beach
« Harry Kewell frá í 6 vikur í viðbót | Aðalsíða | T.N.S. - Liverpool 0 - 3 »

19. júlí, 2005
Crouch er kominn!!!

_40869193_crouch300.jpgPETER CROUCH MUN SKRIFA UNDIR HJÁ LIVERPOOL Á MORGUN, svo lengi sem hann stenst læknisskoðun!!!

Ég ætla að leyfa mér að melta þetta aðeins næstu daga áður en ég tjái mig almennilega um þetta mál, en við skulum orða það þannig að annað hvort reynist ótti minn réttur og ég verð farinn að hata Rafa um jólin, eða þá að ég þarf að éta orð mín allsvakalega næstu mánuðina!

Úff … það verður hlegið að okkur fyrir þessi kaup, það er eins gott að þessi gæji standi sig og réttlæti traustið sem Rafa leggur á hann!

Peter Crouch, Liverpool striker. Who woulda thunk it?!?!?


EINNIG: Ég held að það sé réttast, Einar, að við förum að vinna í að kveðja Milan Baros hér og nú. Lesendur góðir, ef þið sjáið þennan mann, Einar Örn úti á götu, viljiði þá gefa honum knús fyrir mig? Hann missti nýlega Michael Owen og er nú að missa Milan Baros líka. Ég hef áhyggjur af honum… :-)


Uppfært (EÖE): Takk fyrir hugulsemina, Kristján :-)

Við Kristján trúðum því vart þegar að Crouch var fyrst orðaður við Liverpool, en smám saman hefur maður byrjað að skilja ástæðurnar á bakvið áhuga Rafa Benitez. En samt, þá er ég ekki enn sannfærður um að þetta séu rétt kaup.

En einsog einhver sagði (ég t.d.) að þá gerði Rafa okkur að Evrópumeisturum, þannig að við látum hann njóta efans. Crouch verður aldrei striker númer 1 hjá okkur, en hann gæti vel orðið öflugur valkostur á móti ýmsum liðum. Hann er allavegana mjög ólíkur hinum framherjunum hjá liðinu.

Þetta þýðir þá væntanlega líka að Milan Baros verður seldur. Þá sitjum við eftir með eftirfarandi framherjahóp: Cisse, Morientes, Crouch, Sinama-Pongolle, Le Tallec og Mellor. Þetta er ágætis blanda af toppframherjum og yngri leikmönnum og svo Peter Crouch, sem ég veit ekki alveg hvernig ég á að flokka.

Víst að það er búið að staðfesta þetta er ekki úr vegi að rifja upp ummælin hans Kristjáns frá því að við vorum fyrst orðaður við Peter Crouch:

Ef Rafael Benítez kaupir Peter Crouch heimta ég að hann verði rekinn. Já, ég þori að segja þessi orð! Ég vill ekki sjá hann hjá Liverpool… leiðinlegasti, asnalegasti og gagnslausasti leikmaður Englands í dag! Oj bara!

En Kristján hefur aðeins mildast í afstöðu sinni til Crouch :-)

Tölfræðin vinnur allavegana með Crouchy. Einsog þeir, sem hafa lesið Moneyball (sem er BESTA íþrótta/viðskiptabók í heimi), þá er oft best að einbeita sér að tölfræðinni í stað þess að láta útlit og líkamsburð leikmanna plata sig. Margir sjá hversu Crouch er slánalegur og dæma hann umsvifalaust af því, en staðreyndin er sú að hann er talsvert leiknari en flestir jafnháir menn og hann skoraði fleiri mörk í deildinni en nokkur Liverpool maður í fyrra.

Allavegana, þrátt fyrir allar efasemdirnar, sem maður kann að hafa um Peter Crouch, þá er hann núna Liverpool leikmaður og því mun ég veita honum allan minn stuðning og ég mun verja hann og hans leik með kjafti og klóm við stuðningsmenn annarra liða. Crouchy er hér með okkar maður.

Ég ætla hér með að spá því að Peter Crouch skori fleiri mörk fyrir okkur í deildinni en Milan Baros gerði á síðasta tímabili.

.: Kristján Atli uppfærði kl. 16:46 | 532 Orð | Flokkur: Leikmannakaup og sölur
Ummæli (10)
Senda inn ummæli

Athugið að það tekur smá tíma að hlaða síðuna aftur eftir að ýtt hefur verið á "Staðfesta".

Hægt er að nota HTML kóða í ummælunum. Hægt er að nota a href, b, br, p, strong, em, ul, li og blockquote

Við áskiljum okkur allan rétt til að eyða út ummælum, sem eru á einhvern hátt móðgandi, hvort sem það er gagnvart stjórnendum síðunnar eða öðrum. Þetta á sérstaklega við um nafnlaus ummæli.

Nafn:


Tölvupóstur (ath. póstfangið birtist ekki á síðunni):


Heimasíða (ekki nauðsynlegt):
:smile: :biggrin: :biggrin2: :blush: :confused: :laugh:

:mad: :rolleyes: :shock: :sad: :tongue: :wink:

Ummæli:


Muna upplýsingar?





Flokkar

Almennt · Enski Boltinn · Fjölmiðlar · Landslið · Leikmannakaup og sölur · Leikmenn · Leikskýrslur · Liverpool · Meiðsli · Meistaradeild · Slúður · Topp10 · Upphitun · Vangaveltur · Veðmál · Þjálfaramál ·

Um Síðuna

Um Síðuna

Um höfundana

Einar Örn

Kristján Atli

Aggi

Síðustu leikir

·Aston Villa 0 - Liverpool 2
·Liverpool 3 - Anderlecht 0
·Liverpool 2 - West Ham 0
·C. Palace 2 - Liverpool 1 (uppfært)
·Fulham 2 - Liverpool 0

Síðustu Ummæli

freysi: Fólk hefur verið að segja Crouch til var ...[Skoða]
árni úrsbekistan: er þetta ekki bara hin nýju Garry Mac ka ...[Skoða]
JónH: Ja, hérna who would have believed this!! ...[Skoða]
Svavar: Ég spái því að þessi sláni eigi eftir að ...[Skoða]
Arnor: Þó að Crouch sé ekki framherjinn sem mig ...[Skoða]
Guðni: Mér líst vel á þetta. Paul Tomkins (hans ...[Skoða]
Brúsi: Já...var líka að spá í þessu satan (sk ...[Skoða]
Einar Örn: Ég var akkúrat að pæla í þessu, Satan. ...[Skoða]
Satan: Reyndar fyndist mér athyglisvert að sjá ...[Skoða]
Kristján Atli: Hehe, ég hef mildast í afstöðu minni, en ...[Skoða]

Síðustu færslur

· García: ný hetja Spánar!
· Kewell biður um þolinmæði, Riise vill framlengja samninginn sinn og fleira til.
· Sabrosa falur!
· Hinn Króatíski Beckham
· He's big, he's red ...
· Rafa í hálfleik í Istanbúl

Tenglar

Einar :: Vefleiðari

JupiterFrost

NewsNow Liverpool

ESPN

Cubs

BBC

Liverpool (official)

Liverpool.is

This Is Anfield




Við notum
Movable Type 3.121

Efni þessarar síðu er birt undir skilmálum frá Creative Commons.

Creative Commons License