanbúl

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License